Viðskipti innlent

Takast á um Icesave á morgun

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Jóhannes Sveinsson hæstaréttarlögmaður verður annar gestur fundarins.
Jóhannes Sveinsson hæstaréttarlögmaður verður annar gestur fundarins.
Jóhannes Karl Sveinsson hæstaréttarlögmaður, sem sæti á í Icesave samninganefndinni, og Reimar Pétursson hæstaréttarlögmaður munu takast á um Icesave málið á opnum fundi sem VÍB, eignastýringaþjónusta Íslandsbanka, stendur fyrir á morgun.

Í fréttatilkynningu frá Íslandsbanka segir að húsfyllir hafi verið á fundi VÍB stofunnar um Icesave samninginn í byrjun mars en yfirskrift þess fundar var „Icesave á mannamáli". Á þeim fundi fjölluðu Jón Bjarki Bentsson frá Greiningu Íslandsbanka og Lárus Blöndal hrl., fulltrúi í Icesave samninganefnd Íslands, um samninginn og útskýrðu helstu atriði hans.

Fundurinn er á Kirkjusandi á morgun milli klukkan 16:30 og 17:30.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×