Viðskipti innlent

Skuldatrygginaálag Íslands lækkar verulega

Skuldatryggingaálag Íslands stendur nú í 258 punktum og hefur það snarlækkað í þessum mánuði en það stóð hæst í 366 punktum eftir áramótin.

Álag dagsins í 258 punktum kemur fram á vefsíðunni keldan.is sem aftur byggir á gögnum frá Bloomberg og CMA gagnaveitunni.

Ísland var um tíma með betra skuldatryggingaálag en Spánn en það hefur nú breyst. Álagið á Spán mælist nú 253 punktar samkvæmt Markit iTraxx vísitölunni og hefur lækkað um 94 punkta á liðnum mánuði.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×