Viðskipti innlent

Mun kalla menn til ábyrgðar vegna uppsagnarinnar

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Gunnar Andersen vill vita hvort ekki verði hætt við uppsögnina.
Gunnar Andersen vill vita hvort ekki verði hætt við uppsögnina.
Gunnar Andersen vill fá svar fyrir klukkan fjögur á morgun um það hvort stjórn Fjármálaeftirlitsins muni hætta við uppsögn hans. Þetta kemur fram í bréfi sem lögmaður Gunnars, Skúli Bjarnason, sendi stjórn Fjármálaeftirlitsins í dag.

Krafa Gunnars er lögð fram eftir að fjármálaráðuneytið úrskurðaði í dag að Gunnar væri embættismaður og nyti réttinda sem slíkur samkvæmt starfsmannalögum.

Í bréfi Skúla kemur fram að réttindi Gunnars hafi verið virt að vettugi í yfirstandandi brottrekstrarferli sem hófst á föstudag fyrir viku síðan þrátt fyrir ítrekaðar kröfur og ábendingar um réttarstöðu hans.

Í bréfinu kemur fram að Gunnar líti brotin gegn sér mjög alvarlegum augum og muni kalla menn til ábyrgðar á því. Hann vilji svar frá stjórninni fyrir klukkan fjögur á morgun og muni bíða með aðgerðir þangað til.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×