Viðskipti erlent

Toyota innkallar 1,7 milljónir bifreiða

Bílaframleiðandinn Toyota ætlar að innkalla 1,7 milljónir bifreiða á næstunni vegna hugsanlegs eldsneytisleka. Ástæðan er galli í eldsneytisleiðslum sem hugsanlega getur valdið leka úr þeim.

Í frétt um málið á Reuters segir að talsmaður Toyota hafi tilkynnti þetta í morgun. Alls verða 1,2 milljónir bíla innkallaðar í Japan, 420 þúsund erlendis, þar á meðal 140 þúsund Avensis-bifreiðar í Evrópu.

Forráðamenn Toyota segja að gallinn hafi enn ekki valdið slysi svo vitað sé. Þá sé einnig ætlunin að innkalla 335.000 Lexus bifreiðar vegna vandamála í eldsneytiskerfi þeirra.

Hlutir í Toyota lækkuðu um 2% á markaðinum í Japan í morgun vegna málsins. Toyota hefur orðið fyrir verulegum áföllum undanfarin tvö ár og verulega hefur dregið úr tiltrú á gæðastjórnun í verksmiðjum sínum. Frá árinu 2009 hefur Toyota innkallað nær 16 milljón bifreiða vegna ýmissa galla.







Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×