Fleiri fréttir

Íslenskir lögfræðingar leysa landfestar

Guðmundur Oddsson er forstöðumaður Lundúnaútibús lögmannastofunnar Logos og hefur verið í fararbroddi íslenskra lögfræðinga erlendis. Logos hefur undanfarin ár veitt lögfræðiráðgjöf við marga af stærstu samningum íslenskrar viðskiptasögu og komið að yfirtökum á borð við Actavis, Mosaic Fashions og West Ham United.

Starfsumhverfið æ alþjóðlegra

Katrín Helga Hallgrímsdóttir, einn eigenda BBA Legal sem nýverið opnaði útibú í London, segir helstu vandamál við útrásina af praktískum toga. Framandi lagaumhverfi sé engin fyrirstaða, enda l

Tekjuaukning hjá Nýherja

Tekjur Nýherja jukust um fjórðung á öðrum ársfjórðungi sé miðað við sama tímabil í fyrra. Nýherji birti á föstudag sex mánaða uppgjör sitt, fyrst félaga í Kauphöllinni.

Eimskip tekur að sér rekstur stærstu kæli- og frystigeymslu í Kína

Eimskip hefur samið við kínverska fyrirtækið Qingdao Port Group um rekstur á stærstu kæli- og frystigeymslu í Kína. Verður Eimskip eini rekstraraðili á þess konar geymslum í Qingdao-höfn sem er stærsta höfnin í Kína á sviði hitastýrðra flutninga. Samningurinn var undirritaður á Bessastöðum að viðstöddum Ólafi Ragnari Grímssyni, forseta Íslands.

Taka alþjóðlegt sambankalán

Alfesca hefur lokið endurfjármögnun félagsins með alþjóðlegu sambankaláni upp á 280 milljónir evra. Í tilkynningu frá félaginu segir að árlegur sparnaður vegna lægri fjármagnskostnaðar sé áætlaður um 1,5 milljón evra eða um 125 milljónir íslenskra króna.

Verðlækkun á fjölbýliseignum

Verð á fjölbýliseignum lækkaði um 0,6 prósent milli maí og júní. Í Morgunkorni Glitnis er það sögð athyglisverð þróun í ljósi þess að júní hefur verið einn mesti veltumánuður með íbúðarhúsnæði undanfarin ár á höfuðborgarsvæðinu, sé miðað við fjölda þinglýstra kaupsamninga.

Tekjur Nýherja aukast um 24%

Nýherji skilaði 102,5 milljóna króna hagnaði á öðrum ársfjórðungi samanborið við 29,4 milljónir króna á sama fjórðungi í fyrra.

Hluthafar fá umhugsunarfrest

Tilboð bræðranna frá Rifi, Hjálmars og Guðmundar Kristjánssona, í allt hlutafé Vinnslustöðvarinnar í Vestmannaeyjum hefur verið framlengt um fjórar vikur. Gildir það nú til klukkan fjögur, mánudaginn 20. ágúst 2007.

Fyrsta sambankalán Byrs

BYR sparisjóður hefur gengið frá samningi um fyrsta sambankalán bankans fyrir samtals 110 milljónir evra til þriggja ára. Í fréttatilkynningu frá sparisjóðnum kemur fram að hann hafi hlotið góðar viðtökur á alþjóðlegum sambankalánamarkaði og mikil umframeftirspurn hafi verið meðal fjárfesta. Því hafi heildarupphæð lánsins verið hækkuð í 110 milljónir en upphaflega stóð til að taka fimmtíu milljóna evra lán. Alls tóku 14 alþjóðlegir bankar þátt í láninu. Yfirumsjón með því höfðu Bayern LB, HSH Nordbank og Raiffeisen Zentralbank Österreich AG.

Dýrara að byggja

Vísitala byggingakostnaðar hækkaði lítillega í júlí. Íbúðaverð á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um hálft prósent í maí.

Alfesca lýkur endurfjármögnun

Alfesca hefur lokið endurfjármögnun félagsins með alþjóðlegu sambankaláni upp á 280 milljónir evra. Nýja lánið styrkir fjárhagsstöðu Alfesca, myndar sveigjanleika og skapar betri aðstöðu til þess að efla félagið og stækka það, segir í tilkynningu frá Alfesca. Samkvæmt henni er árlegur sparnaður á samanburðargrundvelli vegna lægri fjármagnskostnaðar áætlaður um 1,5 milljón evra eða um 125 milljónir íslenskra króna.

Stilla framlengir tilboðið í Vinnslustöðina

Stilla eignarhaldsfélag ehf. hefur ákveðið að framlengja samkeppnistilboð sitt í hlutafé Vinnslustöðvarinnar hf. um fjórar vikur. Gildir yfirtökutilboðið nú til klukkan fjögur, mánudaginn 20. ágúst 2007. Í tilkynningu frá Stillu segir að ákvörðun um framlengingu tilboðsfrestsins sé tekin með tilliti til niðurstöðu samanburðarmats Saga Capital fjárfestingarbanka hf. á, annars vegar, yfirtökutilboði Eyjamanna ehf. og, hins vegar, samkeppnistilboði Stillu eignarhaldsfélags ehf. Er niðurstaða Saga Capital fjárfestingarbanka hf. sú að tilboð Eyjamanna ehf. geti ekki talist sanngjarnt gagnvart þeim hluthöfum sem því er beint að en hins vegar, sé tilboð Stillu eignarhaldsfélags ehf. sanngjarnt gagnvart hluthöfum Vinnslustöðvarinnar hf. og í samræmi við þá verðlagningu hlutafjár sem hluthafar í sambærilegum félögum hafa notið á undanförnum árum.

Ótal möguleikar GPS-forrita

Möguleika nýrra GPS-farsíma má nota á jákvæðan og neikvæðan hátt að mati Guðbergs K. Jónssonar, verkefnastjóra hjá Samfélagi, fjölskyldu og tækni.

Fylgst með fólki með GSM símum

Íslenskt fyrirtæki hefur þróað eftirlitsbúnað sem getur gert foreldrum kleift að staðsetja börnin sín með einu handtaki á gsm-símanum. Forritið gæti einnig nýst Alzheimer-sjúklingum vel sem og stjórnendum fyrirtækjum sem vilja fylgjast með aksturslagi starfsmanna á fyrirtækjabílum.

AMR bætir hag sinn

AMR Corp hagnaðist um rúmlega þrjú hundruð milljónir bandaríkjadala á öðrum ársfjórðungi. FL Group er meðal stærstu hluthafa í félaginu.

Enn aukin íbúðalán

Samanlögð íbúðalán innlánsstofnana og Íbúðalánasjóðs námu 13,3 milljörðum króna í júní og hafa ekki verið hærri síðan desember 2005

Áfangasigur gegn fótaóeirð

Vísindamenn Íslenskrar erfðagreiningar (ÍE) hafa í samstarfi við Emory háskóla í Atlanta fundið fyrsta erfðabreytileikann sem tengist fótaóeirð. Í rannsókninni var einnig sýnt fram á að erfðabreytileikinn tengist minni járnbirgðum í líkamanum.

Úrvalsvísitalan hækkar

Viðskipti í kauphöll Íslands námu tæpum þrettán milljörðum króna í dag. Úrvalsvísitalan hækkaði um 1,58 prósent. Krónan veiktist lítillega.

Dollarinn kominn undir 60 krónur

Gengi krónunnar hefur hækkað um 13,3% það sem af er ári og hefur krónan ekki verið sterkari frá því í mars í fyrra. Gengisvísitala erlendra gjaldmiðla stóð í 110,9 við lokun markaða í gær. Dollarinn var kominn undir 60 krónur og hefur ekki verið lægri síðan í nóvemberbyrjun 2005. Þetta kemur fram í Morgunkorni Glitnis.

Allar ferðir hefjast með einu skrefi

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra hitti í gær Shimon Peres, nýkjörinn forseta Ísraels, á ferð sinni um Ísrael, palestínsku sjálfstjórnarsvæðin og Jórdaníu.

Fátt er svo með öllu illt

Fjármálaeftirlitið hefur opnað sérstakar upplýsingasíður á vefsvæði sínu, www.fme.is, þar sem fjallað er um innleiðingu á tilskipun um markaði með fjármálagerninga, svokallaða MiFID tilskipun sem innleidd verður 1.

Sameining í Færeyjum

Vinnuvitan hefur keypt Vikublaðið í Færeyjum að því er Útvarpið í Færeyjum, Kringvarp Føroya, greindi frá í gær. Við þetta munu þrír risar vera um slaginn á færeyskum blaðamarkaði. Ástæða þess að Vikublaðið var selt er sögð að gott verð hafi fengist fyrir blaðið.

Barnið vex en brókin ekki

„Við erum búnir að bæta úr þeim göllum sem FME gerði athugasemdir við,“ segir Skúli Sveinsson, framkvæmdastjóri verðbréfafyrirtækisins Nordvest.

DV og Birtíngur sameinuð að mestu

Rekstur DV og Birtíngs, sem meðal annars gefur út Mannlíf, Hús og híbýli og Ísafold, verður samtvinnaður að verulegu leyti á næstu misserum. Hjálmur, dóttur­félag Baugs, á tæplega níutíu prósenta hlut í báðum félögum.

Einungis 255 þúsund skiluðu sér

Alls hafa verið innleystar 255 þúsund krónur í tíu, fimmtíu og hundrað króna seðlum í bönkum og sparisjóðum landsins. Seðlarnir voru innkallaðir með reglugerð Seðlabankans frá árinu 2005.

FL fjárfestir á Miami

FL Group og bandaríska fasteignafélagið Bayrock Group hafa í sameiningu keypt um þrjátíu prósenta hlut í fasteignaverkefninu „Midtown Miami“. Kaupin eru fjármögnuð með eigin fé og lánum.

Beckham borgar sig

Öldungadeild bandaríska þingsins setti á dögunum fimmtíu milljónir Bandaríkjadala, um þrjá milljarða íslenskra króna, til höfuðs hryðjuverkaleiðtoganum Osama bin Laden.

Konur í nýsköpun tengjast böndum

Stofnfundur KVENN, tengslanets uppfinninga- og frumkvöðlakvenna, var haldinn í Perlunni í síðustu viku. Viðstaddar voru konur sem fást við nýsköpun á hinum ýmsu sviðum.

Íslenskar háhraðatengingar eru dýrar

Verð á háhraða-internettengingum er ríflega þrefalt hærra hér á landi en í Danmörku og Svíþjóð. Þetta sýnir ný skýrsla Efnahags- og framfarastofnunar Evrópu (OECD).

Langmest verðbólga hér

Verðbólga er langmest á Íslandi af öllum Norðurlöndunum samkvæmt samræmdri vísitölu neysluverðs sem Hagstofa Evrópu birti í vikunni. Í Vegvísi Landsbankans segir frá því að verðbólgan hér á landi mælist þrjú prósent á meðan hún er 0,7 til 1,4 prósent á hinum Norðurlöndunum.

Fresturinn rennur út í dag

Þeir hluthafar sem enn hafa ekki samþykkt yfirtökutilboð Novators, eignarhaldsfélags Björgólfs Thors Björgólfssonar, verða að gera það fyrir klukkan fjögur í dag. Geri þeir það ekki hafa þeir ekki rétt á viðbótargreiðslu, fari svo að Novator selji Actavis áfram til þriðja aðila innan tólf mánaða.

Nálgast þúsund milljarða

Bein fjármunaeign Íslendinga erlendis nam 952,1 milljarði króna undir lok síðasta árs, eða sem nemur rúmlega áttatíu prósentum landsframleiðslu, samkvæmt nýbirtum tölum Seðlabanka Íslands.

Novator nær fullum yfirráðum yfir Actavis

Upphafsstafur:Novator, fjárfestingarfélag Björgólfs Thors Björgólfssonar, hefur tryggt sér yfir 90 prósent hlutafjár í Actavis. Við þetta myndast söluskylda hjá eftirstandandi hluthöfum. Novator eignast Actavis að fullu og félagið verður í framhaldinu skráð af markaði. Yfirtakan er sú stærsta í Kauphöllinni hér til þessa.

Skrítinn hlutabréfamarkaður

Ímyndum okkur að við gætum séð fyrir hvenær best væri að kaupa og selja hlutabréf. Við mundum þá kaupa hlutabréf þegar hlutabréfaverð væri lágt en selja þau svo aftur þegar verð þeirra væri orðið hátt, og lækkun þeirra væri fyrirsjáanleg. Líklega er þetta ekki hægt, en ef svo væri þá væri hægt að hagnast óheyrilega. Við skulum athuga hvort þetta hafi verið möguleiki á íslenska hlutabréfamarkaðnum.

SPRON verður hlutafélag skráð í kauphöll

Stefnt er að hlutafélagavæðingu Sparisjóðs Reykjavíkur og nágrennis (SPRON) og skráningu í Kauphöllina fyrir lok septembermánaðar. Að beiðni stjórnar SPRON hefur Capacent lokið mati á verðmæti sjóðsins. Undir lok næsta mánaðar verður leitað samþykkis stofnfjáreigenda eftir löglega auglýstan fund.

Strandhögg víkinga á Bretlandseyjum

Breska stórblaðið The Guardian gerði á dögunum svokallaða víkingainnrás að umfjöllunarefni. Er þar átt við aukna þátttöku norrænna fyrirtækja og kaupsýslumanna á Bretlandsmarkaði.

Fjármunaeign erlendra aðila hér á landi 540 milljarðar króna

Bein fjármunaeign erlendra aðila á Íslandi nam tæpum 540 milljörðum króna á síðasta ári samkvæmt hálffimm rétt greiningardeildar Kaupþings banka. Aðilar með lögheimili í Hollandi voru stórtækastir og var bein fjármunaeign þeirra 212 milljarðar króna. Helst var fjárfest í fjármálaþjónustu og stóriðju.

Novator komið með 90% hlutafjár í Actavis

Novator hefur tryggt sér vilyrði fyrir yfir 90% hlutafjár í Actavis. Samkvæmt yfirtökutilboði rennur tilboðsfrestur út á morgun, miðvikudag. Þeir hluthafar sem hafa ekki þegar samþykkt tilboðið hafa því frest til morguns til að ganga frá samþykki. Að öðrum kosti öðlast þeir ekki rétt til viðbótargreiðslu ef Novator selur hlut sinn innan 12 mánaða.

Yfirtöku á Actavis að ljúka

Novator, fjárfestingarfélag Björgólfs Thors Björgólfssonar, hefur tryggt sér vilyrði fyrir yfir 90 prósentum hlutafjár í Actavis, að teknu tilliti til eigin hluta og hluta í eigu Novators, að því er fram kemur í tilkynningu félagsins.

Vísbendingar um aukna einkaneyslu

Einkaneysla virðist hafa aukist á vormánuðum þessa árs eftir stöðnun á fyrsta ársfjórðungi. Nýjar tölur um veltu debet- og kreditkorta í júní, sem Seðlabankinn birti nýverið, gefa vísbendingu um þetta.

Reynslan er aðalatriðið

Reynsla af stjórnun og eignarhald skipta meira máli en menntun þegar kemur að vali í stjórnir fyrirtækja. Þetta sýnir ný samantekt Samtaka atvinnulífsins á upplýsingum um bakgrunn stjórnarmanna í fimmtán stórum fyrirtækjum á íslenska hlutabréfamarkaðnum.

Lækkandi verðbólga

Ísland hefur færst niður um tvö sæti á lista yfir ríki Evrópska efnahagssvæðisins sem búa við mestu verðbólgu samkvæmt hálffimm fréttum greiningardeildar Kaupþings. Í maí var Ísland í 6. sæti en er nú komið í 8. sæti. Tólf mánaða verðbólga á Íslandi lækkaði um 1 prósent við síðustu mælingu á vísitölu neysluverðs. Búast má við áframahaldandi lækkun verðbólgu að mati Kaupþings banka.

Gagnvirk ferðaþjónusta

Look and book er gagnvirk bókunarþjónusta fyrir ferðamenn. Þar er hægt að skoða, bóka og borga allt í einu. Standarnir eru víða um land á fjölförnum ferðamannastöðum og í verslunum N1, Eymundsson, á Park- Inn hótelunum og á BSÍ.

Stöðugur markaður

Úrvalsvísitalan stóð í stað í talsverðum viðskiptum í Kauphöll Íslands, Krónan lækkaði um 0,08 prósent.

Sjá næstu 50 fréttir