Viðskipti innlent

Líf og fjör á fasteignamarkaði borgarinnar

Fjöldi þinglýstra kaupsamninga á höfuðborgarsvæðinu 4. mars til og með 10. mars 2011 var 102. Þetta er mestur fjöldi samninga á einni viku frá því snemma árs 2008. Til samanburðar hefur fjöldi samninga að meðaltali verið 65 undanfarnar 12 vikur.

Þetta kemur frá á vefsíðu Þjóðskrár Íslands. Þar segir að af þessu 102 samningum voru 77 samningar um eignir í fjölbýli, 20 samningar um sérbýli og 5 samningar um annars konar eignir en íbúðarhúsnæði. Heildarveltan var 2.540 milljónir króna og meðalupphæð á samning 24,9 milljónir króna.

Á sama tíma var 4 kaupsamningum þinglýst á Suðurnesjum. Þar af var 1 samningur um eignir í fjölbýli og 3 samningar um sérbýli. Heildarveltan var 71 milljón króna og meðalupphæð á samning 17,8 milljónir króna.

Á sama tíma var 4 kaupsamningum þinglýst á Akureyri. Þar af voru 2 samningar um eignir í fjölbýli og 2 samningar um sérbýli. Heildarveltan var 68 milljónir króna og meðalupphæð á samning 16,9 milljónir króna.

Á sama tíma var 2 kaupsamningum þinglýst á Árborgarsvæðinu. Þeir voru báðir um sérbýli. Heildarveltan var 46 milljónir króna og meðalupphæð á samning 22,8 milljónir króna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×