Viðskipti innlent

Þarf að huga að fleiri leiðum í gjaldmiðlamálum

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Orri Hauksson er framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins
Orri Hauksson er framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins
Það eru þrjár leiðir fyrir Ísland í gjaldmiðlamálum í framtíðinni, segir Orri Hauksson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins. Hann segir að einn kosturinn sé að ganga í Evrópusamstarfið og taka upp evru í gegnum það samstarf, annar kosturinn sé að taka upp einhvern annan gjaldmiðil eins og kanadadollar og þriðji kosturinn sé sá að vera með krónuna áfram. Orri sagði í samtali við Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag að unnt væri að vera með miklu betri peningastjórn þótt áfram yrði haldið með krónuna.

„Það er ágætt að hafa í huga að hvað sem gjaldmiðill heitir, þá eru aldrei til neinar töfralausnir. Það þarf fyrst og fremst að taka til heima há sér," segir Orri. „Það eru mörg lönd sem hafa klúðrað því að vera með gjaldmiðla annarra ríkja á meðan önnur lönd hafa gert það vel. Hong Kong er búið að vera með fasttengingu við bandaríkjadollar í áratugi og það hefur gengið mjög vel," segir Orri. En hann bendir á að Argentína hafi líka reynt að vera með fasttengingu við annan gjaldmiðil og það hafi endað með ósköpum. Grikkland hafi verið í evrusamstarfinu en einfaldlega ekki verið samkeppnisfært við önnur ríki með sama gjaldmiðil.

Orri segir að fólk þurfi að skoða fleiri kosti í gjaldmiðlamálum heldur en að vera með krónuna eða taka evruna upp. „En þetta snýst líka um að það er svo margt sem manni finnst ganga hægt- gjalmdiðlamálum og gjaldeyrishöftum er svo oft spyrnt saman," segir Orri. Hann segist alls ekki sammála því að gjaldeyrishöft séu nauðsynleg ef það eigi að halda áfram með krónuna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×