Viðskipti innlent

Triton hefur staðfest viðræður um kaup á Icelandic Group

Evrópska fjárfestingarfélagið Triton hefur sent frá sér tilkynningu þar sem félagið staðfestir að hann eigi í viðræðum við Framtakssjóð Íslands um kaup á erlendum eignum Icelandic Group.

Carl Evald Bakke-Jacobsen talsmaður félagsins segir í tilkynningunni að Triton vilji þróa þessi framleiðslufyrirtæki áfram til að þau verði sterk og leiðandi á sínu sviði. „Triton mun leggja til sérfræðiþekkingu og fjármagn til frekari þróunnar og stækkunar," segur Bakke-Jacobsen.

Þá segir Bakke-Jacobsen að eignarhald á Icelandic Group falli vel að fjárfestingarstefnu Triton og að góðir möguleikar séu á því að um arðbæra fjárfestingu til langs tíma verði að ræða.

Fram kemur að Triton hafi verið stofnað árið 1998 og hafi hingað til stjórnað þremur fjárfestingarsjóðum með um 650 milljarða kr. í fjárfestingarverkefnum. Meðal þeirra sem lagt hafa fjármagn í sjóði Triton á Norðurlöndunum eru PA lífeyrissjóðurinn í Danmörku, Nordea bankinn, Skandia, Storebrand og KL lífeyrissjóðurinn í Noregi.

Þá er tekið fram í tilkynningunni að meðal samstarfsaðilanna eru einnig Alþjóða bankinn og Harwardháskóli auk annarra háskólastofnanna.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×