Viðskipti innlent

Skuldir 2000 fyrirtækja hafa verið endurskipulagðar

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Árni Páll Árnason, efnahags- og viðskiptaráðherra, kynnti stöðu mála í dag.
Árni Páll Árnason, efnahags- og viðskiptaráðherra, kynnti stöðu mála í dag.
Tæplega 2000, lítil eða meðalstór fyrirtæki, hafa þegar fengið endurskipulagningu skulda sinna. Þetta kom fram í máli Árna Páls Árnasonar, efnahags- og viðskiptaráðherra á blaðamannafundi í dag.

Árni Páll segir að tæplega 2000 af 6000 fyrirtækjum sem falla undir samkomulag um skuldaúrvinnslu lítilla og meðalstórra fyrirtækja séu ekki í greiðsluvanda og þurfi ekki aðstoð. Um 1500 þeirra muni að líkindum fara í þrot, eins og Fréttablaðið greindi raunar frá í dag. Um er að ræða fyrirtæki sem skulda á bilinu 10 - 1000 milljónir króna. Til stendur að ljúka við endurskipulagningu skulda þessara fyrirtækja fyrir júnílok.

Fjármálafyrirtæki hafa einnig boðið skuldaaðlögun fyrir fyrirtæki sem skulda meira en 1000 milljónir króna. Viðskitparáðherra segir að aukinn kraftur sé í þeirri vinnu og til standi að ljúka þeirri vinnu að langmestu leyti fyrir árslok. Efnahags- og viðskiptaráðuneytið og eftirlitsstofnanir munu ganga á eftir því að þau markmið náist.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×