Fleiri fréttir Alcoa Fjarðaál flutti út vörur fyrir um 74 milljarða Útflutningur Alcoa Fjarðaáls á síðasta ári nam tæplega 600 milljónum bandaríkjadala, sem jafngildir um 74 milljörðum íslenskra króna, miðað við núverandi gengi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu en rúmlega 349 þúsund tonn af hreinu áli, álblöndum og álvírum voru flutt úr. Verðmæti útflutnings Alcoa Fjarðaáls í fyrra nam því rúmlega 1.4 milljörðum króna á viku, eða rúmlega 200 milljónum króna á dag. 9.2.2010 14:21 Fjórir Prius innkallaðir á Íslandi Innkalla þurfti fjórar bifreiðar af Toyota Prius gerð hér á Íslandi en alls þarf Toyota að innkalla 52.903 bíla í Evrópu vegna uppfærslu sem gera þarf á hugbúnaði í ABS-bremsukerfi bílsins. Páll Þorsteinsson upplýsingafulltrúi Toyota segir að þessi gerð af Prius hafi verið kynnt hér á landi í september og að fjórir bílar hafi selst. Þegar hefur verið haft samband við eigendur þeirra bíla sem kalla þarf inn hér á landi og gefa þeim tíma á verkstæði. 9.2.2010 14:14 SA: Umhverfisráðherra að geðjast þröngum flokkshagsmunum Samtök atvinnulífsins (SA) gagnrýna Svandísi Svavarsdóttur umhverfisráðherra harðlega á heimasíðu sinni vegna ákvörðunar hennar um virkjanir í neðrihluta Þjórsár. 9.2.2010 12:36 Landsframleiðslan á mann enn há á Íslandi Greining Íslandsbanka fjallar í dag um breytingar á landsframleiðslunni á Íslandi í kreppunni. Þar segir að áhugavert er í því sambandi að skoða kaupmátt landsframleiðslunnar á mann en á þann mælikvarða stóð Ísland afar vel fyrir hrunið með eina hæstu landsframleiðslu á mann í heimi. Sú staða versnar ekki mjög mikið þrátt fyrir kreppuna. 9.2.2010 11:19 Magma Energy stofnar íslenskt dótturfélag Kanadíska jarðhitafyrirtækið Magma Energy Corporation, sem á 40,94% hlut í HS Orku í gegnum dótturfyrirtæki sitt Magma Energy Sweden AB, hefur sett á stofn dótturfyrirtæki hér á landi, Magma Energy Iceland ehf. 9.2.2010 11:04 Leigusamningum fjölgaði um tæp 52% milli mánaða Heildarfjöldi leigusamninga á landinu var 898 í janúar 2010 og fækkar þeim um 0,8% frá janúar 2009 en fjölgar um 51,9% frá desember 2009. 9.2.2010 10:55 Íslandsvinurinn Kiefer Sutherland svikinn af nautgripasala Íslandsvinurinn og stórstjarnan Kiefer Sutherland situr eftir með sárt ennið eftir að hafa verið illa svikinn í viðskiptum af nautgripasala í Bandaríkjunum. Sutherland var svikinn um 869.000 dollara af nautgripasalanum eða um tæpar 112 milljónir kr. 9.2.2010 10:44 Forstjóri Marels eykur við hlut sinn í félaginu Theodoor Hoen forstjóri Marels hefur aukið við hlut sinn í félaginu. Í tilkynningu til kauphallarinnar kemur fram að hann hafi keypt hluti fyrir 29,4 milljónir kr. í morgun. 9.2.2010 10:18 Krónan ætti að geta styrkst gagnvart evrunni Líklegt er að evran haldi áfram að gefa eftir gagnvart helstu gjaldmiðlum. Krónan ætti einnig að geta styrkst gagnvart evrunni, samfara áframhaldandi myndarlegum afgangi af vöru- og þjónustuviðskiptum við útlönd. 9.2.2010 10:06 Íslandssjóðir hf. sektaðir fyrir villandi upplýsingar Fjármálaeftirlitið hefur sektað Íslandssjóði hf. um eina milljón kr. fyrir villandi upplýsingagjöf. Málinu lauk með sátt í síðasta mánuði. 9.2.2010 09:33 Arev og Auður Capital sektuð fyrir orðið „fjárfestingasjóður" Fjármálaeftirlitið hefur sektað Arev verðbréfafyrirtæki hf, og Auði Capital um hálfa milljón kr. hvert fyrir að hafa notað orðið „fjárfestingarsjóður" við kynningu á fagfjárfestingasjóðum á heimasíðum sínum. 9.2.2010 09:26 MP Sjóðir sektaðir um milljón fyrir villandi auglýsingu Fjármálaeftirlitið hefur sektað MP Sjóði hf. um eina milljón kr. fyrir að hafa birt villandi upplýsingar í auglýsingu sem birtist í dagblöðum og á vefsíðunni mbl.is. 9.2.2010 09:20 Áhugi á að kaupa eina af stærri breskum eignum Kaupþings Nokkrir fjárfestar hafa lýst áhuga á því að kaupa, Bay Restaurant Group (Bay), eina af stærri eignum Kaupþings í Bretlandi. Bay var áður í eigu auðmannsins Robert Tchenguiz fyrrum stjórnarmanns í Exista. Kauipþing leysti til sín þessa eign í fyrra. 9.2.2010 08:42 SAS öskrar á hjálp, tapaði 50 milljörðum í fyrra „SAS öskrar á hjálp" er fyrirsögnin á einum af dönsku vefmiðlunum í morgun þar sem fjallað er um taprekstur SAS flugfélagsins á síðasta ári. Tapið nam 2,2 milljörðum danskra kr. eða rúmum 50 milljörðum kr. 9.2.2010 08:30 Arion banki stefnir Björgólfi Thor Arion banki hefur nú höfðað mál gegn Björgólfi Thor Björgólfssyni vegna persónulegra ábyrgða sem hann og faðir hans tókust á hendur þegar Samson fékk lán hjá Búnaðarbankanum vorið 2003 til að kaupa Landsbankann. Skuld feðganna stendur í tæpum sex milljörðum króna í dag. 8.2.2010 18:45 Viðskiptaráð: 40% fyrirtækja í samkeppni við hið opinbera 40% forsvarsmanna fyrirtækja í íslensku atvinnulífi telja opinberar stofnanir eða fyrirtæki í opinberum rekstri vera í samkeppni við sitt fyrirtæki. Þá telja 51% fyrirtækja í þjónustu sig vera í samkeppni við hið opinbera, 49% fyrirtækja í verslun og 58% fyrirtækja í byggingar- eða verktakastarfsemi. 8.2.2010 17:57 Gamma hækkaði um 0,1% í dag Skuldabréfavísitalan GAMMA: GBI hækkaði um 0,1% í dag í 6,2 milljarða viðskiptum. GAMMAi: Verðtryggt hækkaði um 0,1% í 0,6 milljarða viðskiptum og GAMMAxi: Óverðtryggt hækkaði um 0,2% í 5,5 milljarða viðskiptum. 8.2.2010 16:18 Tölvumiðlun á 25 ára afmæli í dag Tölvumiðlun fagnar 25 ára afmæli sínu í dag, 8. febrúar. 8.2.2010 15:37 Næsta andlit Iceland verður venjulegur Breti Verslunarkeðjan Iceland í Bretlandi hefur hleypt af stokkunum samkeppni meðal bresks almennings um að finna næsta andlit keðjunnar. Hingað til hefur Iceland sótt þetta andlit til þekktra Breta en nú á að breyta um stefnu. 8.2.2010 14:29 Norræn deila um frekari fjárhagsaðstoð til SAS Norsk stjórnvöld hafa glatað þolinmæði sinni gagnvart SAS flugfélaginu og munu ekki leggja því til krónu í frekari fjárhagsaðstoð. Dönsk stjórnvöld vilja hinsvegar halda áfram að aðstoða SAS. 8.2.2010 13:49 FME sektar Teymi um 7,5 milljónir Fjármálaeftirlitið (FME) hefur sektað eignarhaldsfélagið Teymi um 7,5 milljónir króna fyrir að gera ekki opinberar verðmyndandi upplýsingar í apríl á síðasta ári, er vörðuðu niðurfærslu á verðmæti farsímakerfis í eigu félagsins. 8.2.2010 12:49 MP Banki flytur í dag og opnar nýtt útibú MP Banki flytur í dag höfuðstöðvar sínar í Ármúla 13a ásamt því að opna þar nýtt útibú. 8.2.2010 12:42 Nafni Landsafls breytt í Reitir II Fyrirtækjaskrá hefur skráð nýtt nafn Landsafls ehf. en félagið hefur fengið nafnið Reitir II ehf. 8.2.2010 12:13 Mikil eftirpurn eftir löngum bréfum jákvætt fyrir ríkissjóð Mikil eftirspurn eftir löngum ríkisbréfum í útboði s.l. föstudag hlýtur að teljast afar jákvæð fyrir ríkissjóð m.v. þá áherslu að lengja í endurgreiðsluferli skulda hans. Jafnframt telur greining Íslandsbanka að niðurstaðan sé afar góð fyrir skuldabréfamarkaðinn. 8.2.2010 11:47 Atvinnuleysið áfram minna en í öðrum OECD ríkjum Atvinnuleysið í OECD ríkjunum var að meðaltali 8,8% í desember s.l. samkvæmt samræmdri mælingu samtakanna. Atvinnuleysi á Íslandi er því áfram minna en í öðrum OECD ríkjum að jafnaði en það mældist 8,2% í desember. 8.2.2010 11:24 Tryggingarfélög hagnast vel á Facebook Með tilkomu Facebook er það orðið mun léttara verk fyrir tryggingarfélög að upplýsa um tryggingarsvik. Á síðustu fjórum árum hefur tryggingarfélag sparað sér greiðslur á tryggingabótum upp á rúma þrjá milljarða með því að nýta sér upplýsingar af Facebook. 8.2.2010 11:00 Hlutir í Færeyjabanka ekki hærri síðan 2008 Hlutir í Færeyjabanka hækkuðu um 4,5% í kauphöllinni í Kaupmannahöfn og hefur gengi þeirra þar ekki verið hærra síðan í október árið 2008. Gengi þeirra stendur í 150 kr. dönskum. 8.2.2010 10:36 Innleiðing INET tókst vel á öllum mörkuðum NASDAQ OMX Group tilkynnir að innleiðing viðskiptakerfisins INET tókst vel í dag á öllum mörkuðum á Norðurlöndunum (Kaupmannahöfn, Helsinki, Íslandi og Stokkhólmi) og í Eystrasaltsríkjunum (Riga, Tallinn og Vilnius). 8.2.2010 10:09 Actavis skapar yfir 50 ný störf í Hafnarfirði Actavis hefur ákveðið að stækka lyfjaverksmiðju sína í Hafnarfirði. Í kjölfarið verða til meira en 50 ný störf hjá fyrirtækinu og framleiðslugetan á Íslandi eykst um 50%. Framkvæmdir hefjast fljótlega og er áætlað að framleiðsla í nýja hlutanum fari af stað um næstu áramót. 8.2.2010 09:43 HS Orka hagnaðist um 6,8 milljarða í fyrra Hagnaður HS Orku á síðasta ári nam 6,8 milljörðum kr. samanborið við tap að upphæð 11,7 milljörðum kr. á árinu 2008. Þegar tekið hefur verið tillit til tekna og gjalda færðra á eigið fé er afkoman í heild jákvæð um um 8,15 milljarða kr. samanborið við tap að upphæð 4,7 milljarða kr. árið áður. 8.2.2010 09:23 Álverðið dottið niður fyrir 2.000 dollara í London Heimsmarkaðsverð á áli hefur stöðugt lækkað undanfarnar vikur og er nú komið niður yfir 2.000 dollara á tonnið á markaðinum í London. Í morgun stóð verðið í 1.982 dollurum á tonnið miðað við þriggja mánaða framvirka samninga. 8.2.2010 08:51 Hlutabréfaútgáfa upp á 8 milljarða hjá West Ham Skriður er kominn á hugmyndir þeirra David Sullivan og David Gold um að fá nýtt fjármagn inn í rekstur enska úrvalsdeildarliðsins West Ham. Framundan er útgáfa á nýjum hlutabréfum fyrir allt að 40 milljónir punda eða um 8 milljarða kr. 8.2.2010 08:32 Toyota innkallar Prius Japanski bílaframleiðandinn Toyota hyggst síðar í vikunni innkalla rúmlega 300 þúsund bifreiðar af gerðinni Prius í Bandaríkjunum og Japan vegna bilana í hemlunarbúnaði bifreiðanna. Áður hafði fyrirtækið innkallað um átta milljónir bifreiðar víðsvegar um heiminn, þar á meðal á Íslandi, vegna bilana í bensíngjöf í sjö undirtegundum. 8.2.2010 08:03 Færeyjabanki eignast hluta af útibúaneti Sparbank Færeyjabanki hefur eignast hluta af útibúaneti danska bankans Sparbank. Útibúin sem hér um ræðir eru staðsett á Jótlandi, Fjóni og Grænlandi. Alls er um 12 útibú að ræða með 30.000 viðskiptavinum. Innistæður nema 3,6 milljörðum danskra kr. og útistandandi lán 3,9 milljörðum kr. 8.2.2010 08:01 Saxbygg gerði verðmat á eigin eignum Fyrri eigendur Saxbygg seldu erlendar eignir félagsins fyrir brot af bókfærðu verðmæti þeirra til þriggja fyrirtækja í þeirra eigin eigu eftir að halla tók undan fæti í rekstri félagsins vorið 2008 og ljóst var að stefndi í milljarðatap. Í mars sama ár höfðu lánardrottnar barið á dyrnar og kallað eftir traustari veðum. 8.2.2010 00:01 Stofnuðu félag til þess að fjárfesta í kvikmyndagerð Framkvæmdarstjóri í Seðlabankanum stofnaði félag ásamt Steingrími Wernerssyni sem hefur það að markmiði að fjárfesta í kvikmyndagerð. Félagarnir hafa sett milljónir í framleiðslu á heimildamynd sem ber heitið, Feigðarflan. 7.2.2010 18:52 Efnuðustu þjóðirnar fella niður allar skuldir Haiti Efnuðustu þjóðir heims, G-7 hópurinn svokallaði, hafa ákveðið að fella niður allar skuldir Haiti í kjölfar hörmunganna þar í landi undanfarnar vikur. 7.2.2010 10:47 Meðallaun starfsmanna Glitnis tæpar fimmtán milljónir Meðallaunagreiðslur til hvers starfsmanns Glitnis eru um 14,6 milljónir samkvæmt uppgjöri bankans fyrstu ellefu mánuðina árið 2009 sem hefur verið birt kröfuhöfum. Þetta kemur fram á vef Viðskiptablaðsins. 7.2.2010 10:40 Íslensk fiskhausaþurrkun skapar störf í Nova Scotia Íslensk fiskhausaþurrkun mun skapa um 50 ný störf í Nova Scotia í Kanada á næstu fimm árum. Yfirvöld í Nova Scotia hafa ákveðið að leggja 1,4 milljónir kanadadollara eða um 180 milljónir kr. sem lán í fyrirtækið. 7.2.2010 10:00 Íslenskt hugvit í norskum rútum Íslenska flotastýringakerfið SAGA-system hefur selt búnað sinn í tæplega eitt hundrað strætisvagna í Noregi sem eru í eigu rútufyrirtækisins Tide Buss. 7.2.2010 09:25 Lindsay Lohan verður fylgdarkona Lugner í ár 7.2.2010 09:16 Actavis og Teva leggja fram tilboð í Ratiopharm Actavis og Teva eru bæði búin að leggja fram tilboð í þýska samheitalyfjafyrirtækið Ratiopharm. Talið er að bandaríski lyfjarisinn Pfizer muni einnig leggja fram tilboð fyrir lok mánaðarins en áður hafði komið fram að Pfizer væri hætt við að reyna að kaupa Ratiopharm. 7.2.2010 08:33 Gríðarleg aukning á löglegu niðurhali á Íslandi öfugt við önnur lönd Löglegt niðurhal á tónlist hjá Tónlist.is hefur aukist til muna undanfarið öfugt við þá þróun sem er að eiga sér stað í heiminum. Samkvæmt tilkynningu frá Tónlist.is þá hefur sala á Tónlist.is aldrei verið meiri en í byrjun ársins 2010. 7.2.2010 00:00 Fagfjárfestar verða mótvægi Svo kann að fara að fagfjárfestum, svo sem lífeyrissjóðum, verði boðið að kaupa stóran hlut Arion banka í Högum í lokuðu útboði fyrir skráningu félagsins á markað seinni hluta árs og þeir verði mótvægi við aðra hluthafa félagsins sem fá að kaupa í opnu útboði. Finnur Sveinbjörnsson, bankastjóri Arion banka, segir þetta á meðal þeirra hugmynda sem unnið sé með í samráði við erlendan ráðgjafa í útfærslu á útboðsferlinu. 6.2.2010 03:00 Google fyrirtækið hótar að hætta starfsemi í Kína Google fyrirtækið hefur hótað því að hætta allri starfsemi í Kína vegna þess að fyrirtækið hefur orðið fyrir árásum af hálfu kínverskra tölvuhakkara. 5.2.2010 21:00 Sjá næstu 50 fréttir
Alcoa Fjarðaál flutti út vörur fyrir um 74 milljarða Útflutningur Alcoa Fjarðaáls á síðasta ári nam tæplega 600 milljónum bandaríkjadala, sem jafngildir um 74 milljörðum íslenskra króna, miðað við núverandi gengi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu en rúmlega 349 þúsund tonn af hreinu áli, álblöndum og álvírum voru flutt úr. Verðmæti útflutnings Alcoa Fjarðaáls í fyrra nam því rúmlega 1.4 milljörðum króna á viku, eða rúmlega 200 milljónum króna á dag. 9.2.2010 14:21
Fjórir Prius innkallaðir á Íslandi Innkalla þurfti fjórar bifreiðar af Toyota Prius gerð hér á Íslandi en alls þarf Toyota að innkalla 52.903 bíla í Evrópu vegna uppfærslu sem gera þarf á hugbúnaði í ABS-bremsukerfi bílsins. Páll Þorsteinsson upplýsingafulltrúi Toyota segir að þessi gerð af Prius hafi verið kynnt hér á landi í september og að fjórir bílar hafi selst. Þegar hefur verið haft samband við eigendur þeirra bíla sem kalla þarf inn hér á landi og gefa þeim tíma á verkstæði. 9.2.2010 14:14
SA: Umhverfisráðherra að geðjast þröngum flokkshagsmunum Samtök atvinnulífsins (SA) gagnrýna Svandísi Svavarsdóttur umhverfisráðherra harðlega á heimasíðu sinni vegna ákvörðunar hennar um virkjanir í neðrihluta Þjórsár. 9.2.2010 12:36
Landsframleiðslan á mann enn há á Íslandi Greining Íslandsbanka fjallar í dag um breytingar á landsframleiðslunni á Íslandi í kreppunni. Þar segir að áhugavert er í því sambandi að skoða kaupmátt landsframleiðslunnar á mann en á þann mælikvarða stóð Ísland afar vel fyrir hrunið með eina hæstu landsframleiðslu á mann í heimi. Sú staða versnar ekki mjög mikið þrátt fyrir kreppuna. 9.2.2010 11:19
Magma Energy stofnar íslenskt dótturfélag Kanadíska jarðhitafyrirtækið Magma Energy Corporation, sem á 40,94% hlut í HS Orku í gegnum dótturfyrirtæki sitt Magma Energy Sweden AB, hefur sett á stofn dótturfyrirtæki hér á landi, Magma Energy Iceland ehf. 9.2.2010 11:04
Leigusamningum fjölgaði um tæp 52% milli mánaða Heildarfjöldi leigusamninga á landinu var 898 í janúar 2010 og fækkar þeim um 0,8% frá janúar 2009 en fjölgar um 51,9% frá desember 2009. 9.2.2010 10:55
Íslandsvinurinn Kiefer Sutherland svikinn af nautgripasala Íslandsvinurinn og stórstjarnan Kiefer Sutherland situr eftir með sárt ennið eftir að hafa verið illa svikinn í viðskiptum af nautgripasala í Bandaríkjunum. Sutherland var svikinn um 869.000 dollara af nautgripasalanum eða um tæpar 112 milljónir kr. 9.2.2010 10:44
Forstjóri Marels eykur við hlut sinn í félaginu Theodoor Hoen forstjóri Marels hefur aukið við hlut sinn í félaginu. Í tilkynningu til kauphallarinnar kemur fram að hann hafi keypt hluti fyrir 29,4 milljónir kr. í morgun. 9.2.2010 10:18
Krónan ætti að geta styrkst gagnvart evrunni Líklegt er að evran haldi áfram að gefa eftir gagnvart helstu gjaldmiðlum. Krónan ætti einnig að geta styrkst gagnvart evrunni, samfara áframhaldandi myndarlegum afgangi af vöru- og þjónustuviðskiptum við útlönd. 9.2.2010 10:06
Íslandssjóðir hf. sektaðir fyrir villandi upplýsingar Fjármálaeftirlitið hefur sektað Íslandssjóði hf. um eina milljón kr. fyrir villandi upplýsingagjöf. Málinu lauk með sátt í síðasta mánuði. 9.2.2010 09:33
Arev og Auður Capital sektuð fyrir orðið „fjárfestingasjóður" Fjármálaeftirlitið hefur sektað Arev verðbréfafyrirtæki hf, og Auði Capital um hálfa milljón kr. hvert fyrir að hafa notað orðið „fjárfestingarsjóður" við kynningu á fagfjárfestingasjóðum á heimasíðum sínum. 9.2.2010 09:26
MP Sjóðir sektaðir um milljón fyrir villandi auglýsingu Fjármálaeftirlitið hefur sektað MP Sjóði hf. um eina milljón kr. fyrir að hafa birt villandi upplýsingar í auglýsingu sem birtist í dagblöðum og á vefsíðunni mbl.is. 9.2.2010 09:20
Áhugi á að kaupa eina af stærri breskum eignum Kaupþings Nokkrir fjárfestar hafa lýst áhuga á því að kaupa, Bay Restaurant Group (Bay), eina af stærri eignum Kaupþings í Bretlandi. Bay var áður í eigu auðmannsins Robert Tchenguiz fyrrum stjórnarmanns í Exista. Kauipþing leysti til sín þessa eign í fyrra. 9.2.2010 08:42
SAS öskrar á hjálp, tapaði 50 milljörðum í fyrra „SAS öskrar á hjálp" er fyrirsögnin á einum af dönsku vefmiðlunum í morgun þar sem fjallað er um taprekstur SAS flugfélagsins á síðasta ári. Tapið nam 2,2 milljörðum danskra kr. eða rúmum 50 milljörðum kr. 9.2.2010 08:30
Arion banki stefnir Björgólfi Thor Arion banki hefur nú höfðað mál gegn Björgólfi Thor Björgólfssyni vegna persónulegra ábyrgða sem hann og faðir hans tókust á hendur þegar Samson fékk lán hjá Búnaðarbankanum vorið 2003 til að kaupa Landsbankann. Skuld feðganna stendur í tæpum sex milljörðum króna í dag. 8.2.2010 18:45
Viðskiptaráð: 40% fyrirtækja í samkeppni við hið opinbera 40% forsvarsmanna fyrirtækja í íslensku atvinnulífi telja opinberar stofnanir eða fyrirtæki í opinberum rekstri vera í samkeppni við sitt fyrirtæki. Þá telja 51% fyrirtækja í þjónustu sig vera í samkeppni við hið opinbera, 49% fyrirtækja í verslun og 58% fyrirtækja í byggingar- eða verktakastarfsemi. 8.2.2010 17:57
Gamma hækkaði um 0,1% í dag Skuldabréfavísitalan GAMMA: GBI hækkaði um 0,1% í dag í 6,2 milljarða viðskiptum. GAMMAi: Verðtryggt hækkaði um 0,1% í 0,6 milljarða viðskiptum og GAMMAxi: Óverðtryggt hækkaði um 0,2% í 5,5 milljarða viðskiptum. 8.2.2010 16:18
Tölvumiðlun á 25 ára afmæli í dag Tölvumiðlun fagnar 25 ára afmæli sínu í dag, 8. febrúar. 8.2.2010 15:37
Næsta andlit Iceland verður venjulegur Breti Verslunarkeðjan Iceland í Bretlandi hefur hleypt af stokkunum samkeppni meðal bresks almennings um að finna næsta andlit keðjunnar. Hingað til hefur Iceland sótt þetta andlit til þekktra Breta en nú á að breyta um stefnu. 8.2.2010 14:29
Norræn deila um frekari fjárhagsaðstoð til SAS Norsk stjórnvöld hafa glatað þolinmæði sinni gagnvart SAS flugfélaginu og munu ekki leggja því til krónu í frekari fjárhagsaðstoð. Dönsk stjórnvöld vilja hinsvegar halda áfram að aðstoða SAS. 8.2.2010 13:49
FME sektar Teymi um 7,5 milljónir Fjármálaeftirlitið (FME) hefur sektað eignarhaldsfélagið Teymi um 7,5 milljónir króna fyrir að gera ekki opinberar verðmyndandi upplýsingar í apríl á síðasta ári, er vörðuðu niðurfærslu á verðmæti farsímakerfis í eigu félagsins. 8.2.2010 12:49
MP Banki flytur í dag og opnar nýtt útibú MP Banki flytur í dag höfuðstöðvar sínar í Ármúla 13a ásamt því að opna þar nýtt útibú. 8.2.2010 12:42
Nafni Landsafls breytt í Reitir II Fyrirtækjaskrá hefur skráð nýtt nafn Landsafls ehf. en félagið hefur fengið nafnið Reitir II ehf. 8.2.2010 12:13
Mikil eftirpurn eftir löngum bréfum jákvætt fyrir ríkissjóð Mikil eftirspurn eftir löngum ríkisbréfum í útboði s.l. föstudag hlýtur að teljast afar jákvæð fyrir ríkissjóð m.v. þá áherslu að lengja í endurgreiðsluferli skulda hans. Jafnframt telur greining Íslandsbanka að niðurstaðan sé afar góð fyrir skuldabréfamarkaðinn. 8.2.2010 11:47
Atvinnuleysið áfram minna en í öðrum OECD ríkjum Atvinnuleysið í OECD ríkjunum var að meðaltali 8,8% í desember s.l. samkvæmt samræmdri mælingu samtakanna. Atvinnuleysi á Íslandi er því áfram minna en í öðrum OECD ríkjum að jafnaði en það mældist 8,2% í desember. 8.2.2010 11:24
Tryggingarfélög hagnast vel á Facebook Með tilkomu Facebook er það orðið mun léttara verk fyrir tryggingarfélög að upplýsa um tryggingarsvik. Á síðustu fjórum árum hefur tryggingarfélag sparað sér greiðslur á tryggingabótum upp á rúma þrjá milljarða með því að nýta sér upplýsingar af Facebook. 8.2.2010 11:00
Hlutir í Færeyjabanka ekki hærri síðan 2008 Hlutir í Færeyjabanka hækkuðu um 4,5% í kauphöllinni í Kaupmannahöfn og hefur gengi þeirra þar ekki verið hærra síðan í október árið 2008. Gengi þeirra stendur í 150 kr. dönskum. 8.2.2010 10:36
Innleiðing INET tókst vel á öllum mörkuðum NASDAQ OMX Group tilkynnir að innleiðing viðskiptakerfisins INET tókst vel í dag á öllum mörkuðum á Norðurlöndunum (Kaupmannahöfn, Helsinki, Íslandi og Stokkhólmi) og í Eystrasaltsríkjunum (Riga, Tallinn og Vilnius). 8.2.2010 10:09
Actavis skapar yfir 50 ný störf í Hafnarfirði Actavis hefur ákveðið að stækka lyfjaverksmiðju sína í Hafnarfirði. Í kjölfarið verða til meira en 50 ný störf hjá fyrirtækinu og framleiðslugetan á Íslandi eykst um 50%. Framkvæmdir hefjast fljótlega og er áætlað að framleiðsla í nýja hlutanum fari af stað um næstu áramót. 8.2.2010 09:43
HS Orka hagnaðist um 6,8 milljarða í fyrra Hagnaður HS Orku á síðasta ári nam 6,8 milljörðum kr. samanborið við tap að upphæð 11,7 milljörðum kr. á árinu 2008. Þegar tekið hefur verið tillit til tekna og gjalda færðra á eigið fé er afkoman í heild jákvæð um um 8,15 milljarða kr. samanborið við tap að upphæð 4,7 milljarða kr. árið áður. 8.2.2010 09:23
Álverðið dottið niður fyrir 2.000 dollara í London Heimsmarkaðsverð á áli hefur stöðugt lækkað undanfarnar vikur og er nú komið niður yfir 2.000 dollara á tonnið á markaðinum í London. Í morgun stóð verðið í 1.982 dollurum á tonnið miðað við þriggja mánaða framvirka samninga. 8.2.2010 08:51
Hlutabréfaútgáfa upp á 8 milljarða hjá West Ham Skriður er kominn á hugmyndir þeirra David Sullivan og David Gold um að fá nýtt fjármagn inn í rekstur enska úrvalsdeildarliðsins West Ham. Framundan er útgáfa á nýjum hlutabréfum fyrir allt að 40 milljónir punda eða um 8 milljarða kr. 8.2.2010 08:32
Toyota innkallar Prius Japanski bílaframleiðandinn Toyota hyggst síðar í vikunni innkalla rúmlega 300 þúsund bifreiðar af gerðinni Prius í Bandaríkjunum og Japan vegna bilana í hemlunarbúnaði bifreiðanna. Áður hafði fyrirtækið innkallað um átta milljónir bifreiðar víðsvegar um heiminn, þar á meðal á Íslandi, vegna bilana í bensíngjöf í sjö undirtegundum. 8.2.2010 08:03
Færeyjabanki eignast hluta af útibúaneti Sparbank Færeyjabanki hefur eignast hluta af útibúaneti danska bankans Sparbank. Útibúin sem hér um ræðir eru staðsett á Jótlandi, Fjóni og Grænlandi. Alls er um 12 útibú að ræða með 30.000 viðskiptavinum. Innistæður nema 3,6 milljörðum danskra kr. og útistandandi lán 3,9 milljörðum kr. 8.2.2010 08:01
Saxbygg gerði verðmat á eigin eignum Fyrri eigendur Saxbygg seldu erlendar eignir félagsins fyrir brot af bókfærðu verðmæti þeirra til þriggja fyrirtækja í þeirra eigin eigu eftir að halla tók undan fæti í rekstri félagsins vorið 2008 og ljóst var að stefndi í milljarðatap. Í mars sama ár höfðu lánardrottnar barið á dyrnar og kallað eftir traustari veðum. 8.2.2010 00:01
Stofnuðu félag til þess að fjárfesta í kvikmyndagerð Framkvæmdarstjóri í Seðlabankanum stofnaði félag ásamt Steingrími Wernerssyni sem hefur það að markmiði að fjárfesta í kvikmyndagerð. Félagarnir hafa sett milljónir í framleiðslu á heimildamynd sem ber heitið, Feigðarflan. 7.2.2010 18:52
Efnuðustu þjóðirnar fella niður allar skuldir Haiti Efnuðustu þjóðir heims, G-7 hópurinn svokallaði, hafa ákveðið að fella niður allar skuldir Haiti í kjölfar hörmunganna þar í landi undanfarnar vikur. 7.2.2010 10:47
Meðallaun starfsmanna Glitnis tæpar fimmtán milljónir Meðallaunagreiðslur til hvers starfsmanns Glitnis eru um 14,6 milljónir samkvæmt uppgjöri bankans fyrstu ellefu mánuðina árið 2009 sem hefur verið birt kröfuhöfum. Þetta kemur fram á vef Viðskiptablaðsins. 7.2.2010 10:40
Íslensk fiskhausaþurrkun skapar störf í Nova Scotia Íslensk fiskhausaþurrkun mun skapa um 50 ný störf í Nova Scotia í Kanada á næstu fimm árum. Yfirvöld í Nova Scotia hafa ákveðið að leggja 1,4 milljónir kanadadollara eða um 180 milljónir kr. sem lán í fyrirtækið. 7.2.2010 10:00
Íslenskt hugvit í norskum rútum Íslenska flotastýringakerfið SAGA-system hefur selt búnað sinn í tæplega eitt hundrað strætisvagna í Noregi sem eru í eigu rútufyrirtækisins Tide Buss. 7.2.2010 09:25
Actavis og Teva leggja fram tilboð í Ratiopharm Actavis og Teva eru bæði búin að leggja fram tilboð í þýska samheitalyfjafyrirtækið Ratiopharm. Talið er að bandaríski lyfjarisinn Pfizer muni einnig leggja fram tilboð fyrir lok mánaðarins en áður hafði komið fram að Pfizer væri hætt við að reyna að kaupa Ratiopharm. 7.2.2010 08:33
Gríðarleg aukning á löglegu niðurhali á Íslandi öfugt við önnur lönd Löglegt niðurhal á tónlist hjá Tónlist.is hefur aukist til muna undanfarið öfugt við þá þróun sem er að eiga sér stað í heiminum. Samkvæmt tilkynningu frá Tónlist.is þá hefur sala á Tónlist.is aldrei verið meiri en í byrjun ársins 2010. 7.2.2010 00:00
Fagfjárfestar verða mótvægi Svo kann að fara að fagfjárfestum, svo sem lífeyrissjóðum, verði boðið að kaupa stóran hlut Arion banka í Högum í lokuðu útboði fyrir skráningu félagsins á markað seinni hluta árs og þeir verði mótvægi við aðra hluthafa félagsins sem fá að kaupa í opnu útboði. Finnur Sveinbjörnsson, bankastjóri Arion banka, segir þetta á meðal þeirra hugmynda sem unnið sé með í samráði við erlendan ráðgjafa í útfærslu á útboðsferlinu. 6.2.2010 03:00
Google fyrirtækið hótar að hætta starfsemi í Kína Google fyrirtækið hefur hótað því að hætta allri starfsemi í Kína vegna þess að fyrirtækið hefur orðið fyrir árásum af hálfu kínverskra tölvuhakkara. 5.2.2010 21:00