Viðskipti innlent

Útlán ÍLS jukust um 400 milljónir milli ára í febrúar

Heildarútlán Íbúðalánasjóðs (ÍLS) jukust um 400 milljónir kr. milli ára í febrúar. Þetta kemur fram í mánaðarskýrslu sjóðsins.

Þar segir að útlánin námu um 1,8 milljörðum króna í febrúar síðastliðnum , en þar af voru tæpir 1,4 milljarðar króna vegna almennra lána. Til samanburðar námu almenn útlán í febrúar í fyrra  samtals rúmum 1,4 milljörðum króna. Meðalútlán almennra lána voru um 10,4 milljónir króna í febrúar en um 10 milljónir í janúar síðastliðnum.

Heildarvelta íbúðabréfa nam um 53,5 milljörðum króna í febrúar samanborið við um 49 milljarða í janúar 2011.

Greiðslur Íbúðalánasjóðs námu rúmum 9,4 milljörðum króna í febrúar, en þær voru að mestu vegna afborgana íbúðabréfa.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×