Viðskipti innlent

Tveir greiddu atkvæði gegn vaxtalækkun

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Peningastefnunefnd.
Peningastefnunefnd.
Tveir úr peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands greiddu atkvæði gegn þeirri tillögu seðlabankastjóra að lækka stýrivexti um 0,5 prósentur. Þrír greiddu hins vegar atkvæði með tillögunni. Þetta kemur fram í fundargerð peningastefnunefndar sem birt var síðdegis.

Annar þeirra nefndarmanna sem voru andvígir tillögunni vildi taka smærra skref og lækka vexti um 0,25 prósentur. Hélt hann því fram að óvissa hefði aukist og verðbólguhorfur versnað frá verðbólguspá í nóvember. Hinn nefndarmaðurinn vildi óbreytta vexti. Þessi nefndarmaður hélt því fram að óvissa hefði stóraukist í kjölfar þeirrar ákvörðunar forseta Íslands að synja Icesave-lögunum staðfestingar. Það þyrfti að leysa þá deilu áður en hægt væri að halda áfram að draga úr aðhaldi peningastefnunnar.

Þar sem meirihluti var fyrir stýrivaxtalækkunarákvörðuninni varð niðurstaðan sú að vextir lækkuðu. Stýrivextir urðu 9,5%.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×