Viðskipti innlent

Vilja kaupa sorpeyðingarstöð á Suðurnesjum fyrir 1250 milljónir

Sorpeyðingarstöðin Kalka.
Sorpeyðingarstöðin Kalka.
Bandaríska fyrirtækið Triumvirate Environmental hefur lýst sig reiðubúið til að greiða allt að 10 milljónum bandaríkjadala eða jafnvirði um 1.250 milljóna íslenskra króna fyrir eignir Sorpeyðingastöðvar Suðurnesja en skuldir Sorpeyðingarstöðvar Suðurnesja í dag nema um 950 milljónum króna. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Sorpeyðingarstöðinni.

Sorpbrennslustöðin Kalka var sett í söluferli fyrir u.þ.b. tveimur árum og þá bárust tvö tilboð í stöðina en hvorugt þeirra reyndist ásættanlegt eða aðgengilegt.

Á fundi með fulltrúum eigenda Kölku síðast liðinn föstudag kynntu forsvarsmenn Triumvirate Environmental viljayfirlýsingu sína og áhuga um kaup á sorpbrennslustöðinni en fyrirtækið hyggst nýta stöðina til að brenna úrgangi frá dótturfélagi sínu í Kanada sem fellur innan þess starfsleyfis sem stöðin hefur.

Á kynningarfundinum s.l. föstudag var ákveðið að vísa erindinu til umfjöllunar og ákvörðunar sveitarfélaganna sem eiga Sorpeyðingarstöð Suðurnesja. Þetta mál er enn á frumstigi og engar frekari upplýsingar fyrirliggjandi um það fyrr en viðkomandi sveitarstjórnir hafa lokið umfjöllun sinni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×