Viðskipti innlent

Triton bíður lokasvara um IG

Bíða svars Bakke-Jacobsen fer fyrir Triton í samningum um kaup á verksmiðjum Icelandic Group. Fréttablaðið/Vilhelm
Bíða svars Bakke-Jacobsen fer fyrir Triton í samningum um kaup á verksmiðjum Icelandic Group. Fréttablaðið/Vilhelm

Evrópska fjárfestingarfélagið Triton telur verksmiðjustarfsemi Icelandic Group (IG) vera fyrirtaks fjárfestingarkost til lengri tíma og er því tilbúið að greiða fyrir það hátt verð.

Þetta segir Carl-Evald Bakke-Jacobsen í samtali við Fréttablaðið, en hann er meðeigandi að Triton og fer fyrir félaginu í samningaviðræðum við Framtakssjóð Íslands um kaupin.

Um er að ræða verksmiðjur í Evrópu, Asíu og Ameríku, en sölukerfið og vörumerkið IG verða áfram í eigu Íslendinga. Áætlað hefur verið að Framtakssjóðurinn hafi greitt um 40 milljarða fyrir IG. Þegar hefur borist 52 milljarða boð í fyrirtækið en samkvæmt því sem fram hefur komið í Fréttablaðinu er tilboð Triton hærra.

„Takmark okkar er ekki bara að kaupa framleiðsluhluta IG heldur að koma upp sjávarútvegsfyrirtæki á heimsvísu."

Bakke-Jacobsen segir undirbúningi lokið af hálfu Triton og beðið sé ákvörðunar Framtakssjóðsins. „Ég tel afar mikilvægt að málið verði leitt til lykta fljótlega."

Stjórn Framtakssjóðsins fundar í dag og gætu málin skýrst í framhaldinu.- þj






Fleiri fréttir

Sjá meira


×