Viðskipti innlent

Meðalárslaun um 70 milljónir

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Árni Tómasson er formaður skilanefndar Glitnis og Steinunn Guðbjartsdóttir fer fyrir slitastjórninni.
Árni Tómasson er formaður skilanefndar Glitnis og Steinunn Guðbjartsdóttir fer fyrir slitastjórninni.
Skilanefnd og slitastjórn Glitnis þáðu samtals 348 milljónir króna í laun á síðasta ári, samkvæmt ársuppgjöri Glitnis sem birt var í morgun.

Launin skiptast niður á fimm manns, en þrír sitja í skilanefnd Glitnis og tveir í slitastjórninni, eftir því sem fram kemur á vef Glitnis. Að meðaltali hefur því hver og einn fengið um sjötíu milljónir króna í sinn hlut fyrir ársstarf. Þá kemur fram að Kristján Óskarsson, framkvæmdastjóri skilanefndarinnar, var með 21 milljón króna í árslaun á síðasta ári.

Samkvæmt ársuppgjöri starfaði 31 starfsmaður fyrir skilanefndina í fyrra og voru þeir samtals með 327 milljónir í laun.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×