Fleiri fréttir

Auður Dana vanmetinn um rúma 2.000 milljarða

Samanlagður auður Dana hefur verið vanmetinn undanfarin ár. Talið er að bæta megi um 100 milljörðum danskra kr., eða yfir 2.000 milljörðum kr. við opinberar tölur um auð Dana þ.e. landsframleiðslu landsins.

Raunstýrivextir 40% hærri en þeir voru fyrir hrunið

"Þrátt fyrir samdrátt í hagkerfinu, gjaldeyrishöft, gríðarlegt verðfall krónunnar og verðbólguskot, hefur raunstýrivaxtastig Seðlabankans verið 40% hærra að meðaltali eftir hrun en það var fyrir, sé horft 10 ár aftur í tímann. Nánar tiltekið voru 12 mánaða raunstýrivextir Seðlabankans að meðaltali um 2,5% frá janúar 2001 til október 2008, en 3,4% frá þeim tíma til dagsins í dag."

Telegraph: Iceland til sölu á 274 milljarða

Breska blaðið Daily Telegraph segir í frétt í dag að breska verslunarkeðjan Iceland verði seld á næstu tíu mánuðum og reiknað sé með að söluverðið nemi allt að 1,5 milljarði punda eða 274 milljörðum kr.

Heiða í Nikita fær aðalverðlaun FKA

Mikið var um dýrðir í Ráðhúsi Reykjavíkur í gær þegar Félag kvenna í atvinnurekstri, FKA, afhenti sínar árlegu viðurkenningar. Aðalheiður Birgisdóttir, betur þekkt sem Heiða í Nikita, hlaut FKA-viðurkenninguna 2011.

Intrafish gagnrýnir viðræður um sölu á Icelandic Group

Viðskipti Alþjóðlega sjávarfrétta- og greiningar­fyrirtækið Intrafish gagnrýnir harkalega viðræður og mögulega sölu Framtakssjóðs Íslands á erlendu verksmiðjuneti Icelandic Group til evrópska fjárfestingarsjóðsins Triton.

Sarkozy í Davos: Snúum aldrei baki við evru

Sviss, AP „Brotthvarf evrunnar yrði þvílíkt stórslys að við gætum ekki einu sinni velt fyrir okkur þeim möguleika,“ sagði Nicolas Sarkozy Frakklandsforseti á alþjóðlegu efnahagsráðstefnunni í Davos í Sviss.

HB Grandi hættir loðnufrystingu, bræðslan gefur vel

Ákveðið hefur verið að hætta frystingu á loðnu á Vopnafirði að svo stöddu. Ástæðan er sú að mikil óvissa hefur verið á mörkuðum fyrir frysta loðnu og hefur hún farið vaxandi frekar en hitt í kjölfar þess að Rússar bjóða nú ódýra, frysta loðnu úr Barentshafi á sömu mörkuðum og íslenska loðnan er seld á.

Verulegur samdráttur í kaupum á atvinnuhúsnæði

Mjög hefur dregið úr viðskiptum með atvinnuhúsnæði í kreppunni. Í desember síðastliðnum var 129 kaupsamningum og afsölum um atvinnuhúsnæði þinglýst á landinu öllu samanborið við 154 í sama mánuði árið 2009.

Gjaldþrotamet hjá íslenskum fyrirtækjum

101 fyrirtæki var tekið til gjaldþrotaskipta í desember 2010, samanborið við 81 fyrirtæki í desember 2009, sem jafngildir tæplega 25% aukningu milli ára. Þegar fyrirtækin eru flokkuð eftir atvinnugreinum eru flest gjaldþrotin í byggingastarfsemi og mannvirkjagerð.

Eignir sjóða minnka um 571 milljón

Eignir verðbréfa- og fjárfestingarsjóða námu 288,4 milljörðum kr. í lok desember og lækkuðu um 571 milljónir kr. milli mánaða.

Triton bíður lokasvara um IG

Evrópska fjárfestingarfélagið Triton telur verksmiðjustarfsemi Icelandic Group (IG) vera fyrirtaks fjárfestingarkost til lengri tíma og er því tilbúið að greiða fyrir það hátt verð.

Sjóvá bjargað vegna sjónarmiða FME

Fjármálaráðherra tók ákvöðun um að bjarga Sjóvá frá gjaldþroti vegna sjónarmiða Fjármálaeftirlitsins (FME) í málinu. Þetta kemur fram í svari fjármálaráðherra við fyrirspurn Eyglóar Harðardóttur þingmanns Framsóknarflokksins um eiginfjárframlag til SAT eignarhaldsfélags hf.

Ríkisábyrgðir nema 1.307 milljörðum

Ríkisábyrgðir nema rúmlega 1.307 milljörðum kr. í dag. Þetta kemur fram í svari fjármálaráðherra við fyrirspurn Sigurðar Inga Jóhannssonar þingmanns Framsóknarflokksins um ríkisábyrgðir á Alþingi.

Íslandsbanki áfrýjar í málum stofnfjáreigenda

Íslandsbanki hefur ákveðið að áfrýja til Hæstaréttar dómunum fjórum sem féllu í héraðsdómi á dögunum og vörðuðu skuldamál stofnfjáreigenda í Byr og Sparisjóði Norðurlands sem höfðu fengið lán hjá Glitni til þess að auka við stofnfjáreign sína. Íslandsbanki tapaði þremur málanna og vann eitt, en öllum málunum verður áfrýjað.

252 hugmyndir taka þátt í Gullegginu 2011

Alls bárust inn 252 viðskiptahugmyndir í Gulleggið 2011 frumkvöðlakeppni Innovit sem nú er haldin í fjórða sinn. Hugmyndirnar eru af öllum toga, allt frá fatahönnun yfir í vefþróunarkerfi.

Verðbólgan áfram í grennd við markmið Seðlabankans

Greining Íslandsbanka telur að verðbólgan muni haldast í grennd við 2,5% markmið Seðlabankans á næstunni. Eins og kunnugt er af fréttum mældist verðbólgan 1,8% í janúar og hefur ekki verið minni síðan árið 2003.

ÍLS semur við fasteignasala um sölu eigna sjóðsins

Samstarfssamningur Íbúðalánasjóðs (ÍLS) og Félags fasteignasala var undirritaður í síðustu viku. Með samningnum er öllum félagsmönnum Félags fasteignasala gert kleift að selja þær eignir Íbúðalánasjóðs sem eru til sölu.

Auðugur Rússi er leynilegur eigandi Saab

Þegar sænski bílaframleiðandinn Saab var seldur í fyrra gerði seljandinn, General Motors (GM), það að skilyrði að rússneski auðmaðurinn Vladimir Antonov yrði ekki í eigendahópnum. Svo virðist sem ekki hafi verið farið að óskum GM.

Toyota innkallar rúmlega 300 bíla á Íslandi

Toyota á Íslandi þarf að innkalla 321 bíl af gerðinni Toyota Avensis og 22 Lexus bifreiðar vegna galla í eldsneytisleiðslum bifreiðanna. Samgönguráðherra Japans tilkynnti í dag að alls þyrfti að innkalla 1,7 milljónir bifreiðar í öllum heiminum. Þar af 140 þúsund í Evrópu.

Gífurleg eftirspurn eftir evrubréfum úr björgunarsjóði

Gífurleg eftirspurn varð eftir skuldabréfum í evrum í fyrsta útboði EFSF björgunar- eða stöðugleikasjóðs ESB. Tilboð upp á yfir 40 milljarða evra bárust frá sumum af stærstu opinberu og einkasjóðum heimsins.

Skuldir bankanna lækkuðu meir en eignirnar

Heildareignir innlánsstofnana námu 2.783 milljörðum kr. í lok desember 2010 og lækkuðu um 97 milljarða kr. frá síðasta mánuði. Heildarskuldir innlánsstofnana námu 2.340 milljörðum kr. í lok nóvember. og lækkuðu um 112 milljarða kr. á milli mánaða.

Gjaldþrotahrina ógnar einkaspítölum í Danmörku

Fjöldi einkaspítala í Danmörku rambar nú á barmi gjaldþrots. Þetta kemur fram í Börsen en ástæðan fyrir þessu er minnkandi eftirspurn eftir þjónustu spítalanna og lægri greiðslur frá hinu opinbera.

Toyota innkallar 1,7 milljónir bifreiða

Bílaframleiðandinn Toyota ætlar að innkalla 1,7 milljónir bifreiða á næstunni vegna hugsanlegs eldsneytisleka. Ástæðan er galli í eldsneytisleiðslum sem hugsanlega getur valdið leka úr þeim.

Hannes Smárason krefur ríkið um bætur

Hannes Smárason hefur höfðað mál á hendur ríkissjóði vegna kyrrsetningar á eignum hans og fjármunum. Dómstólar felldu kyrrsetninguna úr gildi og krefst Hannes bóta á grundvelli þess.

Mærsk íhugar byggingu risaflutningaskipa

Danska skipafélagið Mærsk Line er nú að íhuga byggingu fjölda risaflutningaskipa. Um danska skipageirann flæðir nú orðrómur um þessa frétt. Samkvæmt greiningarfyrirtækinu Alphaliner er Mærsk um það bil að leggja inn pöntun fyrir 440 metra löng flutningskip sem geta flutt allt að 18.000 stykki af 20 feta gámum í einu.

Hrávöruverð kyndir undir verðbólgu og vaxtahækkanir

Hækkandi verð á matvörum, olíu og öðrum hrávörum kyndir undir aukna verðbólgu og hækkandi vexti víða í heiminum. Hagkerfi nokkrurra stórra landa á borð við Kína, Rússland og Brasilíu eru við að ofhitna og þeirri ofhitnun verður mætt með hækkandi vöxtum. Seðlabanki Kína hefur þegar hækkað stýrivexti sína tvisvar á skömmum tíma.

Svartsýniskastið frá síðasta hausti er liðin tíð

Íslenskir neytendur eru vongóðir og bjartsýnir í upphafi nýs árs ef marka má væntingavísitölu Capacent Gallup sem birt var nú í morgun. Vísitalan sem mælir væntingar neytenda til efnahags- og atvinnulífsins hækkaði um 13,2 stig frá fyrri mánuði og stendur nú í 61,5 stigum.

AGS: Nýmarkaðsríkin draga hagvaxtarvagninn

Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn (AGS) spáir 4,4% hagvexti í heiminum á þessu ári í nýuppfærðri heimshagsspá sem gefin var út í gær. Fyrri spá sjóðsins gerði ráð fyrir 4,2% hagvexti.

Ríkið þarf að leggja 3,5 milljarða í Byggðastofnun

Ef miða á við að Byggðastofnun haldi áfram óbreyttri lánastarfsemi má varlega áætlað reikna með að ríkissjóður þurfi að leggja stofnuninni til 3,5 milljarða króna á næstu fimm árum, þar af 2,5 milljarða til að koma eiginfjárhlutfalli hennar í 8%.

KPMG og Innovit í samstarf um Gulleggið

KPMG og Innovit, nýsköpunar- og frumkvöðlasetur, hafa undirritað samstarfssamning um stuðning KPMG við Gulleggið 2011, frumkvöðlakeppni Innovit.

OECD: Kostnaður við íbúðakaup einna minnstur á Íslandi

Samkvæmt nýrri skýrslu OECD um húsnæðismarkaðinn meðal aðildarlanda samtakanna kemur fram að kostnaður við íbúðakaup er minnstur á Íslandi og í Danmörku. Hér er átt við heildarkostnað, það er bæði hjá kaupendum og seljendum.

Norðurlönd draga sig úr spilltum sjóði

Bæði Danmörk og Svíþjóð hafa ákveðið að hætta greiðslum sínum til Alþjóðasjóðsins í baráttunni gegn eyðni, berklum og malaríu. Ástæðan er mikil spilling innan stjórnar sjóðsins.

Flokka sjóði eftir siðferði

Skandia bankinn í Noregi hefur ákveðið að upplýsa viðskiptavini sína um siðferði lífeyris- og sparnaðarsjóða sem þeir skipta við. Bankastjórinn segir krafa almennings um aukið siðferði í viðskiptum hafa verið kveikjuna að hugmyndinni.

Loðnukvóti HB Granda tvöfaldast milli ára

Samkvæmt upplýsingum Vilhjálms Vilhjálmssonar, deildarstjóra uppsjávarsviðs HB Granda, má reikna með því að af 125 þúsund tonna auknum loðnukvóta komi um 100 þúsund tonn í hlut Íslendinga. Heildarkvóti skipa HB Granda gæti því orðið um 44 þúsund tonn. Til samanburðar má nefna að loðnukvóti þeirra á síðustu vertíð var um 20.500 tonn.

Nýr framkvæmdastjóri fjármála hjá OR

Ingi Jóhannes Erlingsson tók í dag tímabundið við sem framkvæmdastjóri fjármála hjá Orkuveitu Reykjavíkur (OR). Ingi Jóhannes var forstöðumaður fjár- og áhættustýringar hjá OR og tekur hann við af Önnu Skúladóttur. Gengið frá samkomulagi um starfslok hennar í dag.

Aukin loðna er yfir 5 milljarða búbót fyrir Ísland

Aukinn loðnukvóti upp á 125.000 tonn gefur þjóðarbúinu yfir 5 milljarða kr. í auknar útflutningstekjur. Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar í Vestmannaeyjum segir að kvótaaukningin sé mikil búbót fyrir útgerðina.

Sjá næstu 50 fréttir