Viðskipti innlent

DV tapaði 53 milljónum

Reynir Traustason, ritstjóri DV.
Reynir Traustason, ritstjóri DV.
DV birtir í dag fjárhagslegt uppgjör sitt fyrir árið 2010 en nýir eigendur tóku við rekstri blaðsins þann 1.apríl á síðasta ári. Sala tímabilsins var 286 milljónir króna og var EBIDTA tap á sama tíma upp á 36 milljónir.

Heildartap félagsins var 53 milljónir en í tilkynningu frá félaginu segir að inni í því sé 8 milljóna króna niðurfærsla á viðskiptavild sem myndaðist við kaupin og 9 milljónir króna í niðurfærðum viðskiptakröfum. Lilja Skaftadóttir stjórnarformaður segir blaðið hafa náð frábærum árangri í sölu nýrra áskrifta og treyst þannig mjög eina af þremur tekjustoðum blaðsins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×