Viðskipti innlent

252 hugmyndir taka þátt í Gullegginu 2011

Hóparnir sem sigruðu Gulleggið 2010. Fyrstu verðlaun hlaut 
Remake Electric.
Hóparnir sem sigruðu Gulleggið 2010. Fyrstu verðlaun hlaut Remake Electric.

Alls bárust inn 252 viðskiptahugmyndir í Gulleggið 2011 frumkvöðlakeppni Innovit sem nú er haldin í fjórða sinn. Hugmyndirnar eru af öllum toga, allt frá fatahönnun yfir í vefþróunarkerfi.

Frumkvöðlakeppni Innovit er haldin að fyrirmynd sambærilegrar keppni við MIT háskóla í Bandaríkjunum og hefur undanfarin ár verið stökkpallur fyrir ný íslensk sprotafyrirtæki úr öllum greinum atvinnulífsins að því er fram kemur í tilkynningu. Frá því keppnin hóf göngu sína árið 2008 hafa í heild sinni borist inn 767 viðskiptahugmyndir og tugir nýrra fyrirtækja hafa verið stofnuð í kjölfarið.

Allir þátttakendur voru beðnir um að senda inn stutta lýsingu á sinni viðskiptahugmynd sem mátti opinbera. Hægt er að skoða allar lýsingar á innri vefslóð keppninnar: http://www.younoodle.com/groups/gulleggi/startups






Fleiri fréttir

Sjá meira


×