Algert hrun varð í kauphöllinni í Tókýó í nótt vegna ástandsins í Japan. Nikkei vísitalan féll um rúmlega 14% eftir að hafa fallið um rúm 6% í gær.
Þetta hrun í kauphöllinni í Tókýó smitaði svo út frá sér á aðra markaði í Asíu sem allir enduðu daginn í mínus.
Samkvæmt frétt um málið á BBC er um að ræða mesta hrap í kauphöllinni í Tókýó síðan árið 1970. Þrátt fyrir hrapið segir Kaoru Yosano efnahagsmálaráðherra Japans að mikilvægt sé að halda mörkuðum í landinu opnum.
Algert hrun í kauphöllinni í Tókýó
