Fleiri fréttir

Grænar tölur beggja megin Atlantsála

Dow Jones vísitalan hækkaði um 0,61% í dag, Nasdaq hækkaði um 0,69% og S&P hækkaði um 0,34%. Þetta var því góður dagur á mörkuðum vestanhafs í dag.

Atvinnubílstjórar skipta yfir í metan

Þó nokkur fjöldi flutningabílstjóra hefur brugðist við hækkun á bensínverði með því að láta breyta vélum á bílum sínum í metanvélar eða keypt bíla með slíkar vélar. Þetta segir Ástgeir Þorsteinsson, formaður bílstjórafélagsins Frama, í samtali við Reykjavík síðdegis í dag. Hann segir ekki líkur á því að bílstjórar geti fært sig í auknu máli í rafmagnsbíla. "Ekki eins og það er í dag. Þetta eru svo fáir kílómetrar sem hægt er að aka og það held ég að gæfist ekki,“ segir Ástgeir.

Ísútrás yoyo heldur áfram

Tvær Yoyo-ísbúðir verða opnaðar á Benidorm og Alicante á Spáni fyrstu vikuna í mars. Þar í landi er lítil hefð fyrir sjálfsafgreiðslu-ísbúðum og því líklegt að sólarlandafarar taki þessari nýjung fegins hendi.

Allt vöruúrval Vínbúðanna endurskoðað

Til stendur að endurskoða allt vöruúrval áfengisverslana með hliðsjón af nýjum reglum, sem hafa orðið til þess að ÁTVR hefur hafnað áfengistegundum á borð við páskagull og motorhead rauðvín.

Icelandair Group greiðir 800 milljónir í arð

Hlutafjáreigendur í Icelandair Group munu fá greiddar samtals 800 milljónir króna í arð samkvæmt tillögu sem stjórn félagsins mun leggja fyrir aðalfund sem haldinn verður þann 23. mars næstkomandi . Um er að ræða 20,3% af hagnaði síðasta árs, en hann nam 3,93 milljörðum króna.

Ragna Árnadóttir ráðin aðstoðarforstjóri Landsvirkjunar

Ragna Árnadóttir, fyrrverandi dómsmálaráðherra, hefur verið ráðin sem aðstoðarforstjóri Landsvirkjunar. Ráðning hennar er hluti af skipulagsbreytingum fyrirtækisins. Þær fela í sér að starfsmannasvið og upplýsingasvið muni nú tilheyra skrifstofu forstjóra og vera undir stjórn Rögnu. Á skrifstofu forstjóra eru nú staðsettar allar stoðdeildir fyrirtækisins sem annast úrvinnslu sameiginlegra mála fyrirtækisins. Ragna hefur starfað sem millistjórnandi hjá Landsvirkjun um skeið.

Gunnar krefst úrskurðar fjármálaráðherra vegna deilu við FME

Lögmaður Gunnars Þ. Andersen, forstjóra Fjármálaeftirlitsins, hefur krafist þess að fjármálaráðherra úrskurði um réttarstöðu Gunnars samkvæmt lögum um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins. Þetta kemur fram í bréfi sem lögmaður Gunnars sendi Oddnýju Harðardóttir, fjármálaráðherra í gær.

Fyrirtæki fá aðgang að uppfærslum á Twitter

Fyrirtækjum stendur nú til boða að greina og rannsaka uppfærslur síðustu tveggja ára á samskiptasíðunni Twitter. Fyrirtækin geta leitað aftur til ársins 2010 og hagrætt viðskiptaáætlunum sínum út frá uppfærslunum.

IBM boðar tímamót í tækniþróun mannkyns

Talið er að vísindamenn hjá tæknifyrirtækinu IBM hafi tekið mikilvægt skref í þróun skammtatölvunnar sem er af mörgum talin hið heilaga gral vísindanna. Vísindamennirnir munu kynna niðurstöður sínar seinna í dag.

S&P: Grikkland tæknilega gjaldþrota

Lánshæfismatsfyrirtækið Standard & Poor's (S&P) hefur lækkað lánshæfi Grikklands enn meira og segir fyrirtækið að ríkissjóður Grikklands sé nú "tæknilega gjaldþrota“. Er þar meðal annars vitnað til þess kröfuhafar landsins hafi þegar samið um að gefa eftir stóran hluta skulda landsins þar sem útilokað er talið að ríkissjóður landsins geti komist á rétt kjöl, nema afskriftir komi til.

Alþjóðabankinn um Kína: Þetta gengur ekki lengur

Alþjóðabankinn segir að kínverska hagkerfið standi nú á tímamótum og þurfi að aðlaga sig að hefðbundnum frjálsum alþjóðaviðskiptum ef ekki á illa að fara. Þetta kemur fram í skýrslu sem Alþjóðabankinn hefur unnið um stöðu mála í Kína, en vitnað er til hennar í frétt á vef breska ríkisútvarpsins BBC í kvöld.

Umboðssala fyrir felgur

Dekkjasalan, að Dalshrauni 16 í Hafnarfirði, býður upp á þá þjónustu að fólk sem á dekk og eða felgur getur komið með vöruna í fyrirtækið þar sem gerður er umboðssölusamningur. Dekkjasalan auglýsir svo vöruna, selur og leggur andvirðið að frádregnum sölulaunum inn á reikning viðkomandi.

Lækkun í Evrópu en hækkun í Bandaríkjunum

Hlutabréfamarkaðir í Evrópu sýndu rauðar tölur lækkunar víðast hvar í dag. DAX 100 vísitalan fyrir hlutabréfamarkaði í Evrópu lækkaði um 0,22 prósent og Europe Dow vísitalan um 0,98 prósent.

Arsenal sýnir góðan hagnað

Enska knattspyrnufélagið Arsenal hagnaðist um 41,6 milljónir punda, eða sem nemur tæplega 9,3 milljarða króna, á seinni helmingi ársins í fyrra. Sala leikmönnum skipti sköpum fyrir reksturinn, að því er fram kemur á vef breska ríkisútvarpsins BBC.

Hækkanir og lækkanir á íslenska markaðnum

Gengi hlutabréfa í þeim félögum sem skráð eru á markað hér á landi hafa ýmist hækkað skarplega í dag eða lækkað. Gengi bréfa í Högum hefur lækkað um 1,46 prósent í dag og er gengi bréfa í félaginu nú 16,85.

SEB bankinn í Svíþjóð velur lausn frá dótturfélagi Nýherja

SEB banki í Svíþjóð hefur tekið í notkun PeTra regluvörslukerfi frá Applicon, dótturfélagi Nýherja, en kerfinu er ætlað að tryggja verklag og eftirlit með verðbréfaviðskiptum bankastarfsmanna og opinberra starfsmanna. Um 10 þúsund notendur eru nú þegar að PeTra. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Nýherja.

Forstjóri HSBC fær 561 milljón í launabónus

HSBC bankinn hagnaðist um 16,8 milljarða dala í fyrra, eða sem nemur um 2.000 milljörðum króna. Forstjóri bankans, Stuart Gulliver, fær 4,6 milljóna dala bónus vegna þessar rekstrarniðustu, eða sem nemur ríflega 560 milljónum króna.

MacBook Air valin fartölva ársins 2011

Ritstjórar tæknifréttasíðunnar Engadget hafa birt sitt val á græjum ársins 2011. Snjallsími Samsung, Galaxy Nexus, var valinn sími ársins. Þá var MacBook Air valin fartölva ársins.

Sony, HTC og LG kynna nýja snjallsíma

Nokkur tæknifyrirtæki kynntu nýjar línur af snjallsímum í dag. Á meðal þeirra eru fyrirtækin Sony, HTC og LG. Símarnir fara flestir í almenna sölu á næstu vikum og mánuðum.

Íran gjörbreytti efnahagnum með nýrri áætlun

Fyrir um einu og hálfu ári gripu stjórnvöld í Íran til róttækra efnahagaðgerða til þess að rétta við efnhag landsins, sem er viðkvæmur, þrátt fyrir miklar náttúruauðlindir. Í áætlunni fólst m.a. hækkun á orkuverði til almennings. Það hefur frá upphafi mætt mikilli andstöðu.

Fjármögnun björgunarsjóðs Evrópu ekki enn tryggð

Fjármálaráðherrar tuttugu helstu iðnríkja heims, G20, segja að nauðsynlegt sé að setja meiri pening inn í björgunarsjóð fyrir evruríkin, ef ríkustu þjóðir heimsins eigi að taka þátt í björgunaraðgerðunum. Þetta kemur fram á vefsíðu breska ríkisútvarpsins BBC.

Buffett segist vera búinn að finna eftirmann sinn

Warren Buffett, annar ríkasti maður Bandaríkjanna á eftir Bill Gates stjórnarformanni Microsoft, segist vera búinn að finn eftirmann sinn í starfi hjá fjárfestingafélaginu þar sem hann er stærsti eigandi, Berkshire Hathaway. Frá þessu greindi Wall Street Journal í dag, en Buffett hefur enn ekki staðfest hver það er sem á að taka við af honum sem starfandi stjórnarformaður.

Volkswagen skilar miklum hagnaði

Bílarisinn Volkswagen skilaði tvöfalt meiri hagnaði á síðasta ári en árið áður. Fyrirtækið hefur aldrei selt fleiri bíla á einu ári eins og í fyrra og skilaði hagnaði upp á 15,8 milljarða evra, samanborið við 7,2 milljarða árið áður. Þýski bílaframleiðandinn seldi rúmlega átta milljónir bíla á síðasta ári, sem er met. Fyrirtækið hefur tilkynnt að það muni greiða meiri arð til hluthafa vegna þessarar miklu velgengni.

Eignir bankanna komnar yfir 3.000 milljarða

Heildareignir innlánsstofnana námu 3.008 milljörðum kr. í lok janúar sl. og höfðu því hækkað um 54,5 milljarða kr. frá því í desember. Innlendar eignir námu 2.628 milljörðum .kr. og höfðu þá hækkað um 30,9 milljarða kr. frá síðasta mánuði.

Íslenska krónan fallið um fjögur prósent

Íslenska krónan hefur fallið um meira en fjögur prósent gagnvart þeim myntum sem Íslendingar versla helst með í innflutningi og útflutningi frá áramótum. Til dæmis kostaði evran um 159 krónur um áramótin, en kostaði tæpar 166 krónur í gær.

Beðið eftir samþykki bankanna

Grísk stjórnvöld hafa samþykkt áætlun um skuldbreytingu, sem felur í sér að fjármálafyrirtæki felli niður 53,5 prósent af skuldum gríska ríkisins.

Þrjú tilboð í útboð skuldabréfa á Hörpu

Þrjár innlendar lánastofnanir skiluðu í gær inn tilboði til að sjá um skuldabréfaútgáfu til að endurfjármagna lántökur vegna byggingar tónlistar- og ráðstefnuhússins Hörpu. Búist er við því að ákvörðun um við hverja þeirra verði samið liggi fyrir í lok næstu viku. Endurfjármögnuninni á að ljúka fyrir mitt þetta ár. Skuldabréfaútgáfan verður um 18,3 milljarðar króna til að hægt verði að endurgreiða sambankalán sem veitt var fyrir byggingu hússins og eigendalán sem íslenska ríkið og Reykjavíkurborg veittu eigenda þess í lok síðasta árs.

Uppsögn gæti þurft að bæta

Ekki er að merkja ný gögn eða sannleik í nýjasta bréfi stjórnar Fjármálaeftirlitsins (FME) til Gunnars Andersen, forstjóra FME, að mati Skúla Bjarnasonar, lögmanns Gunnars.

Fjörug og fjölskrúðug borg

Dublin hefur notið mikilla vinsælda hjá Íslendingum og skipuleggur ferðaskrifstofan Úrval Útsýn fjögurra daga ferð í apríl þar sem þátttakendum gefst færi á að kynnast öllu því besta sem borgin hefur upp á að bjóða.

Stöðuuppfærslur vísa á þunglynda

Þunglyndislegar stöðuuppfærslur á samskiptasíðum eins og Twitter og Facebook geta verið ágætis vísbending um andlegt ástand einstaklinganna sem þá skrifa.

Seldu í Icelandair fyrir milljarð

Þrotabú Glitnis seldi í fyrrakvöld allan hlut sinn í Icelandair Group fyrir 979 milljónir króna. Um er að ræða 3,7 prósenta hlut sem seldur var á genginu 5,37 krónur á hlut. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins keyptu tveir sjóðir í stýringu hjá Stefni, í eigu Arion banka, um þriðjung af þeim hlutum sem seldir voru.

Ríkisbankar lúti eigendastefnu

Eigendastefna ríkisins ætti að ná til fjármálafyrirtækja í eigu hins opinbera og skylda þau þannig til að upplýsa opinberlega um eignir sínar og hvaða stefnu þau hafa um sölu þeirra. Þetta segir starfshópur forsætisráðuneytisins um verklag við einkavæðingu í skýrslu sem lögð var fram á fundi ríkisstjórnarinnar í vikunni.

Breyttir skilmálar á lánum hafa ekki áhrif á rétt fólks

Þeir lántakar sem fóru í greiðsluskjól hjá umboðsmanni skuldara, fengu greiðslujöfnun, fengu lán sín fryst, fengið greiðslufrest eða aðrar skilmálabreytingar á lánum sínum eiga sama rétt og hjónin sem unnu dómsmál fyrir Hæstarétti í svokölluðum vaxtadómi í síðustu viku. Forsendan fyrir þessu er þó sú að skilmálabreytingar hafi verið gerðar á láni án þess að um vanskil hafi verið að ræða og fullnaðarkvittanir séu til staðar samkvæmt breyttum samningi. Þetta kemur fram í lögfræðiáliti sem var unnið fyrir Samtök fjármálafyrirtækja. Í álitinu er þó bent á að Hæstiréttur hafi ekki fjallað sérstaklega um þessi tilvik.

Rauðar tölur á hlutabréfamarkaði í dag

Rauðar tölur voru einkennandi hlutabréfamarkaði hér á landi í dag. Gengi bréfa í Icelandair Group lækkaði um 1,46 prósent og gengið nú 5,41. Gengi bréfa í Högum lækkaði um 0,58 prósent og er gengið nú 17,1. Þá lækkaði gengi bréfa í Össuri úm 0,27 prósent og er gengið nú 187,5.

Sjá næstu 50 fréttir