Viðskipti innlent

WOW air flýgur til Salzburg í Austurríki

WOW air áformar áætlunarflug til Salzburg í Austurríki næsta vetur í samvinnu við tvær íslenskar ferðaskrifstofur. WOW air áætlar að hefja flug til Salzburg seinni hluta desember nk. og fljúga þangað vikulega á laugardögum fram til loka febrúar.

Salzburg er staðsett við norðurhluta Alpanna og því mjög nálægt helstu skíðasvæðum Austurríkis. Salzburg er afar fögur borg og gamli hluti hennar er á minjaskrá Unesco. Salzburg hefur ríka tónlistarhefð en þar fæddist tónskáldið Wolfgang Amadeus Mozart.

WOW air mun hefja áætlunarflug sitt í byrjun júní og verður þá flogið til 14 borga í Evrópu. Flugfloti WOW air samanstendur af tveimur Airbus A320 flugvélum sem eru 168 sæta. Vélarnar eru með auknu sætarými og fótaplássi fyrir farþega. Vélarnar eru leigðar frá félaginu Avion Express.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×