Viðskipti innlent

BankNordik vill kaupa hluta af Amagerbanken

BankNordik, áður Færeyjabanki, hefur boðið í hluta af starfsemi hins gjaldþrota banka Amagerbanken í Danmörku. Bankasýsla Danmerkur hefur sett hluta af þrotabúinu til sölu.

BankNordik er skráður í Kauphöllina á Íslandi og í tilkynningu þangað um málið segir að fyrirhuguð kaup á starfsemi Amagerbanken séu hluti af áætlun BankNordik um að útvíkka starfsemina á Norðurlöndunum.

Fram kemur að kaup BankNorik yrðu fjármögnuð með tiltæku fjármagni í bankanum ásamt því að eiginfjárgrunnur bankans verður stækkaður. Á bankinn í viðræðum við fagfjárfesta um aðkomu þeirra að kaupunum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×