Viðskipti innlent

Skuldsettur vöxtur einkaneyslu er ósjálfbær

Framlag einkaneyslu til hagvaxtar hefur verið á bilinu 50 til 60 prósent á síðustu árum.
Framlag einkaneyslu til hagvaxtar hefur verið á bilinu 50 til 60 prósent á síðustu árum.
„Efnahagsstefna íslenskra stjórnvalda hefur á síðastliðnum þremur til fjórum árum öðrum þræði snúist um það að styðja við einkaneyslu. Það skyldi ekki endilega koma á óvart, en á árunum 2000-2010 stóð einkaneysla undir 50-60% á vergrar landsframleiðslu á Íslandi. Hins vegar er áhyggjuefni hvort þær aðgerðir sem stjórnvöld hafa gripið til í því augnamiði að fá landsmenn til að eyða peningum, séu sjálfbærar til lengri tíma." Þetta segir í nýjasta fréttabréfi Júpiters, rekstrarfélags sjóða hjá MP banka, og er þar einkum horft til þess að einkaneyslan sé að of miklu leyti tekin að láni.

Þar er meðal annars fjallað um einkaneyslu og framlag hennar til hagvaxtar í fyrra. Einkaneysla var um 823 milljarðar króna í fyrra samkvæmt tölum Seðlabanka Íslands en það nemur um 52 prósent af hagvexti miðað við að hann hafi verið um þrjú prósent í fyrra, að því er segir í fréttabréfinu.

Sjá má nýjasta fréttabréf Júpiters hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×