Raunstýrivextir 40% hærri en þeir voru fyrir hrunið 28. janúar 2011 07:48 "Þrátt fyrir samdrátt í hagkerfinu, gjaldeyrishöft, gríðarlegt verðfall krónunnar og verðbólguskot, hefur raunstýrivaxtastig Seðlabankans verið 40% hærra að meðaltali eftir hrun en það var fyrir, sé horft 10 ár aftur í tímann. Nánar tiltekið voru 12 mánaða raunstýrivextir Seðlabankans að meðaltali um 2,5% frá janúar 2001 til október 2008, en 3,4% frá þeim tíma til dagsins í dag." Þetta kemur fram í grein sem Agnar Tómas Möller, sjóðsstjóri hjá GAMMA, skrifaði nýlega í Morgunblaðið og birt er á vefsíðu GAMMA. Raunstýrivextir eru jafnan taldir besti mælikvarðinn á peningalegt aðhald á hverjum tíma. Flestir hagfræðingar telja eðlilegt að raunstýrisvextir séu lágir þegar samdráttur er í hagkerfi en hærri í þenslu. „Í dag eru 12 mánaða raunvextir Seðlabankans 4,8% eða næstum tvöfalt hærri en þeir voru að meðaltali áratuginn fyrir hrun. Það gerist þrátt fyrir stíf gjaldeyrishöft sem hefðu átt að vera ástæða til að ýta vaxtastiginu enn hraðar niður á við í ljósi lítilla áhrifa vaxtastigs á gengi krónunnar við þær aðstæður," segir Agnar. „Afleiðingarnar hafa meðal annars verið þær að innlendir aðilar, þ.m.t. ríkissjóður og sveitarfélög hafa frá hruni neyðst til að fjármagna sig á umtalsvert hærri vöxtum en annars hefði verið nauðsynlegt. Önnur afleiðing hárra raunvaxta sem ómögulegt verður að meta áhrifin af er að í skjóli hárra raunvaxta er í raun loku skotið fyrir fjárfestingu innanlands þar sem fæst fjárfestingaverkefni atvinnulífsins geta staðið undir núverandi raunvaxtastigi. Nú mælist 12 mánaða verðbólga 1,8% sem er lægsta verðbólga frá árinu 2003. Þótt að Seðlabankinn lækki stýrivexti á næsta vaxtaákvörðunarfundi í byrjun febrúar um eitt prósentustig og verðbólga verði samkvæmt nýjustu spám markaðsaðila (nánar tiltekið Arion Banka; 0,6% í febrúar, 0,4% í mars og 0,2% í apríl), mun raunvaxtastigið enn verða um 4,2% í maí, enda hefur þá 12 mánaða verðbólga farið langt undir verðbólgumarkmið Seðlabankans, eða niður í 1,1%. Slíkt raunvaxtastig getur vart talist æskilegt í núverandi efnahagsumhverfi." Mest lesið Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Viðskipti erlent Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Vísar ásökunum um samráð á bug Neytendur Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Viðskipti innlent Mörg þúsund nýta enn 2G og 3G sem heyra sögunni til um áramótin Neytendur Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Viðskipti innlent Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Viðskipti innlent Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Viðskipti innlent Þessi í vinnunni sem þykist vita allt og hefur alltaf rétt fyrir sér Atvinnulíf Fleiri fréttir Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Sjá meira
"Þrátt fyrir samdrátt í hagkerfinu, gjaldeyrishöft, gríðarlegt verðfall krónunnar og verðbólguskot, hefur raunstýrivaxtastig Seðlabankans verið 40% hærra að meðaltali eftir hrun en það var fyrir, sé horft 10 ár aftur í tímann. Nánar tiltekið voru 12 mánaða raunstýrivextir Seðlabankans að meðaltali um 2,5% frá janúar 2001 til október 2008, en 3,4% frá þeim tíma til dagsins í dag." Þetta kemur fram í grein sem Agnar Tómas Möller, sjóðsstjóri hjá GAMMA, skrifaði nýlega í Morgunblaðið og birt er á vefsíðu GAMMA. Raunstýrivextir eru jafnan taldir besti mælikvarðinn á peningalegt aðhald á hverjum tíma. Flestir hagfræðingar telja eðlilegt að raunstýrisvextir séu lágir þegar samdráttur er í hagkerfi en hærri í þenslu. „Í dag eru 12 mánaða raunvextir Seðlabankans 4,8% eða næstum tvöfalt hærri en þeir voru að meðaltali áratuginn fyrir hrun. Það gerist þrátt fyrir stíf gjaldeyrishöft sem hefðu átt að vera ástæða til að ýta vaxtastiginu enn hraðar niður á við í ljósi lítilla áhrifa vaxtastigs á gengi krónunnar við þær aðstæður," segir Agnar. „Afleiðingarnar hafa meðal annars verið þær að innlendir aðilar, þ.m.t. ríkissjóður og sveitarfélög hafa frá hruni neyðst til að fjármagna sig á umtalsvert hærri vöxtum en annars hefði verið nauðsynlegt. Önnur afleiðing hárra raunvaxta sem ómögulegt verður að meta áhrifin af er að í skjóli hárra raunvaxta er í raun loku skotið fyrir fjárfestingu innanlands þar sem fæst fjárfestingaverkefni atvinnulífsins geta staðið undir núverandi raunvaxtastigi. Nú mælist 12 mánaða verðbólga 1,8% sem er lægsta verðbólga frá árinu 2003. Þótt að Seðlabankinn lækki stýrivexti á næsta vaxtaákvörðunarfundi í byrjun febrúar um eitt prósentustig og verðbólga verði samkvæmt nýjustu spám markaðsaðila (nánar tiltekið Arion Banka; 0,6% í febrúar, 0,4% í mars og 0,2% í apríl), mun raunvaxtastigið enn verða um 4,2% í maí, enda hefur þá 12 mánaða verðbólga farið langt undir verðbólgumarkmið Seðlabankans, eða niður í 1,1%. Slíkt raunvaxtastig getur vart talist æskilegt í núverandi efnahagsumhverfi."
Mest lesið Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Viðskipti erlent Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Vísar ásökunum um samráð á bug Neytendur Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Viðskipti innlent Mörg þúsund nýta enn 2G og 3G sem heyra sögunni til um áramótin Neytendur Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Viðskipti innlent Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Viðskipti innlent Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Viðskipti innlent Þessi í vinnunni sem þykist vita allt og hefur alltaf rétt fyrir sér Atvinnulíf Fleiri fréttir Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Sjá meira
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur