Viðskipti erlent

Japanska kjarnorkuógnin leikur markaði grátt

Óttinn við umfangsmikið kjarnorkuslys í Japan hefur leitt til þess að markaðir í Evrópu hafa allir byrjað daginn með rauðum tölum. Þetta er framhald þróunar á markaðinum í Tókýó en þar hrundi Nikkei vísitalan um rúm 14% í nótt.

Í Evrópu hefur lækkunin orðið mest í Þýskalandi en Dax vístalan í kauphöllinni í Frankfurt hefur fallið um 5% frá því í morgun. FTSE vístalan í London hefur fallið um rúm 3% og Cac 40 í París um rúm 4%.

Markaðir á Norðurlöndunum fara ekki varhluta af þessari þróun en C20 vísitalan í Kaupmannahöfn hefur fallið um rúm 3% svo dæmi sé tekið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×