Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Agnar Már Másson skrifar 17. desember 2025 17:25 Höfuðstöðvar NiceAir verða í Dusseldorf, að sögn Martins Michael forstóra, sem vann fyrir gamla NiceAir. Hann segist gjarnan hafa verið fenginn inn sem „slökkviliðsmaður“ til flugfélaga. Endurreist NiceAir hefur flugtak í febrúar til þess að kanna áhugann á flugferðum milli Akureyrar og Kaupmannahafnar. Félagið verður rekið með öðrum hætti en fyrirrennari sinn. Höfuðstöðvar þess verða í Þýskalandi. Byrjunarverð á miða fram og til baka verður 400 evrur, eða tæplega 60 þúsund krónur. Flugfélagið NiceAir tekur aftur á loft frá Akureyri í febrúar, nú í breyttri mynd frá því sem gamla félagið var, en hið norðlenska NiceAir lagði upp laupana árið 2023 eftir aðeins tíu mánaða rekstur. EasyJet greip gæsina og býður nú upp á flug frá Akureyri til Bretlands. Martin Michael, fyrrverandi framkvæmdastjóri gamla NiceAir, hyggst nú endurreisa félagið. Hann segir í samtali við Vísi að fyrstu flugferðir félagsins verði 19. og 22. febrúar milli Akureyrar og Kaupmannahafnar. Þetta sé hugsað sem framlengd helgarferð frá fimmtudegi til sunnudags. Michael segir að eftir þessi flug verði árangur metinn og ákvörðun síðan tekin um framhald yfir sumarið. Miðasala hefst í nótt á vef NiceAir og á helstu bókunarsíðum, að sögn forstjórans. „Byrjunarverðið er 400 evrur fyrir miða fram og til baka með sköttum og gjöldum,“ útskýrir Michael aðspurður, sem tekur þó fram að verðlagning verði breytileg (dýnamísk) eins og gengur og gerist í flugbransanum. Blendingslíkan Michael hélt í gær blaðamannafund þar sem hann fór yfir sína sýn fyrir félagið. Reyndar þurfti að fresta blaðamannafundinum um nokkra þrjá tíma vegna seinkanna hjá EasyJet, að sögn Michael. Nýja Niceair er nokkuð frábrugðið hefðbundnum flugfélögum í því að félagið rekur í raun ekki þotu í sínum litum, heldur útskýrir Michael að félagið starfi sem stafrænt blendingsflugfélag (eða „hybrid virtual carrier“ svo orðrétt sé haft eftir viðmælandanum). Félagið leigi í raun vélar af samstarfsaðila sínum, danska félaginu Airseven, eftir þörf og eftirspurn. Þannig geti NiceAir skipulagt ferð með einni flugvél frá A til B, og svo kannski annarri frá B til A, allt eftir eftirspurn. Þannig mætti reka minni flugvél á lágannatíma, en stærri á háannatíma. „Það er grundvallarmunurinn á því sem gamla Niceair var, þar sem maður hafði eina flugvél með einni stærð og einum sætafjölda.“ Gamla Niceair hafði reyndar ekki heldur flugrekstrarleyfi en samdi við portúgölsku flugvélaleiguna Hi Fly um eina vél. Flugvélin sem verður notuð í febrúar er Boeing 737-800 með 189 sætum. „Slökkviliðsmaður“ Michael hefur lengi unnið í fluggeiranum en hann lýsir sér sem „slökkviliðsmanni“ sem hafi undanfarin ár verið fenginn að leysa vandamál hjá flugfélögum. Michael kom að gamla Niceair þegar ljóst var að ekki væri hægt að fljúga til Bretlands vegna Brexit-reglna, en flugvél félagsins var þá skráð á Möltu. Hann segir að hlutverk sitt hafi að finna nýja markaði í þýskumælandi löndum og Benelúxlöndunum, þ.e. Belgíu, Hollandi og Lúxemborg. En það hafi ekki gengið eftir þar sem félagið hafi verið of seint í skipulagningu fyrir evrópska markaðinn. Höfuðstöðvar í Þýskalandi Í bili er aðeins flogið til Kaupmannahafnar í febrúar, en Michael segir að nýja Niceair muni ekki aðeins einblína á Akureyri og Kaupmannahöfn, heldur starfa víða í heiminum. Félagið eigi í viðræðum um flugleiðir utan Íslands, t.d. frá Þýskalandi til Spánar eða Grikklands. Hann telur þó vörumerkið „Niceair“ vera sterkt og alþjóðlegt. Starfstöðvar félagsins verða í Dusseldorf í Þýskalandi. Ekki sé útilokað að starfsstöð verði opnuð á Akureyri í framtíðinni, en það er ólíklegt á fyrsta ári. Fréttir af flugi Akureyrarflugvöllur Akureyri Danmörk Þýskaland Niceair Neytendur Mest lesið Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Alvotech Viðskipti innlent „Svolítið blind á það hversu mikið forréttindafólk við erum“ Atvinnulíf Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Viðskipti innlent Hvetur eigendur Tesla til að fylgjast með bilunum Neytendur Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Viðskipti innlent Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Viðskipti innlent Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Viðskipti innlent Kemur frá Icelandair til Varðar Viðskipti innlent Krambúðin lækkar verð: 200 vörur á Prísverði Samstarf Fleiri fréttir Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Sjá meira
Flugfélagið NiceAir tekur aftur á loft frá Akureyri í febrúar, nú í breyttri mynd frá því sem gamla félagið var, en hið norðlenska NiceAir lagði upp laupana árið 2023 eftir aðeins tíu mánaða rekstur. EasyJet greip gæsina og býður nú upp á flug frá Akureyri til Bretlands. Martin Michael, fyrrverandi framkvæmdastjóri gamla NiceAir, hyggst nú endurreisa félagið. Hann segir í samtali við Vísi að fyrstu flugferðir félagsins verði 19. og 22. febrúar milli Akureyrar og Kaupmannahafnar. Þetta sé hugsað sem framlengd helgarferð frá fimmtudegi til sunnudags. Michael segir að eftir þessi flug verði árangur metinn og ákvörðun síðan tekin um framhald yfir sumarið. Miðasala hefst í nótt á vef NiceAir og á helstu bókunarsíðum, að sögn forstjórans. „Byrjunarverðið er 400 evrur fyrir miða fram og til baka með sköttum og gjöldum,“ útskýrir Michael aðspurður, sem tekur þó fram að verðlagning verði breytileg (dýnamísk) eins og gengur og gerist í flugbransanum. Blendingslíkan Michael hélt í gær blaðamannafund þar sem hann fór yfir sína sýn fyrir félagið. Reyndar þurfti að fresta blaðamannafundinum um nokkra þrjá tíma vegna seinkanna hjá EasyJet, að sögn Michael. Nýja Niceair er nokkuð frábrugðið hefðbundnum flugfélögum í því að félagið rekur í raun ekki þotu í sínum litum, heldur útskýrir Michael að félagið starfi sem stafrænt blendingsflugfélag (eða „hybrid virtual carrier“ svo orðrétt sé haft eftir viðmælandanum). Félagið leigi í raun vélar af samstarfsaðila sínum, danska félaginu Airseven, eftir þörf og eftirspurn. Þannig geti NiceAir skipulagt ferð með einni flugvél frá A til B, og svo kannski annarri frá B til A, allt eftir eftirspurn. Þannig mætti reka minni flugvél á lágannatíma, en stærri á háannatíma. „Það er grundvallarmunurinn á því sem gamla Niceair var, þar sem maður hafði eina flugvél með einni stærð og einum sætafjölda.“ Gamla Niceair hafði reyndar ekki heldur flugrekstrarleyfi en samdi við portúgölsku flugvélaleiguna Hi Fly um eina vél. Flugvélin sem verður notuð í febrúar er Boeing 737-800 með 189 sætum. „Slökkviliðsmaður“ Michael hefur lengi unnið í fluggeiranum en hann lýsir sér sem „slökkviliðsmanni“ sem hafi undanfarin ár verið fenginn að leysa vandamál hjá flugfélögum. Michael kom að gamla Niceair þegar ljóst var að ekki væri hægt að fljúga til Bretlands vegna Brexit-reglna, en flugvél félagsins var þá skráð á Möltu. Hann segir að hlutverk sitt hafi að finna nýja markaði í þýskumælandi löndum og Benelúxlöndunum, þ.e. Belgíu, Hollandi og Lúxemborg. En það hafi ekki gengið eftir þar sem félagið hafi verið of seint í skipulagningu fyrir evrópska markaðinn. Höfuðstöðvar í Þýskalandi Í bili er aðeins flogið til Kaupmannahafnar í febrúar, en Michael segir að nýja Niceair muni ekki aðeins einblína á Akureyri og Kaupmannahöfn, heldur starfa víða í heiminum. Félagið eigi í viðræðum um flugleiðir utan Íslands, t.d. frá Þýskalandi til Spánar eða Grikklands. Hann telur þó vörumerkið „Niceair“ vera sterkt og alþjóðlegt. Starfstöðvar félagsins verða í Dusseldorf í Þýskalandi. Ekki sé útilokað að starfsstöð verði opnuð á Akureyri í framtíðinni, en það er ólíklegt á fyrsta ári.
Fréttir af flugi Akureyrarflugvöllur Akureyri Danmörk Þýskaland Niceair Neytendur Mest lesið Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Alvotech Viðskipti innlent „Svolítið blind á það hversu mikið forréttindafólk við erum“ Atvinnulíf Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Viðskipti innlent Hvetur eigendur Tesla til að fylgjast með bilunum Neytendur Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Viðskipti innlent Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Viðskipti innlent Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Viðskipti innlent Kemur frá Icelandair til Varðar Viðskipti innlent Krambúðin lækkar verð: 200 vörur á Prísverði Samstarf Fleiri fréttir Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Sjá meira