Róbert Wessman fékk 12,2 milljarða 27. júlí 2007 00:45 Alls fengu fruminnherjar og tengdir aðilar yfir nítján milljarða við sölu á bréfum til Novators. Fréttablaðið/GVA Ellefu fruminnherjar í Actavis og aðilar tengdir þeim fengu 233,4 milljónir evra, jafnvirði 19,3 milljarða króna, þegar Novator gekk frá greiðslu kaupverðs vegna yfirtöku á félaginu. Til þessa hóps teljast forstjóri, aðstoðarforstjóri, framkvæmdastjórar og stjórnarmenn auk tengdra félaga og maka. Beinir eignarhlutir fruminnherja námu 109,5 milljónum evra eða 9.086 milljónum króna. Hlutur forstjórans og stjórnarmannsins Róberts Wessman nam þar af 2.966 milljónum króna. Róbert er jafnframt eigandi að eignarhaldsfélaginu Aceway Ltd. sem fékk um 9.234 milljónir króna fyrir sinn snúð. Alls fékk Róbert því um 12,2 milljarða króna við yfirtöku Novators á Actavis. Eignarhlutur Guðbjargar Eddu Eggertsdóttur, framkvæmdastjóra sölu- og markaðssviðs, gaf henni rúma 2,2 milljarða króna við söluna. Sindri Sindrason, stjórnarmaður og fyrrum forstjóri Pharmaco, fékk um það bil 1,9 milljarða. Flestir framkvæmdastjórar félagsins eiga kauprétt að hlutabréfum í Actavis og nemur ónýttur réttur tæpum átta hundruð milljónum króna miðað við tilboðsverð Novators og gengi evrunnar. Árni Harðarson hjá Actavis reiknar með því að Novator ákveði það eftir helgi hvernig gengið verði frá ónýttum kaupréttum. Hann segir að flestir þessara kauprétta séu nýtanlegir í nóvember næst komandi. Mest lesið „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Viðskipti innlent Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila Viðskipti innlent Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör Neytendur „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Viðskipti innlent Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur Neytendur Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Sjá meira
Ellefu fruminnherjar í Actavis og aðilar tengdir þeim fengu 233,4 milljónir evra, jafnvirði 19,3 milljarða króna, þegar Novator gekk frá greiðslu kaupverðs vegna yfirtöku á félaginu. Til þessa hóps teljast forstjóri, aðstoðarforstjóri, framkvæmdastjórar og stjórnarmenn auk tengdra félaga og maka. Beinir eignarhlutir fruminnherja námu 109,5 milljónum evra eða 9.086 milljónum króna. Hlutur forstjórans og stjórnarmannsins Róberts Wessman nam þar af 2.966 milljónum króna. Róbert er jafnframt eigandi að eignarhaldsfélaginu Aceway Ltd. sem fékk um 9.234 milljónir króna fyrir sinn snúð. Alls fékk Róbert því um 12,2 milljarða króna við yfirtöku Novators á Actavis. Eignarhlutur Guðbjargar Eddu Eggertsdóttur, framkvæmdastjóra sölu- og markaðssviðs, gaf henni rúma 2,2 milljarða króna við söluna. Sindri Sindrason, stjórnarmaður og fyrrum forstjóri Pharmaco, fékk um það bil 1,9 milljarða. Flestir framkvæmdastjórar félagsins eiga kauprétt að hlutabréfum í Actavis og nemur ónýttur réttur tæpum átta hundruð milljónum króna miðað við tilboðsverð Novators og gengi evrunnar. Árni Harðarson hjá Actavis reiknar með því að Novator ákveði það eftir helgi hvernig gengið verði frá ónýttum kaupréttum. Hann segir að flestir þessara kauprétta séu nýtanlegir í nóvember næst komandi.
Mest lesið „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Viðskipti innlent Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila Viðskipti innlent Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör Neytendur „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Viðskipti innlent Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur Neytendur Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Sjá meira
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun