Kreppan vægari ef Ísland hefði verið aðili að evrusvæðinu Hafsteinn Hauksson skrifar 16. maí 2011 12:05 Már Guðmundsson. Fjármálakreppan á Íslandi hefði síður verið alvarleg ef Ísland hefði verið aðili að evrusvæðinu. Þetta segir seðlabankastjóri, sem þó gagnrýndi regluverk Evrópu í erindi sínu í Englandsbanka. Már Guðmundsson, seðlabankastjóri, heimsótti lánshæfismatsfyrirtæki og banka í Lundúnum fyrir helgi. Þá átti hann einnig fund með Mervyn King, seðlabankastjóra Bretlands, og hélt þar að auki erindi um íslenska hrunið í Englandsbanka á föstudag, en það er seðlabanki landsins. Í efnisatriðum erindisins kemur fram gagnrýni Más á lausatök í ríkisfjármálum Íslands í aðdraganda hrunsins, en þau hafi leitt til þess að of mikið hafi mætt á peningastefnunni. Það hafi orsakað mikinn vaxtamun við útlönd, sem síðan hafi orsakað mikið innflæði fjármagns og ofhitnun í hagkerfinu. Seðlabankastjórinn fjallaði jafnframt um þá ákvörðun hins opinbera að ábyrgjast ekki alla starfsemi íslensku bankana. Þeir hafi verið of stórir til að bjarga þeim, og tilraunir til þess hefðu leitt til stórslyss. Hann fjallaði einnig um samskipti Íslands við aðrar þjóðir þegar kom að því að bregðast við kreppunni, og kallar þau ruglingsleg og jafnvel fjandsamleg. Til dæmis hafi brunaútsala á góðum eignum bankanna leitt til þess að heimtur kröfuhafa verði verri, auk þess sem bresk yfirvöld hafi fellt Kaupþing með því að frysta eignir bankans. Már fjallaði einnig um lærdóminn af íslenska hruninu. Hann sagði að fljótandi gengi sjálfstæðs gjaldmiðils hafi bæði verið hluti af vandanum og lausninni við það. Hann segir þó að aðild að evrusvæðinu hefði komið í veg fyrir gjaldeyrisvandræði landsins og bankakreppan hefði þannig síður verið alvarleg, þó hún sé engin töfralausn. Már gagnrýndi engu að síður Evrópska fjármálaregluverkið, sagði það gallað, og sérstaklega áhættusamt fyrir lítil lönd með aðra gjaldmiðla en Evruna. Í framtíðinni þurfi að færa eftirlit, innstæðutryggingar og viðbragðsáætlanir í hendur Evrópusambandsins að meira leyti en nú er. Mest lesið Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Viðskipti innlent Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfan sig í gjafavali Atvinnulíf Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Neytendur Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Viðskipti innlent Rukkaðar fyrir sætin: Blöskrar græðgi vertsins, sem segir gjaldið sjálfsagt Neytendur Allir héldu stjörnunni og Óx fékk eina græna til Viðskipti innlent Efast um að veitingamenn óttist að styggja embættismenn Viðskipti innlent Eldsneytisverð lækkar um tæplega hundrað krónur á nýju ári Neytendur Fleiri fréttir Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Sjá meira
Fjármálakreppan á Íslandi hefði síður verið alvarleg ef Ísland hefði verið aðili að evrusvæðinu. Þetta segir seðlabankastjóri, sem þó gagnrýndi regluverk Evrópu í erindi sínu í Englandsbanka. Már Guðmundsson, seðlabankastjóri, heimsótti lánshæfismatsfyrirtæki og banka í Lundúnum fyrir helgi. Þá átti hann einnig fund með Mervyn King, seðlabankastjóra Bretlands, og hélt þar að auki erindi um íslenska hrunið í Englandsbanka á föstudag, en það er seðlabanki landsins. Í efnisatriðum erindisins kemur fram gagnrýni Más á lausatök í ríkisfjármálum Íslands í aðdraganda hrunsins, en þau hafi leitt til þess að of mikið hafi mætt á peningastefnunni. Það hafi orsakað mikinn vaxtamun við útlönd, sem síðan hafi orsakað mikið innflæði fjármagns og ofhitnun í hagkerfinu. Seðlabankastjórinn fjallaði jafnframt um þá ákvörðun hins opinbera að ábyrgjast ekki alla starfsemi íslensku bankana. Þeir hafi verið of stórir til að bjarga þeim, og tilraunir til þess hefðu leitt til stórslyss. Hann fjallaði einnig um samskipti Íslands við aðrar þjóðir þegar kom að því að bregðast við kreppunni, og kallar þau ruglingsleg og jafnvel fjandsamleg. Til dæmis hafi brunaútsala á góðum eignum bankanna leitt til þess að heimtur kröfuhafa verði verri, auk þess sem bresk yfirvöld hafi fellt Kaupþing með því að frysta eignir bankans. Már fjallaði einnig um lærdóminn af íslenska hruninu. Hann sagði að fljótandi gengi sjálfstæðs gjaldmiðils hafi bæði verið hluti af vandanum og lausninni við það. Hann segir þó að aðild að evrusvæðinu hefði komið í veg fyrir gjaldeyrisvandræði landsins og bankakreppan hefði þannig síður verið alvarleg, þó hún sé engin töfralausn. Már gagnrýndi engu að síður Evrópska fjármálaregluverkið, sagði það gallað, og sérstaklega áhættusamt fyrir lítil lönd með aðra gjaldmiðla en Evruna. Í framtíðinni þurfi að færa eftirlit, innstæðutryggingar og viðbragðsáætlanir í hendur Evrópusambandsins að meira leyti en nú er.
Mest lesið Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Viðskipti innlent Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfan sig í gjafavali Atvinnulíf Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Neytendur Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Viðskipti innlent Rukkaðar fyrir sætin: Blöskrar græðgi vertsins, sem segir gjaldið sjálfsagt Neytendur Allir héldu stjörnunni og Óx fékk eina græna til Viðskipti innlent Efast um að veitingamenn óttist að styggja embættismenn Viðskipti innlent Eldsneytisverð lækkar um tæplega hundrað krónur á nýju ári Neytendur Fleiri fréttir Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Sjá meira