Viðskipti innlent

Landsbankamenn líka með milljónir í tekjur

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Skilanefndarmenn í Landsbankanum fengu 386 milljónir. Mynd/ Rósa.
Skilanefndarmenn í Landsbankanum fengu 386 milljónir. Mynd/ Rósa.
Tekjur nefndamanna í skilanefnd og slitastjórn Landsbankans námu á síðasta ári alls 386 milljónum króna, samkvæmt ársreikningi gamla Landsbankans sem birtur var í byrjun mars.

Nefndarmenn voru fimm, samkvæmt upplýsingum frá Páli Benediktssyni, upplýsingafulltrúa skilanefndarinnar. Þetta jafngildir um 77 milljónum króna í árstekjur á hvern nefndarmann. Páll bendir hins vegar á að um verktakagreiðslur sé að ræða. Því sé réttara að tala um tekjur í þessu samhengi en ekki laun.

Eins og greint var frá í gær kemur fram í ársreikningi Glitnis að fimm nefndarmenn í skilanefnd og slitastjórn Glitnis skiptu á milli sín 348 milljónum í fyrra. Þar er einnig um að ræða verktakagreiðslur. Árni Tómasson, formaður skilanefndarinnar, fullyrðir hins vegar í samtali við Vísi að nefndarmenn hafi lengst af á árinu verið sjö. Árni bendir á að frá tölunni reiknist útlagður kostnaður nefndarmanna, svo sem símakostnaður og fleira.




Tengdar fréttir

Meðalárslaun um 70 milljónir

Skilanefnd og slitastjórn Glitnis þáðu 348 milljónir króna í laun á síðasta ári, samkvæmt ársuppgjöri Glitnis sem birtur var í morgun.

Árni Páll: Enginn ber í raun ábyrgð á starfi skilanefndanna

Slitastjórn og skilanefnd Glitnis voru með að meðaltali um 6 milljónir í mánaðarlaun á síðasta ári samkvæmt ársreikningi Glitnis. Viðskiptaráðherra segir frumvarp um eftirlit með skilastjórn og skilanefnd sé í undirbúningi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×