Viðskipti innlent

Ríkisábyrgðir nema 1.307 milljörðum

Ríkisábyrgðir nema rúmlega 1.307 milljörðum kr. í dag. Þetta kemur fram í svari fjármálaráðherra við fyrirspurn Sigurðar Inga Jóhannssonar þingmanns Framsóknarflokksins um ríkisábyrgðir á Alþingi.

Í svarinu kemur fram að langstærstur hluti þessara ábyrgða er vegna Íbúðalánasjóðs eða rúmlega 909 milljarðar kr. og nemur sú upphæð tæplega 70% af heildinni. Næst á eftir kemur svo Landsvirkjun en ríkisábyrgðir vegna hennar nema tæplega 352 miljörðum eða tæplega 27% af heildinni.

Einnig kemur fram að langstærstur hluti þessara ábyrgða eða tæp 76% eru í íslenskum krónum. Rúm 11% eru í dollurum og rúm 11% eru í evrum.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×