Viðskipti erlent

Jarðskjálftinn kostar Japani 11.500 milljarða

Áhættumatsfyrirtækið Equecat hefur áætlað að efnahagskostnaður Japans vegna jarðskjálftans og flóðbylgjunnar muni nema um 11.500 milljörðum kr.

Í umfjöllun í Daily Mail um málið segir að um helmingur þess kostnaðar muni leggjast á tryggingarfélög. Lloyd´s í London hefur reiknað út að skaði tryggingarfélaga muni nema tæpum 32 milljörðum punda eða um 5.900 milljörðum kr. Þetta er tvöfalt hærri upphæð en Lloyd´s hafði reiknað út s.l. föstudag.

Hlutbréf hröpuðu í verði í kauphöllinni í Tókýó í morgun og Nikkei vísitalan féll um rúm 6%. Það hjálpaði ekki að skömmu eftir að markaðir opnuðu í nótt fannst vel fyrir hörðum eftirskjálfta í kauphöllinni. Talið er að þetta muni smitast yfir í aðrar kauphallir í dag.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×