Viðskipti innlent

Ármann segir rannsókn SFO ekki snúast um sig

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Ármann Þorvaldsson segir rannsóknina ekki snúast um sig.
Ármann Þorvaldsson segir rannsóknina ekki snúast um sig.
Ármann Þorvaldsson, fyrrverandi forstjóri Kaupthing Singer&Friedlander, dótturfélags Kaupþings í Bretlandi hafnar því með öllu að rannsókn efnahagsbrotadeildar bresku lögreglunnar, SFO, sem leiddi til handtöku í síðustu viku beinist að þeim hluta Kaupþingssamstæðunnar sem hann stýrði. Sem kunnugt er voru níu manns teknir til yfirheyrslu í tengslum við málið. Sjö á Bretlandi og tveir á Íslandi.

Ármann segir í yfirlýsingu til fjölmiðla að viðtal lögreglunnar við sig hafi tekið um eina og hálfa klukkustund. Engin atriðið sem lögreglan hafi verið með til skoðunar hafi snúið að sér persónulega og ekki ein spurning hafi snúist um ákvarðanir sem hann hafi tekið eða átt þátt í að taka.

„Ég hef í raun ekki fengið neinar haldbærar skýringar á því hves vegna SFO leitaði eftir því að spyrja mig um mál sem ekki tengdust starfi mínu hjá KSF," segir Ármann. Þá segir hann jafnframt að hann hafi ekki þurft að greiða neina tryggingu þegar hann var látinn laus að viðtali loknu.

Yfirlýsingu Ármanns má lesa í heild hér að neðan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×