Viðskipti innlent

MS skilaði tæplega 300 miljóna hagnaði í fyrra

Rekstur Mjólkursamsölunnar (MS) gekk vel í fyrra og nam hagnaður af starfseminni 293 milljónum kr. eftir skatta sem er mikill viðsnúningur frá árinu 2009. MS er að langstærstum hluta í eigu kúabænda (93%) á móti 7% hlut Kaupfélags Skagfirðinga.

Fjallað er um málið á vefsíðu Landssambands kúabænda. Þar segir að heildarvelta fyrirtækisins í fyrra var 18,6 milljarðar króna sem er 4% aukning frá árinu 2009 og nærri 47% aukning frá árinu 2007.

Að sögn Einars Sigurðssonar, forstjóra Mjólkursamsölunnar, eru meginástæður rekstrarbatans þær að félaginu tókst að lækka söfnunar-, vinnslu og afsetningarkostnað um 200 milljónir króna frá árinu 2009 þrátt fyrir margvíslegar kostnaðarhækkanir. Einnig skiptir máli verðhækkun á seinni helmingi árs 2009. Þá er að skila sér í rekstrarniðurstöður Mjólkursamsölunnar hagræðingaraðgerðir frá fyrri árum. Einar bendir á að þótt náðst hafi mikilvægur árangur í rekstrinum sé hagnaðurinn þó aðeins um 1,6% af veltu félagsins.

"Frá því að MS og MBF gengu í eina sæng árið 2005 hefur náðst fram 1,8 milljarða króna hagræðing í mjólkuriðnaðinum á verðlagi ársins 2011. Hagræðingin hefur verið nauðsynleg til að hægt væri að standa við verðlagsákvarðanir um hráefni vegna þess að ekki hefur verið veitt svigrúm til að veita þeim kostnaðarauka út á markaðinn. Hluta af þessari hagræðingu er skilað til bænda í hráefnisverðinu og hluta í lækkun söfnunarkostnaðar mjólkur. Við gerum t.d. ráð fyrir að með þeirri vinnu sem nú er í gangi muni söfnunarkostnaður bænda fyrir mjólk lækka um u.þ.b. 20%" sagði Einar í viðtali við naut.is.

Einar bendir á að félagið hafi með hagræðingunni náð að skila sínu bæði til bænda og til neytenda. "Heildsöluverð á mjólkurafurðum hefur hækkað minna en neysluvísitalan frá því að þessar aðgerðir hófust fyrir fimm árum. Neytendur hafa því notið raunlækkunar á verði mjólkurvara".

Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ICEAIR
4,02
154
900.662
REITIR
3,59
26
642.616
BRIM
2,6
9
269.537
REGINN
2,53
10
296.182
EIK
2,52
10
100.670

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ORIGO
-1,52
11
186.039
ISB
-1,12
53
271.181
FESTI
-0,91
13
226.995
KVIKA
-0,75
28
640.880
VIS
-0,25
18
340.294
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.