Fleiri fréttir

ÍLS lækkar vexti á íbúðalánum

Íbúðalánasjóður (ÍLS) hefur ákveðið að lækka vexti á íbúðalánum sínum. Útlánavextir íbúðalána með uppgreiðsluákvæði verða 4,40% og 4,90% á íbúðalán án uppgreiðsluákvæðis. Þessi vextir voru áður 4,5% og 5%.

Hlutbréf Össurar hf. út úr og svo aftur inn í Kauphöllina

Kauphöllin hefur samþykkt beiðni Össurar hf. um töku hlutabréfa félagsins úr viðskiptum. Hlutabréfin verða tekin úr viðskiptum í Kauphöllinni við lok viðskipta þann 25. mars, 2011. Hlutabréfin verða svo aftur tekin til viðskipta í Kauphöllinni að eigin frumkvæði hennar þann 28. mars eins og heimilt er í lögum.

Spáir óbreyttum stýrivöxtum í mars

Greining Íslandsbanka reiknar með því að Peningastefnunefnd Seðlabankans ákveði að halda stýrivöxtum sínum óbreyttum á næsta vaxtaákvörðunarfundi sínum sem er 16. mars næstkomandi. Verða vextir á viðskiptareikningum innlánsstofnana og hámarksvextir innistæðubréfa því áfram 3,25% og 4,0% hvorir um sig, vextir á lánum gegn veði til sjö daga 4,25% og daglánavextir 5,25%.

Fresta birtingu á áætlun um afnám gjaldeyrishaftanna

Birtingu á áætlun um afnám gjaldeyrishaftanna hefur verið frestað fram til 25. mars n.k. Þetta kemur fram í tilkynningu frá efnahags- og viðskiptaráðuneytinu. Til stóð að birta þessa áætlun í dag, föstudag.

Laun hækkuðu um 0,7% milli ársfjórðunga

Samkvæmt vísitölu launa voru regluleg laun að meðaltali 0,7% hærri á fjórða ársfjórðungi 2010 en í ársfjórðungnum á undan. Á sama tímabili hækkuðu laun á almennum vinnumarkaði um 0,8% en laun opinberra starfsmanna hækkuðu um 0,5% að meðaltali.

Raunávöxtun 4,1% hjá Lífeyrissjóði bænda í fyrra

Hrein eign til greiðslu lífeyris hjá Lífeyrissjóði bænda nam 22.6 milljörðum kr. í árslok 2010 og hækkaði um 4,3% frá fyrra ári. Nafnávöxtun var 7,1% og raunávöxtun nam 4,4%. Hrein raunávöxtun nam 4,1% á árinu 2010 en hún var 0,6% 2009.

Vilja nýjan gjaldmiðil til að losna undan höftunum

Til að losna við gjaldeyrishöft að fullu þurfa Íslendingar væntanlega að taka upp annan gjaldmiðil, að mati Helga Magnússonar, formanns Samtaka iðnaðarins (SI). Það telur hann undirstrika mikilvægi þess að Íslendingar freisti þess af fullu afli að ná viðunandi samningum við Evrópusambandið. Þetta kom fram í ræðu Helga á Iðnþingi í gær.

Bakkavör lokar matvinnslufyrirtæki í Bretlandi

Yfir hundrað manns munu missa vinnu sína í Lincolnshire í Bretlandi þar sem Bakkavöru hefur ákveðið að loka Exotic Farm Produce, einu af matvinnslufyrirtækjum sínum sem þar er staðsett. Exotic Farm Produce sérhæfir sig í pökkun og sölu á grænmeti.

Verulega dregur úr taprekstri Reita II

Tap Reita II ehf. (áður Landsafls ehf.) á árinu 2010 nam 627 milljónum króna samanborið við 4.450 milljón króna tap á árinu áður.

Hafa ekki verið lægri í tvö ár

Peningastefnunefnd Englandsbanka, seðlabanka Bretlands, tilkynnti í gær að stýrivöxtum yrði haldið í 0,5 prósentum. Vaxtastig hefur nú haldist óbreytt þar í landi í tvö ár. Þetta var í takti við væntingar. Breska dagblaðið Guardian segir vaxtastig kunna að hækka þegar líður á árið, ekki síst þar sem aukinn þrýstingur sé á vaxtahækkun innan

"Delete að lestri loknum“

Forstjóri Greiðslumiðlunar VISA-Ísland fór fram á það við bankastjóra Landsbanka Íslands að bankinn aðstoðaði við að beita stóra viðskiptavini VISA þrýstingi til að þeir samþykktu hærri gjöld frá kortafyrirtækinu.

Edge-reikningarnir kosta Breta 213 til 307 milljarða

Tryggingasjóður innstæðueigenda í Bretlandi (FSCS) áætlar að kostnaður hans vegna Edge-reikninga Kaupþings Singer & Friedlander (KSF), dótturbanka Kaupþings, og annarra innstæðna bankans verði á bilinu 213 til 307 milljarðar kr. þegar að eignir verði að fullu búnar að ganga upp í þann kostnað.

20% aukning á nýskráninum léna í febrúar

Fjöldi nýskráðra léna í nýliðnum mánuði var 672 lén á móti 558 lénum í febrúar 2010. Aukningin nemur um 20%. Fjöldi eyddra (afskráðra) léna reyndist 225 nú móti um 200 lénum í fyrra, sem gerir um 12% aukningu í afskráningum.

Góður gangur hjá Icelandair

Farþegum hjá Icelandair fjölgaði um 15% milli ára í febrúar s.l. Þeir voru rúmlega 79.000 talsins í febrúar í ár á móti rúmlega 68.000 í sama mánuði í fyrra.

Helgi Magnússon endurkjörinn formaður SI

Á aðalfundi Samtaka iðnaðarins (SI) í dag var Helgi Magnússon endurkjörinn formaður samtakanna. Helgi Magnússon fékk 82.446 atkvæði eða 85,45% greiddra atkvæða. Helgi Magnússon verður því formaður Samtaka iðnaðarins fram til Iðnþings 2012.

Kaupþingsrannsókn: Látnir lausir gegn tryggingu

Sjömenningarnir sem handteknir voru í London í gær í tengslum við rannsókn Serious Fraud Office í London voru látnir lausir gegn tryggingu. Þetta staðfestir upplýsingafulltrúi Serious Fraud Office - Kate Winstanley. Hún segir Kaupþingsmálið stórt og flókið í eðli sínu. Yfir níutíuprósent mála SFO enda með sakfellingu.

Rússneskir vopnasalar slá fyrri sölumet

Rússneski hergagnaiðnaðurinn sló fyrra sölumet í vopnasölu á síðasta ári. Útflutningur á rússneskum vélbyssum, herþotum, skriðdrekum o. sv. fr. nam rétt tæpum 1.000 milljörðum kr. á síðasta ári. Þetta er ívið hærri upphæð en árið 2009.

Evran hefur gefið eftir í vikunni

Evran hefur gefið nokkuð eftir þessa vikuna og er komin á svipaðar slóðir og hún var um miðja síðustu viku. Nú þegar þetta er ritað (kl. 11:45) stendur evru/dollar krossinn í 1,3830 en í vikubyrjun náði hann sínu hæsta gildi á árinu, eða 1,4039.

Aukinn áhugi erlendra aðila á ríkisbréfum

Svo virðist sem áhugi erlendra aðila á ríkisbréfum hafi eitthvað glæðst í febrúar síðastliðnum frá fyrri mánuði. Samkvæmt Markaðsupplýsingum sem Lánamál sendu frá sér í gær voru erlendir aðilar stórtækir í seinna útboði mánaðarins þar sem í boði var óverðtryggði flokkurinn RIKB12.

Færa áhættulán í annað fyrirtæki

Bank of America, einn umsvifamesti banki Bandaríkjanna, íhugar nú að loka einu af hverjum tíu útibúum sínum á næstu árum og færa tæpan helming af áhættusömustu fasteignaútlánunum inn í annað fjármálafyrirtæki, eins konar vondan banka sem mun halda utan um lélegar eignir bankans.

Umfangsmiklar breytingar á skipulagi Nýherja

Stjórn Nýherja hf. hefur ákveðið að innleiða nýtt skipulag fyrir Nýherja og dótturfélög á Íslandi. Megin breytingarnar felast í sameiningu félaga í tengdri starfsemi og uppbyggingu stærri eininga sem veita þjónustu á sviði upplýsingatækni.

Danska stjórnin hefur hækkað skatta 295 sinnum

Danska ríkisstjórnin hefur hækkað skatta í Danmörku 295 sinnum eða að meðaltali tvisvar á mánuði þau tíu ár sem stjórnin hefur verið við völd. Samt sem áður hefur skattastopp verið einn af hornsteinum í pólitík hægri flokkanna frá því að þeir náðu völdum árið 2001.

Kaupþingsrannsókn: Hægri hendur teknar höndum

Aaron Brown og Tim Smalley eru ekki þekkt nöfn, en þeir hafa engu að síður hlotið umfjöllun í Bretlandi sem drifkrafturinn og heilinn – eða öllu heldur heilarnir – að baki viðskiptaveldis Roberts Tchenguiz, hins írask-íranska kaupsýslumanns.

Banna brask með skuldatryggingar

Evrópuþingið hefur samþykkt löggjöf þar sem settar eru þröngar skorður við þeim viðskiptum sem sætt hafa hvað mestri gagnrýni í kjölfar efnahagskreppunnar, þ.e.a.s. skuldatryggingar ríkisskulda annars vegar og skortsölur hlutabréfa hins vegar.

Málum í vinnslu fjölgaði í fyrra

Um 500 mál eru í vinnslu hjá ESA, eftirlitsstofnun EFTA. Í ársskýrslu stofnunarinnar kemur fram að álag á hana hafi fremur aukist á síðasta ári. Þá voru tekin upp 370 ný mál, en 362 lokið.

Carlos Slim ríkastur og Facebook strákarnir í góðum málum

Carlos Slim heldur efsta sætinu á listanum yfir ríkustu menn veraldar. Mexíkóski fjarskiptamógúllinn jók auð sinn um rúma 20 milljarða dollara á síðasta ári og á 74 milljarða ef marka má nýjan lista Forbes tímaritsins sem gefinn er út árlega. Stofnandi Microsoft, Bill Gates þarf því að gera sér annað sætið að góðu annað árið í röð en hann þarf að skrimta með 56 milljarða dollara í sínum sjóðum. Milljarðamæringum í dollurum talið fjölgaði um rúmlega 200 frá fyrra ári og segir í Forbes að þeir hafi aldrei verið fleiri eða 1210 talsins.

Moody´s lækkar lánshæfi Spánar

Matsfyrirtækið Moody´s hefur lækkað lánshæfiseinkunn Spánar um eitt hak. Einkunnin lækkaði úr Aa1 niður í Aa2 með neikvæðum horfum.

Ekki staðið við samkomulag um bónusa

Stóru bankarnir í Bretlandi hafa ekki staðið við samkomulag, sem gert var við stjórnvöld í síðasta mánuði, um að halda kaupaukum æðstu stjórnenda bankanna í skefjum.

Indverjar tapa á fjárfestingum í Kaupþingi

Um 70 indversk fyrirtæki og einstaklingar munu tapa fé sem þeir fjárfestu í Kaupþingi. Á meðal þeirra er ríkisrekni bankinn Bank of Baroda (BoB), stærsta hugbúnaðarfyrirtæki Indlands Tata Consultancy Service Ltd. (TCS) og margir indverskir einstaklingar, að mestu demantakaupmenn og athafnamenn sem búa ekki á Indlandi.

Vilja ekki lána til Íslands

"Þetta var algjör krafa hjá bönkunum. Þeir treysta ekki lagaumhverfinu hér,“ segir Jón Sigurðsson, forstjóri stoðtækjafyrirtækisins Össurar, um kvaðir í rúmlega 230 milljóna dala endurfjármögnunarsamningi fyrirtækisins við norrænu bankana Nordea og SEB auk ING Bank í Hollandi, til næstu fimm ára. Upphæðin jafngildir 27 milljörðum króna.

Erlend fjárfesting á Íslandi hrundi milli ára

Bein fjárfesting erlendra aðila á Íslandi hrundi milli áranna 2008 og 2009. Fjárfestingin nam um 9,4 milljarða kr. á árinu 2009 samanborið við 80,7 milljarða kr. á árinu 2008.

Betri heimtur skila ekki lánaleiðréttingu

Endurmat á virði útlána Arion banka og Íslandsbanki nemur samtals tæpum 28,5 milljörðum króna. Það er rúmur helmingur af hagnaði þeirra. Nær öll lánin eru til fyrirtækja sem ekki var gert ráð fyrir að gætu staðið við skuldbindingar sínar þegar nýju bankarnir keyptu eignasöfnin af gömlu bönkunum haustið 2008. Forsvarsmenn bankanna segja hagnaðinn ekki veita þeim rými til að bæta skuldastöðu heimila landsins.

Guðni hættur hjá breska fjármálaeftirlitinu

Guðni Níels Aðalsteinsson, einn þeirra sem SFO, efnahagsbrotadeild bresku lögreglunnar, handtók í morgun í tengslum við rannsóknina á Kaupþingi hefur látið af starfi hjá fjármálaeftirlitinu.

Allt að 85% verðmunur á lausasölulyfjum

Garðsapótek við Sogaveg var oftast með lægsta verðið á lausasölulyfjum þegar verðlagseftirlit ASÍ kannaði verð í apótekum mánudaginn 7. mars. Laugarnesapótek við Kirkjuteig var oftast með hæsta verðið í könnuninni. Verðmunur á milli einstakra lyfja var allt að 85% en í 23 tilvikum af 34 sem skoðuð voru í könnuninni var 33-50% verðmunur á hæsta og lægsta verði.

Viðskiptastjóri handtekinn

Sérstakur saksóknari handtók í morgun Guðmund Þór Gunnarsson, sem var viðskiptastjóri á útlánasviði Kaupþings.

Kaupþingsaðgerð vekur mikla athygli ytra

Umfangsmikil aðgerð efnahagsbrotadeildar bresku lögreglunnar SFO og lögreglunnar í London í morgun hefur vakið mikla athygli í erlendum fjölmiðlum. Þetta er m.a. helsta frétt Financial Times á vefsíðu þess blaðs í dag.

Um 200 milljóna hagnaður af rekstri VÍS

Hagnaður af rekstri Vátryggingafélags Íslands eftir skatta árið 2010 nam liðlega 204 milljónum króna, sem er mun lakari niðurstaða en árið 2009 þegar hagnaður af rekstri félagsins eftir skatta nam liðlega 1160 milljónum króna.

Gömlu fjósi breytt í Klængshóll Spa

Fyrirtækið Bergmenn/ Arctic Heli Skiing sem hefur í áratug byggt upp einstaka aðstöðu á Klængshóli í Skíðadal er nú að leggja lokahönd á baðhúsið „Klængshóll Spa“ sem er í raun endursköpun á gamla fjósinu á staðnum.

Landsvirkjun ræður þrjá starfsmenn í markaðsmál

Landsvirkjun hefur ráðið þrjá nýja starfsmenn í markaðs- og viðskiptaþróun og eru ráðningarnar liður í að efla starfsemi fyrirtækisins á sviði markaðsmála. Markmið Landsvirkjunar er að fjölga viðskiptavinum með því að sækja inn á nýja markaði og samhliða því að auka þjónustu við núverandi viðskiptavini.

Sjá næstu 50 fréttir