Viðskipti innlent

Telegraph: Iceland til sölu á 274 milljarða

Breska blaðið Daily Telegraph segir í frétt í dag að breska verslunarkeðjan Iceland verði seld á næstu tíu mánuðum og reiknað sé með að söluverðið nemi allt að 1,5 milljarði punda eða 274 milljörðum kr.

Skilanefnd Landsbankans fer með um 67% eignarhlut í Iceland. Reuter vitnar í Telegraph en blaðið hefur eftir talsmanni Landsbankans að skilanefndin sé um það bil að tilefna ráðgjáfa til að sjá um söluna á Iceland og að ljúka eigi málinu á næstu 10 mánuðum.

Fram kemur í fréttinni að líkur séu á að Malcolm Walker núverandi forstjóri og stofnandi Iceland verði meðal þeirra sem bjóða í hlut Landsbankans.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×