Fleiri fréttir

Segist ekki skulda yfir 20 milljarða: Spunameistarar beita öllum ráðum

"Við erum að sjá enn eitt dæmi þess að spunameistarar Björgólfs beita öllum ráðum í uppgjöri hans við íslenskt samfélag og ég undrast að talsmaður Björgólfs telji sig hafa upplýsingar um persónulegar ábyrgðir Róberts,“ segir Árni Harðarson, lögmaður Róberts Wessman, um fullyrðingu talsmanns Björgólfs Thors , um að Róbert skuldi persónulega yfir 20 milljarða króna. Hann vísar þessu alfarið á bug en Ragnhildur Sverrisdóttir fullyrðir þetta í viðtali við Vísi í morgun.

Landsbankinn stefnir Jóni Ólafssyni

Landsbankinn hefur stefnt Jón Ólafssyni, athafnamanni og eiganda vatnsfyrirtækisins Icelandic Glacial, vegna tæplega 420 milljóna króna sjálfskuldarábyrgðar sem hann gekkst í vegna láns til eignarhaldsfélagsins Jervistone Limited sem skráð er á Bresku Jómfrúreyjum.

S&P lækkar lánshæfiseinkunn Landsvirkjunar

Standard og Poor's hefur lækkað lánshæfiseinkunn Landsvirkjunar í kjölfar þess að fyrirtækið lækkaði lánshæfiseinkunn ríkissjóðs. Að því er fram kemur í tilkynningu hjá félaginu eru horfurnar neikvæðar hjá báðum aðilum.

Segir Wessman skulda persónulega yfir 20 milljarða króna

"Róbert Wessman hefur ákveðið að áfrýja frávísun Héraðsdóms og auðvitað er það sjálfsagður réttur hans, vilji hann halda málinu til streitu,“ segir Ragnhildur Sverrisdóttir, talsmaður Björgólfs Thors Björgólfssonar, um ákvörðun Róberts Wessman að áfrýja frávísunarúrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur frá því í gær.

Verðmæti útfluttra sjávarafurða jókst um 10%

Verðmæti útflutningsframleiðslu sjávarafurða nam rúmum 220 milljörðum króna á síðasta ári og jókst um 10% frá fyrra ári. Er þar um að ræða samtölu útflutnings og birgðabreytinga sjávarafurða. Framleiðslan mæld á föstu verði jókst um 6%. Þetta kemur fram í ritinu Útflutningur og útflutningsframleiðsla sjávarafurða 2010 sem birt er á vef Hagstofunnar. Fluttar voru út sjávarafurðir að verðmæti 220,5 milljarðar króna og jókst verðmæti þeirra milli ára um 5,7% en dróst saman í magni um 5,5%. Árið 2010 voru flutt út 632 þúsund tonn samanborið við 669 þúsund tonn árið áður. Frystar afurðir skiluðu 55% af heildarútflutningsverðmæti. Af einstökum afurðum vóg verðmæti blautverkaðs saltfisks úr þorski mest, 13,5 milljarðar króna. Af heildarútflutningi sjávarafurða fór 73% til Evrópska efnahagssvæðisins, 9,1 % til Asíu og 5,3% til Norður-Ameríku.

GreenQloud í hópi þeirra áhugaverðustu

Íslenska sprotafyrirtækið GreenQloud var nýverið valið eitt af áhugaverðustu umhverfistæknifyrirtækjum heims af hinu heimsþekkta ráðgjafar- og greiningarfyrirtæki Gartner.

Geithner vill Strauss-Kahn strax úr embætti

Timothy Geithner fjármálaráðherra Bandaríkjanna segir að Dominique Strauss-Kahn sé í engri stöðu til þess að gegna forstjóraembættinu hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum og að stjórn sjóðins eigi strax að ráða annan forstjóra tímabundið.

Google sækir sér fé

Bandaríska netfyrirtækið Google ætlar að sækja sér þrjá milljarða dala, jafnvirði 350 milljarða króna, með skuldabréfaútboði. Þetta er fyrsta skuldabréfaútboð fyrirtækisins.

Sex fengu styrk úr sjóði

Sex íþróttakonur á aldrinum 14 til 18 ára hafa fengið hálfrar milljónar króna styrk hver úr Afrekskvennasjóði Íslandsbanka og Íþróttasambands Íslands (ÍSÍ). Allar eru sagðar framúrskarandi efnilegar íþróttakonur.

Ísland færist skör neðar í mælingu á samkeppnishæfni

Ísland fellur um eitt sæti í samanburði svissneska viðskiptaskólans IMD á samkeppnishæfni þjóða. Í fyrra var Ísland í 30. sæti en er nú í 31. sæti, fjarri þeim löndum sem Íslendingar hafa helst viljað miða sig við.

PFS segir Vodafone tefja fyrir 4G-tækni

Tíðnileyfi Vodafone, sem á og rekur sjónvarpsþjónustuna Digital Ísland og dreifir sjónvarpsefni um örbylgju, rennur út í júlí. Viðræður standa yfir um endurúthlutun á tíðnisviðinu.

Hanna Birna: Meirihlutinn ræður ekki við þetta stóra verkefni

Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins segja að rúmlega 14 milljarða rekstrarafgangur borgarsjóðs fyrir árið 2010 endurspegli góðan rekstrarárangur sem byggi á síðustu fjárhagsáætlun og vinnu fyrri meirihluta undir forystu Sjálfstæðisflokksins.

Wessman mun áfrýja - óttast að Novator fari í þrot á meðan

„ Þetta er náttúrulega engin efnisdómur um kröfuna og verður úrskurðinum áfrýjað til Hæstaréttar,“ segir lögmaður Róberts Wessman, Árni Harðarson, um frávísunarúrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur sem féll í dag. Róbert höfðaði mál gegn félögum Björgólfs Thors Björgólfssonar, Novator Pharma Holding, sem er skrásett á Tortóla, og Novator Pharma í ágúst á síðasta ári.

Tæpir fjórtán milljarðar í afgang hjá borginni

Afkoma borgarsjóðs á síðasta ári var mun betri en áætlanir gerðu ráð fyrir. Ársreikningur borgarinnar var lagður fram á borgarstjórnarfundi í dag. Í tilkynningu frá borginni segir að viðsnúningurinn sé umtalsverður en rekstrarniðurstaða samstæðu Reykjavíkurborgar, A- og B- hluta, er jákvæð um 13.7 milljarða.

S&P: Ísland af athugunarlista en horfur áfram neikvæðar

Matsfyrirtækið Standard & Poor´s staðfesti í dag óbreytta lánshæfiseinkunn fyrir skuldbindingar Ríkissjóðs Íslands í erlendum gjaldeyri. Einkunn fyrir innlendar skuldbindingar var hins vegar lækkuð um eitt hak, í BBB- úr BBB.

Flogið til Washington út árið

Icelandair hefur í dag áætlunarflug til Washington, höfuðborgar Bandaríkjanna. Flugáætlunin til borgarinnar hefur verið framlengd út árið og 70 flugum bætt við yfir haust- og vetrarmánuðina, að því er fram kemur í tilkynningu frá Icelandair.

Lánshæfi Íslands í ruslflokki næstu tvö árin

Paul Rawkins forstjóri matsfyrirtækisins Fitch Ratings segir að lánshæfismat Íslands gæti haldist í ruslflokki hjá fyrirtækinu allt að næstu tveimur árum. Þetta kemur fram í svari Rawkins við fyrirspurn frá Bloomberg fréttaveitunni.

Áfram uppsveifla á fasteignamarkaðinum

Ekkert lát er á uppsveiflunni á fasteignamarkaðinum. Þannig var alls 87 kaupsamningum um fasteignir þinglýst á höfuðborgarsvæðinu í síðustu viku.

Fylgjast grannt með íslensku efnahagslífi

Fjölmiðlar á Norðurlöndum og Bretlandi fylgjast enn grannt með íslensku efnahagslífi. Þannig greindu margir þeirra frá því að matsfyrirtækið Fitch Ratings breytti horfum sínum fyrir lánshæfi Íslands úr neikvæðum í stöðugar.

Eignir bandarísku forsetahjónanna 1,7 milljarðar

Samkvæmt fjárhagsyfirliti Barack Obama Bandaríkjaforseta og eiginkonu hans Michelle liggur sparnaður þeirra aðallega í bandarískum ríkisskuldabréfum. Yfirlitið var birt í gærdag og nær yfir síðasta ár.

Fitch breytir horfum úr neikvæðum í stöðugar

Matsfyrirtækið Fitch Ratings hefur staðfest lánshæfi Íslands til langs tíma er það BB+ eins og verið hefur. Fyrirtækið telur hinsvegar að horfur til langs tíma séu nú stöðugar en þær voru áður metnar neikvæðar. Matið er það fyrsta sem kemur frá Fitch eftir að Íslendingar felldu Icesave samninginn í þjóðaratkvæðagreiðslu.

Samið við bankamenn

Samtök starfsmanna fjármálafyrirtækja og Samtök Atvinnulífsins undirrituðu kjarasamninga í hádeginu í dag. Samningurinn er í takti við það sem samið var um á milli SA og ASÍ á dögunum. Rúmlega fjögur þúsund manns eru í Samtökum starfsmanna fjármálafyrirtækja.

BankNordik vill kaupa hluta af Amagerbanken

BankNordik, áður Færeyjabanki, hefur boðið í hluta af starfsemi hins gjaldþrota banka Amagerbanken í Danmörku. Bankasýsla Danmerkur hefur sett hluta af þrotabúinu til sölu.

Hagnaður Magma var milljarður á fyrsta ársfjórðungi

Magma Energy eigandi HS Orku skilaði 9 milljón dollara, eða um eins milljarðs króna, hagnaði á fyrsta ársfjórðungi ársins. Þetta er mun meiri hagnaður en á sama tímabili í fyrra þegar hann nam 142 þúsund dollurum.

Irving Oil skoðar aftur olíurekstur hér

Forsvarsmenn kanadíska olíufyrirtækisins Irving Oil eru staddir hér á landi. Eftir því sem næst verður komist er tilgangur heimsóknarinnar að funda með stjórnendum íslenskra olíufélaga og kynnast rekstri þeirra. Ekki er talið útilokað að þeir kaupi N1 eða Skeljung en bæði fyrirtækin eru í skyldum rekstri og Irving Oil í Kanada.

Borga með eignarhlut Auðar í Tali

Fjárfestirinn Kjartan Örn Ólafsson og Auður I, fagfjárfestingarsjóður á vegum Auðar Capital, hafa gert tilboð í tíu prósenta hlut í eignarhaldsfélagi Vodafone. Stjórn Eignarhaldsfélags Fjarskipta, eigenda Vodafone, hefur samþykkt tilboðið. Fyrirvari er um samþykki Samkeppniseftirlitsins og niðurstöðu áreiðanleikakönnunar.

Metanbílar ýta undir sölutölur í flokki lúxusbifreiða

Sala lúxusbíla hefur þrefaldast milli ára að því er fram kemur í tölum Umferðarstofu um sölu nýrra bíla fyrstu fjóra mánuði ársins. Þá má sjá að heildarsala fólksbíla hefur meira en tvöfaldast þegar bornir eru saman mánuðirnir janúar til apríl árin 2010 og 2011.

Sérstakur saksóknari með milljón tölvupósta í Kaupþingsrannsókn

Ef rannsóknir Sérstaks saksóknara dragast fram úr hófi, kann það að leiða til refsilækkunar eða frestunar á fullnustu refsingar, komi til ákæru og sakfellingar. Embættið fékk milljón tölvupósta sem nýtast munu við Kaupþingsrannsókn en engar grunsemdir eru um að gögnum hafi verið fargað þótt embættið hafi fengið þau seint og um síðir.

Íbúðalánasjóður mun undirbúa óverðtryggð lán

Sigurður Erlingsson, framkvæmdastjóri Íbúðalánasjóðs, segir að sér lítist vel á hugmyndir þess efnis að Íbúðalánasjóður bjóði óverðtryggð lán í framtíðinni. Hann segir málið krefjast mikils undirbúnings.

DV tapaði 53 milljónum

DV birtir í dag fjárhagslegt uppgjör sitt fyrir árið 2010 en nýir eigendur tóku við rekstri blaðsins þann 1.apríl á síðasta ári. Sala tímabilsins var 286 milljónir króna og var EBIDTA tap á sama tíma upp á 36 milljónir.

1.500 fyrirtæki stefna í þrot

Gert er ráð fyrir að rúmlega 1.500 lítil og meðalstór fyrirtæki stefni í gjaldþrot.Rúmlega 500 fyrirtæki eru enn í skoðun vegna skuldaúrvinnslu.

Launakjör ekki verið verri frá 2002

Íslenska gámafélagið og Vinnuföt eru fyrirtæki ársins, samkvæmt niðurstöðum könnunar VR. Þetta er annað árið í röð sem Íslenska gámafélagið ber af í hópi stærri fyrirtækja. Bæði fyrirtækin fengu hæstu einkunn í flokknum Ánægja og stolt.

Umsvif aukast nokkuð hjá Íbúðalánasjóði

Starfsmönnum hefur fjölgað töluvert hjá Íbúðalánasjóði (ÍLS) á síðustu mánuðum til að bregðast við auknum umsvifum sjóðsins. Búist er við um níu þúsund umsóknum til hans um hina svokölluðu 110 prósenta leið auk þess sem fjöldi eigna í eigu hans hefur aukist mikið.

Sjá næstu 50 fréttir