Fleiri fréttir

Skuldastaða þjóðarbúsins nam 9200 milljörðum

Hrein neikvæð staða þjóðarbúsins nam 9227 milljörðum króna í lok síðasta árs, samkvæmt tölum Seðlabanka Íslands. Erlendar eignir þjóðarbúsins námu 4434 milljörðum króna en skuldirnar námu 13661 milljörðum króna. Nettóskuldir þjóðarbúsins voru 49 milljörðum króna lægri við lok fjórða ársfjórðungs miðað við fjórðunginn á undan.

Apple stærra en Pólland

Virði tæknifyrirtækisins Apple er nú meira en verg landsframleiðsla Póllands. Verðmæti fyrirtækisins, miðað við síðustu viðskipti með hlutabréf þess, er rúmlega 500 milljarðar dollarar.

Samstarf Iceland Express og Holidays Czech Airlines framlengt

Samstarfssamningur Iceland Express og tékkneska flugfélagsins Holidays Czech Airlines hefur verið framlengdur fram til vors 2013. Skrifað var undir samninginn í Prag í dag en flugvöllur borgarinnar er heimahöfn Holidays. Prag er einmitt einn af nokkrum nýjum áfangastöðum Iceland Express og hefjast ferðir þangað í júní og verða í boði að minnsta kosti út ágúst.

365 og Síminn undirrita samkomulag um Fjölvarpið

Forstjórar Símans og 365 miðla skrifuðu í dag undir samkomulag sem gerir 365 miðlum kleift að dreifa öllu sjónvarpsefni félagsins um kerfi Símans. Til þessa hefur verið samkomulag í gildi um dreifingu, Stöðvar 2, Stöðvar 2 extra, Stöðvar 2 bíó og Sportstöðva Stöðvar 2, en Fjölvarp Stöðvar 2 hefur verið undanskilið.

"Þetta er framtíð tölvunotkunar"

Nýjasta stýrikerfi Microsoft, Windows 8, var opinberað í gær. Fyrstu viðbrögð frá sérfræðingum og neytendum eru afar jákvæð.

Á að hafa aflað sér gagna um fjármál þingmanns með ólögmætum hætti

Stjórn Fjármálaeftirlitsins ákvað að kæra Gunnar Andersen forstjóra stofnunarinnar til lögreglu fyrir að afla sér gagna um fjármál Guðlaugs Þórs Þórðarsonar þingmanns með ólögmætum hætti. Starfsmaður Landsbankans mun samkvæmt heimildum hafa komið með gögnin heim til Gunnars í fyrradag. Þetta kom fram í hádegisfréttum RÚV.

Philippe Girardon kokkar í Perlunni

Árlegur Food&Fun matseðill Perlunnar verður að þessu sinni útbúinn af matreiðslumeistaranum Philippe Girardon. Food&Fun hófst á hlaupársdag 29. febrúar og lýkur sunnudaginn 4. mars.

Höskuldur Ásgeirsson hættir í Hörpu

Höskuldur Ásgeirsson hefur sagt upp starfi sínu sem framkvæmdastjóri fasteignafélags og rekstrarfélags Hörpu tónlistar- og ráðstefnuhúss í Reykjavík og tengdra félaga frá og með 1. febrúar 2012. Hann tók við framkvæmdastjórastarfinu á miðju ári 2009 eftir endurskipulagningu verkefnisins við framkvæmdir og undirbúning rekstrar Hörpu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Hörpu.

Raspberry Pi seldist upp á nokkrum mínútum

Tölvunni Raspberry Pi var tekið með opnum örmum þegar hún fór í almenna sölu í gær. Hún seldist upp á nokkrum mínútum og eru framleiðendur hennar í skýjunum.

Atvinnuleysi eykst á evrusvæðinu

Atvinnuleysi á evrusvæðinu heldur áfram aukast og mælist nú 10.7%. Samkvæmt Hagstofu Evrópusambandsins eru nú 16.9 milljón manns án atvinnu á evrusvæðinu.

Eimskip kaupir Íssysturnar

Eimskip hefur gengið frá kaupum á þremur frysti- og kæliskipum sem byggð voru í Árósum í Danmörku. Eimskip hefur verið með skipin á leigu síðan árið 2005. Skipin þrjú hafa verið mikilvægur hlekkur í frysti- og kæliflutningum Eimskips, en þau henta mjög vel fyrir flutninga á frystum sjávarafurðum á Norður Atlantshafi.

Borgun semur við kínverskan kreditkortarisa

Borgun hf. hefur gert samning við kínverska kreditkortarisann Union Pay og býður nú viðskiptavinum sínum upp á færsluhirðingu á hinum kínversku kortum. Til þessa hefur íslenskum þjónustuaðilum ekki verið fært að taka á móti kortum frá Kína. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Borgun.

Gunnar kærður til lögreglunnar

Stjórn FME hefur kært Gunnar Þ. Andersen til lögreglu samkvæmt yfirlýsingu frá stjórninni. Ástæðan sem er tilgreind er sú að Gunnar kann að hafa brotið af sér í starfi með því að afla sér trúnaðarupplýsinga úr bankakerfinu með ólögmætum hætti.

Mið-austurlenskir menn í starfsþjálfun á Reyðarfirði

Von er á þrjátíu manna hópi starfsnema frá Sádi-arabíu næstakomandi sunnudag, en þeir eru starfsmenn Alcoa og verða þjálfaðir í álverinu í Reyðarfirði. Ástæðan er sú að Alcoa og sádí-arabíska námufyrirtækið Ma'aden byggja um þessar mundir eitt af stærri álverum heims í Sádí-Arabíu í Ras Al-Khair á austurströnd konungdæmisins.

Stjórn FME boðar til blaðamannafundar

Stjórn Fjármálaeftirlitsins hefur boðað til blaðamannafundar klukkan tíu. Ástæða fundarins er uppsögn Gunnars Þ. Andersen, forstjóra FME. Fylgst verður með framvindu fundarins hér á Vísi.

NunaMinerals fann demanta á Grænlandi

Grænlenska námufyrirtækið NunaMinerals hefur fundið demanta á Grænlandi. Demantarnir fundust á námusvæði sem kallað er Ullu eða Hreiðrið en það liggur norðaustur af Nuuk.

Brot olíufélaganna var eins ófyrirleitið og hugsast getur

Tekist var á í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær um sektargreiðslur vegna olíusamráðsins árin 1993 til 2001. „Um er að ræða langviðamesta og alvarlegasta brot gegn samkeppnislöggjöfinni sem nokkurn tímann hefur orðið upplýst um hér á landi,“ áréttaði Heimir Örn Herbertsson, lögmaður Samkeppniseftirlitsins, í upphafi málflutnings síns. Hann hafnar fyrir hönd umbjóðenda sinna öllum kröfum á hendur þeim og telur þær byggja á röngum forsendum. Heimir sagði samráð olíufélaganna hafa falið í sér „eins alvarlegt og ófyrirleitið brot á samkeppnislöggjöfinni“ og hægt væri að hugsa sér.

Segir sölu á Gagnaveitu fara gegn bókun meirihlutans

Kjartan Magnússon, fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í stjórn Orkuveitu Reykjavíkur (OR), lagði til í mars 2011 að Gagnaveitan yrði seld. Sú tillaga hefur verið á borði eigendanefndar Orkuveitunnar síðan og segir Dagur B. Eggertsson, formaður og formaður eigendanefndar, að tekin verði afstaða til sölu í vor. Kjartan óttast hins vegar að það verði of seint og rýri verðgildið.

Báðu um lengri frest og fengu

Lárus Welding og Guðmundur Hjaltason, sem sæta ákæru sérstaks saksóknara, lögðu ekki fram skriflegar varnir sínar í greinargerðarformi í Héraðsdómi Reykjavíkur á þriðjudag eins og við var búist.

Mun kalla menn til ábyrgðar vegna uppsagnarinnar

Gunnar Andersen vill fá svar fyrir klukkan fjögur á morgun um það hvort stjórn Fjármálaeftirlitsinjs muni ekki hætta við uppsögn hans. Þetta kemur fram í bréfi sem lögmaður Gunnars, Skúli Bjarnason, sendi stjórn Fjármálaeftirlitsins í dag.

Össur hækkaði

Íslenska úrvalsvísitalan hækkaði um 1,10% í dag. Mestu máli skipti þar 3,16% hækkun í Össuri. Hagar hækkuðu líka um 1,48% í dag, eins og fram kemur í markaðsupplýsingum Keldunnar á Vísi í dag.

Lyf og heilsa greiði 100 milljóna sekt

Héraðsdómur Reykjavíkur staðfesti í dag úrskurð áfrýjunarnefndar samkeppnismála að Lyf og heilsa skyldi greiða 100 milljónir króna í sekt vegna misnotkunar á markaðsráðandi stöðu gagnvart Apóteki Vesturlands. Þetta kemur fram á vefsíðu Samkeppniseftirlitsins.

Huldufélag keypti án auglýsingar eignir REI af Orkuveitunni

Fyrirtækið Orka Energy Holding keypti eignir Reykjavik Energy Invest (REI) af Orkuveitu Reykjavíkur sl. haust án auglýsingar en hvorki Orkuveitan né Geysir Green Energy geta upplýst um eigendur Orku Energy Holding, sem eru að hluta Íslendingar. Óvíst er hvað Orkuveita Reykjavíkur hefur tapað miklu á REI-útrásarævintýrinu.

Vilja kaupa sorpeyðingarstöð á Suðurnesjum fyrir 1250 milljónir

Bandaríska fyrirtækið Triumvirate Environmental hefur lýst sig reiðubúið til að greiða allt að 10 milljónum bandaríkjadala eða jafnvirði um 1.250 milljóna íslenskra króna fyrir eignir Sorpeyðingastöðvar Suðurnesja en skuldir Sorpeyðingarstöðvar Suðurnesja í dag nema um 950 milljónum króna. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Sorpeyðingarstöðinni.

Skuldsettur vöxtur einkaneyslu er ósjálfbær

"Efnahagsstefna íslenskra stjórnvalda hefur á síðastliðnum þremur til fjórum árum öðrum þræði snúist um það að styðja við einkaneyslu. Það skyldi ekki endilega koma á óvart, en á árunum 2000-2010 stóð einkaneysla undir 50-60% á vergrar landsframleiðslu á Íslandi. Hins vegar er áhyggjuefni hvort þær aðgerðir sem stjórnvöld hafa gripið til í því augnamiði að fá landsmenn til að eyða peningum, séu sjálfbærar til lengri tíma.“ Þetta segir í nýjasta fréttabréfi Júpiters, rekstrarfélags MP banka.

Evrópski seðlabankinn skammtar bönkum 530 milljarða evra

Evrópski seðlabankinn tilkynnti í dag að hann hafi lánað tæpar 530 milljarða evra til 800 lántakenda. Lánin eru til þriggja ára og er þau liður í verkefnaáætlun seðlabankans til að stemma stigum við áhrifum efnahagskreppunnar.

Býst við meiri hækkunum á fasteignaverði

Ísland er það land í Evrópu þar sem fasteignaverð hækkaði mest á síðasta ári. Hækkunin var meiri hér en í Noregi þótt þar sé talað um fasteignabólu. Formaður félags fasteignasala segir að fasteignaverð eigi eftir að hækka meira á næstu misserum.

Þarf að huga að fleiri leiðum í gjaldmiðlamálum

Það eru þrjár leiðir fyrir Ísland í gjaldmiðlamálum í framtíðinni, segir Orri Hauksson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins. Hann segir að einn kosturinn sé að ganga í Evrópusamstarfið og taka upp evru í gegnum það samstarf, annar kosturinn sé að taka upp einhvern annan gjaldmiðil eins og kanadadollar og þriðji kosturinn sé sá að vera með krónuna áfram. Orri sagði í samtali við Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag að unnt væri að vera með miklu betri peningastjórn þótt áfram yrði haldið með krónuna.

Gunnar er embættismaður

Gunnar Þ. Andersen, forstjóri Fjármálaeftirlitsins, hefur réttarstöðu sem embættismaður ríkisins að mati Oddnýjar G. Harðardóttur fjármálaráðherra. Þetta kemur fram í bréfi sem hún sendi lögmanni Gunnars í dag og RÚV greindi frá.

WOW air flýgur til Salzburg í Austurríki

WOW air áformar áætlunarflug til Salzburg í Austurríki næsta vetur í samvinnu við tvær íslenskar ferðaskrifstofur. WOW air áætlar að hefja flug til Salzburg seinni hluta desember nk. og fljúga þangað vikulega á laugardögum fram til loka febrúar.

MP banki tapaði 484 milljónum 2011 eftir skatta

MP banki tapaði 484 milljónum á síðasta ári eftir skatta, en jákvæður viðsnúningur varð á seinni helmingi ársins samanborið við fyrri helminginn. Á fyrra hluta ársins var tap fyrir skatta 681 milljón en á seinni hlutanum var hagnaður um 140 milljónir. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá MP banka vegna uppgjörsins. Eigið fé bankans er 19,2 prósent en viðmið Fjármálaeftirlitsins er 16 prósent, en samkvæmt lögum er lágmarkið 8 prósent. Fréttatilkynning bankans vegna rekstrarársins 2011 er eftirfarandi: "Viðsnúningur hefur orðið á afkomu MP banka fyrr en áætlanir stjórnenda bankans gerðu ráð fyrir. 681 milljóna tap fyrir skatta varð á starfseminni fyrri hluta ársins 2011 en hagnaður á seinni hluta ársins. Heildartap ársins varð því 541 milljón fyrir skatta og 484 milljónir eftir tekjuskatt og sérstakan skatt á fjármálafyrirtæki. Hagnaður á undan áætlun Hagnaður fyrir skatta seinni hluta ársins varð 140 milljónir. Á þriðja ársfjórðungi var tapið 166 milljónir en hagnaður á fjórða ársfjórðungi var 306 milljónir. Gert var ráð fyrir tapi út árið 2011 í rekstraráætlun, með batnandi afkomu jafnt og þétt á meðan starfsemi bankans næði fullum afköstum. Niðurstaðan er verulega umfram áætlanir. Lánasafn bankans óx um 76% frá júnílokum og til ársloka en útlán voru þá 13,3 milljarðar króna. Hreinar vaxtatekjur jukust enn meira eða frá því að vera neikvæðar um 45 milljónir króna á 2. ársfjórðungi yfir í að vera jákvæðar um 323 milljónir á 4. ársfjórðungi. Jafnframt varð veruleg aukning í þóknanatekjum en þær voru 72 milljónir á 2. ársfjórðungi en 563 milljónir á 4. ársfjórðungi. MP banki er vel fjármagnaður. Innlán námu alls 36,6 milljörðum króna við lok ársins 2011. Eigið fé bankans er 5,1 milljarðar og eiginfjárhlutfall bankans var 19,2% við árslok. Samkvæmt lögum skal hlutfallið vera að lágmarki 8% og er því vel yfir lögbundnum mörkum. Bankinn hefur afar sterka lausafjárstöðu. Fjármögnunarþekja (NSFR) er 274% og lausafjárþekja (LCR) yfir 1000%. Hvoru tveggja er vel umfram Basel III viðmið en þau gera ráð fyrir 100%.“

Þjónustujöfnuðurinn hagstæður um 36 milljarða í fyrra

Samkvæmt bráðabirgðatölum var útflutningur á þjónustu 332,6 milljarðar kr. á árinu 2011 en innflutningur á þjónustu 296,6 milljarðar kr. Þjónustujöfnuður við útlönd á árinu 2011 var því jákvæður um 36,0 milljarða.

Heimsmarkaðsverð á áli hefur hækkað verulega

Heimsmarkaðsverð á áli hefur hækkað verulega að undanförnu. Á málmarkaðinum í London stendur verðið nú í 2.349 dollurum á tonnið. Fyrir viku síðan var það 2.170 dollara á tonnið og hefur því hækkað um tæplega 180 dollara á þessum tíma eða um 8%.

Svona getur þú grætt á verðbréfaviðskiptum

Það eru til ýmis ráð til þess að náðum góðum árangri í verðbréfaviðskiptum. Inn á viðskiptavef Vísis má nú sjá myndbandsumfjöllun þar sem farið er yfir nokkuð góð ráð þegar kemur að verðbréfaviðskiptum.

Sjá næstu 50 fréttir