Viðskipti innlent

Hagnaður Bakkavarar 3,2 milljarðar króna

Hagnaður Bakkavarar nam 3,2 milljörðum króna á fyrri helmingi árs.
Hagnaður Bakkavarar nam 3,2 milljörðum króna á fyrri helmingi árs. Fréttablaðið/Hari

Bakkavör hagnaðist um 3,2 milljarða króna eftir skatta á fyrri helmingi árs. Hagnaður félagsins jókst um tuttugu og sjö prósent sé miðað við sama tímabil í fyrra. Bakkavör hagnaðist um tvo milljarða króna á öðrum ársfjórðungi.



Ágúst Guðmundsson forstjóri segir krefjandi viðskiptaumhverfi, afleitt veðurfar í Bretlandi og innköllun varnings fyrr á árinu hafa haft áhrif á rekstur Bakkavarar fyrstu sex mánuði ársins. „Þegar á heildina er litið jókst sala félagsins samt sem áður umfram breska matvælamarkaðinn.“

Heildarvelta Bakkavarar fyrstu sex mánuði ársins nam 90,2 milljörðum króna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×