AGS: Nýmarkaðsríkin draga hagvaxtarvagninn 25. janúar 2011 11:18 Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn (AGS) spáir 4,4% hagvexti í heiminum á þessu ári í nýuppfærðri heimshagsspá sem gefin var út í gær. Fyrri spá sjóðsins gerði ráð fyrir 4,2% hagvexti. Greining Íslandsbanka fjallar um málið í Morgunkorni sínu. Þar segir að sjóðurinn telur að efnahagsbatinn fylgi nú tveimur mismunandi töktum sem eru mishraðir. Annars vegar eru það þróuðu hagkerfin sem eru að vaxa hægt og eiga enn erfitt uppdráttar og hins vegar eru það nýmarkaðsríkin sem eru að vaxa mun hraðar og draga vagninn. Í heildina litið býst AGS við að þróuð hagkerfi heimsins vaxi um 2,5% á árinu á meðan nýmarkaðsríki vaxi um 6,5%. AGS telur að mestur hagvöxtur á þessu ári í einstöku landi verði í Kína eða 9,6% og 8,4% á Indlandi. Á sama tíma býst AGS við að Þýskaland vaxi um 2,2% og Japan um 1,6%. Af heimssvæðum verður vöxturinn mestur í Afríku sunnan Sahara, eða 5,8%. Á evrusvæðinu er spáð 1,7% hagvexti. AGS býst nú við meiri hagvexti í Bandaríkjunum á þessu ári en sjóðurinn gerði í síðustu spá sinni frá október síðastliðnum, eða 3% í stað 2,3%. Það sem veldur eru væntingar um frekari aðgerðir til að örva efnahagslífið. Í skýrslunni segir að nú þegar fjögur ár eru liðin frá því að fjármálakreppan skall á eru enn ekki komin fram skýr merki þess að fjármálastöðugleiki heimshagkerfisins sé tryggður á nýjan leik. Að mati AGS er enn fjöldinn allur af nauðsynlegum atriðum sem þarf að bæta og stefnubreytingum sem þarf að taka til að tryggja að svo verði. Eitt það nauðsynlegasta sem þarf að gera til að tryggja varanlegan bata er að finna lausn á skuldavanda á evrusvæðinu. Þá er nauðsynlegt að styrkja regluverk og eftirlit með fjármálakerfum þróaðri hagkerfa almennt. Samhliða þessum aðgerðum þarf að tryggja að vöxtur í nýmarkaðsríkjum verði ekki of hraður þannig að fjármálastöðugleika standi hætta af. Í þessu sambandi er hættan af miklu og hröðu innflæði fjármagns til nýmarkaðsríkja nefnd sérstaklega. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn spáir því að heimsmarkaðsverð á hrávöru muni halda áfram að hækka í ár. Sérfræðingar sjóðsins gera ráð fyrir að heimsmarkaðsverð á olíu verði kringum 90 Bandaríkjadali tunnan á þessu ári, en fyrri spá sjóðsins frá því í október var gert ráð fyrir að verðið yrði 79 dollarar. Þá er því spáð að hrávara, önnur en olía, muni hækka um 11% á árinu. Ástæða þess er uppskerubrestur vegna óveðra sem áttu sér stað á seinni helmingi síðasta árs og af þeim sökum gæti það tekið heilt ár fyrir hrávörumarkaðinn að ná jafnvægi á nýjan leik. Mest lesið „Þetta eru bara krakkar sem eru í þessu fyrir peningana“ Neytendur „Þetta er ömurleg staða“ Viðskipti innlent Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Viðskipti erlent „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Viðskipti innlent „Var með skipt í miðju og notaði óhóflegt magn af geli“ Atvinnulíf Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Viðskipti innlent Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Viðskipti erlent Innkalla kjúkling vegna gruns um salmonellu Neytendur Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap Viðskipti innlent Buffet hættir sem forstjóri við lok árs Viðskipti erlent Fleiri fréttir Buffet hættir sem forstjóri við lok árs Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Amazon í samkeppni við SpaceX í geimnum Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Gefur eftir í tollastríði við Kína ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Spá minni hagvexti um nær allan heim vegna tolla Bandaríkjastjórnar Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Prada kaupir Versace á 183 milljarða króna Evrópusambandið frestar tollahækkunum Kauphallir rétta úr kútnum Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Trump-tollar tóku gildi í nótt Bjartara yfir við opnun markaða Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Sjá meira
Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn (AGS) spáir 4,4% hagvexti í heiminum á þessu ári í nýuppfærðri heimshagsspá sem gefin var út í gær. Fyrri spá sjóðsins gerði ráð fyrir 4,2% hagvexti. Greining Íslandsbanka fjallar um málið í Morgunkorni sínu. Þar segir að sjóðurinn telur að efnahagsbatinn fylgi nú tveimur mismunandi töktum sem eru mishraðir. Annars vegar eru það þróuðu hagkerfin sem eru að vaxa hægt og eiga enn erfitt uppdráttar og hins vegar eru það nýmarkaðsríkin sem eru að vaxa mun hraðar og draga vagninn. Í heildina litið býst AGS við að þróuð hagkerfi heimsins vaxi um 2,5% á árinu á meðan nýmarkaðsríki vaxi um 6,5%. AGS telur að mestur hagvöxtur á þessu ári í einstöku landi verði í Kína eða 9,6% og 8,4% á Indlandi. Á sama tíma býst AGS við að Þýskaland vaxi um 2,2% og Japan um 1,6%. Af heimssvæðum verður vöxturinn mestur í Afríku sunnan Sahara, eða 5,8%. Á evrusvæðinu er spáð 1,7% hagvexti. AGS býst nú við meiri hagvexti í Bandaríkjunum á þessu ári en sjóðurinn gerði í síðustu spá sinni frá október síðastliðnum, eða 3% í stað 2,3%. Það sem veldur eru væntingar um frekari aðgerðir til að örva efnahagslífið. Í skýrslunni segir að nú þegar fjögur ár eru liðin frá því að fjármálakreppan skall á eru enn ekki komin fram skýr merki þess að fjármálastöðugleiki heimshagkerfisins sé tryggður á nýjan leik. Að mati AGS er enn fjöldinn allur af nauðsynlegum atriðum sem þarf að bæta og stefnubreytingum sem þarf að taka til að tryggja að svo verði. Eitt það nauðsynlegasta sem þarf að gera til að tryggja varanlegan bata er að finna lausn á skuldavanda á evrusvæðinu. Þá er nauðsynlegt að styrkja regluverk og eftirlit með fjármálakerfum þróaðri hagkerfa almennt. Samhliða þessum aðgerðum þarf að tryggja að vöxtur í nýmarkaðsríkjum verði ekki of hraður þannig að fjármálastöðugleika standi hætta af. Í þessu sambandi er hættan af miklu og hröðu innflæði fjármagns til nýmarkaðsríkja nefnd sérstaklega. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn spáir því að heimsmarkaðsverð á hrávöru muni halda áfram að hækka í ár. Sérfræðingar sjóðsins gera ráð fyrir að heimsmarkaðsverð á olíu verði kringum 90 Bandaríkjadali tunnan á þessu ári, en fyrri spá sjóðsins frá því í október var gert ráð fyrir að verðið yrði 79 dollarar. Þá er því spáð að hrávara, önnur en olía, muni hækka um 11% á árinu. Ástæða þess er uppskerubrestur vegna óveðra sem áttu sér stað á seinni helmingi síðasta árs og af þeim sökum gæti það tekið heilt ár fyrir hrávörumarkaðinn að ná jafnvægi á nýjan leik.
Mest lesið „Þetta eru bara krakkar sem eru í þessu fyrir peningana“ Neytendur „Þetta er ömurleg staða“ Viðskipti innlent Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Viðskipti erlent „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Viðskipti innlent „Var með skipt í miðju og notaði óhóflegt magn af geli“ Atvinnulíf Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Viðskipti innlent Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Viðskipti erlent Innkalla kjúkling vegna gruns um salmonellu Neytendur Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap Viðskipti innlent Buffet hættir sem forstjóri við lok árs Viðskipti erlent Fleiri fréttir Buffet hættir sem forstjóri við lok árs Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Amazon í samkeppni við SpaceX í geimnum Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Gefur eftir í tollastríði við Kína ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Spá minni hagvexti um nær allan heim vegna tolla Bandaríkjastjórnar Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Prada kaupir Versace á 183 milljarða króna Evrópusambandið frestar tollahækkunum Kauphallir rétta úr kútnum Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Trump-tollar tóku gildi í nótt Bjartara yfir við opnun markaða Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Sjá meira