Viðskipti innlent

Vöruskiptin hagstæð um 10 milljarða í janúar

Í janúarmánuði voru fluttar út vörur fyrir 47,3 milljarða króna og inn fyrir 37,2 milljarða króna. Vöruskiptin í janúar voru því hagstæð um 10,1 milljarð króna.

Þetta kemur fram á vefsíðu Hagstofunnar. Þar segir að verðmæti vöruútflutnings var 7,6% meira en í janúar í fyrra og verðmæti vöruinnflutnings var 3,7% meira á föstu gengi frá sama tíma. Í janúar 2011 voru vöruskiptin hagstæð um 8,1 milljarð króna á sama gengi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×