Viðskipti innlent

Eignir lánafyrirtækja jukust um 6,5 milljarða

Eignir ýmissa lánafyrirtækja námu tæplega 1.123 milljörðum kr. í lok desember og hækkuðu um 6,5 milljarða kr. á milli mánaða.

Þetta kemur fram í hagtölum Seðlabankans. Þar segir að kröfur á lánastofnanir hækkuðu um 8,7 milljarða kr og námu 85 milljörðum kr. Útlán og eignaleigusamningar námu 959,8 milljörðum kr. og hækkuðu um tæpa 2,5 milljarða kr. á milli mánaða.

Innstæður í Seðlabankanum hækkuðu um rúma 2,6 milljarða kr. og námu 41,2 milljörðum kr. Eigið fé ýmissa lánafyrirtækja nam 18,9 milljörðum kr. og lækkaði um 3,7 milljarða kr. í lok desember.

Nýjustu gögn eru bráðabirgðagögn sem kunna að verða uppfærð eftir því sem nákvæmara uppgjör liggur fyrir. Virði útlána og eignaleigusamninga er óljóst í kjölfar dóms Hæstaréttar. Hagtölur ýmissa lánafyrirtækja endurspegla einungis starfandi lánafyrirtæki, að því er segir í hagtölunum.

Til ýmissa lánafyrirtækja teljast Íbúðalánasjóður, fjárfestingarbankar, eignarleigur, greiðslukortafyrirtæki og fjárfestingarlánasjóðir.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×