Viðskipti innlent

KPMG og Innovit í samstarf um Gulleggið

Á myndinni eru: Sigurður Jónsson, framkvæmdastjóri KPMG, Kristján Freyr Kristjánsson, verkefnastjóri Gulleggsins, og Benedikt K. Magnússon, partner á fyrirtækjasviði KPMG.
Á myndinni eru: Sigurður Jónsson, framkvæmdastjóri KPMG, Kristján Freyr Kristjánsson, verkefnastjóri Gulleggsins, og Benedikt K. Magnússon, partner á fyrirtækjasviði KPMG.

KPMG og Innovit, nýsköpunar- og frumkvöðlasetur, hafa undirritað samstarfssamning um stuðning KPMG við Gulleggið 2011, frumkvöðlakeppni Innovit.

Í tilkynningu segir að KPMG verður því einn af stuðningsaðilum keppninnar og mun jafnframt styðja við þátttakendur í keppninni með fjölbreyttri ráðgjöf og þjálfun. Þá verður sérstakt námskeið haldið á vegum KPMG sem þátttakendur geta sótt og fengið aðstoð við að gerð viðskiptaáætlanna á meðan á keppninni stendur.

Gulleggið 2011, frumkvöðlakeppni Innovit er haldin að fyrirmynd sambærilegrar keppni við MIT háskóla í Bandaríkjunum hefur undanfarin tvö ár verið stökkpallur fyrir ný íslensk sprotafyrirtæki úr öllum greinum atvinnulífsins. Þannig hefur á þessum stutta tíma skapast yfir 120 ný störf hjá þeim fyrirtækjum sem hafa tekið þátt eða verið stofnuð í kjölfar keppninnar.

„Við hjá Innovit erum afar ánægð með stuðning KPMG. Með þessum samningi erum við að tryggja að þátttakendur í Gullegginu geti leitað til sérfræði þekkingu sem starfsfólk KPMG býr yfir. Þessi þekking mun nýtast vel við að efla þær viðskiptaáætlanir sem þátttakendur skila inn og aðstoða þau með framgang sinna viðskiptahugmynda," segir Kristján Freyr Kristjánsson, verkefnastjóri Gulleggsins

„KPMG var einnig stuðningsaðili í fyrra og höfðum við hjá KPMG mjög gaman af því að vinna með því kraftmikla og hugmyndaríka fólki sem tekur þátt í frumvöðlakeppninni. Hér vinnur breiður hópur sérfræðinga sem hefur mikla reynslu af gerð viðskiptaáætlana og yfirferð þeirra. Við hlökkum til að miðla þekkingu okkar til þátttakenda og um leið læra af því sem þessir frumkvöðlar hafa fram að færa," segir Sigurður Jónsson, framkvæmdastjóri KPMG.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×