Viðskipti innlent

Borga með eignarhlut Auðar í Tali

allt í farsímanum Gangi allt eftir gætu viðskiptavinir Tals færst yfir til Vodafone á næstu mánuðum.
allt í farsímanum Gangi allt eftir gætu viðskiptavinir Tals færst yfir til Vodafone á næstu mánuðum.
Fjárfestirinn Kjartan Örn Ólafsson og Auður I, fagfjárfestingarsjóður á vegum Auðar Capital, hafa gert tilboð í tíu prósenta hlut í eignarhaldsfélagi Vodafone. Stjórn Eignarhaldsfélags Fjarskipta, eigenda Vodafone, hefur samþykkt tilboðið. Fyrirvari er um samþykki Samkeppniseftirlitsins og niðurstöðu áreiðanleikakönnunar.

Framtakssjóðurinn, sem er í eigu sextán lífeyrissjóða, á um áttatíu prósenta hlut í Vodafone.

Kaupin fela í sér að hlutur sjóðs Auðar í Tali er lagður fram sem greiðsla og er stefnt á að félögin renni saman. Sjóðurinn keypti Tal í júní í fyrra og eignaðist Kjartan fimm prósenta hlut í fjarskiptafyrirtækinu um svipað leyti.

Sjóður Auðar Capital greiddi 594 milljónir króna fyrir Tal á sínum tíma. Talið er að heildarverðmæti Vodafone sé á bilinu átta til tólf milljarðar króna, fjór- til sexfaldur rekstrarhagnaður síðasta árs. Miðað við það er verðmæti tíu prósenta hlutar á milli átta hundruð milljónir til 1,2 milljarðar króna. Eftir því sem næst verður komist vegur viðskiptavild þar sem upp á vantar, sem eru viðskiptavinir Tals sem fara til Vodafone verði af sameiningu.- jab






Fleiri fréttir

Sjá meira


×