Reikningur til Manarbúa fyrir Kaupþing 12 milljarðar 10. febrúar 2010 09:54 Skattgreiðendur á eyjunni Mön munu þurfa að greiða 60 milljónir punda, eða um 12 milljarða kr., til þess að hægt sé að standa við greiðslur á innlánstryggingum á reikningum hjá dótturfélags Kaupþings á eyjunni.Þetta kemur fram í ítarlegri grein um málið í blaðinu Telegraph. Dótturfélagið, eða Kaupthing Singer & Friedlander Isle of Man (KSFIOM) féll á sama tíma og Kaupþing á Bretlandseyjum. Stjórnvöld á Mön neyddust til að greiða innistæðueigendum KSFIOM 150 milljónir punda í innistæðutryggingu sem sett var á 50.000 pund á hvern reikning.Samkvæmt Telegraph er talið að um 90 milljónir punda náist upp í þessa heildargreiðslu þegar búið verður að gera þrotabú KSFIOM upp. Skaði skattgreiðenda verður sum sé 60 milljónir punda.Fram kemur í blaðinu að þegar hafi þrír af hverjum fjórum innistæðueigendum KSFIOM fengið sínar innistæður greiddar að fullu. Fjöldi innistæðueigenda nam tæpum 6.400 einstaklingum.Sérstök hagsmunasamtök innistæðueigenda (DAG) halda því fram að þessar tölur segi ekki alla söguna. Um 2.500 einstaklingar hafi átt meir en 50.000 pund hver inni hjá KSFIOM. Þar að auki hafi 1.500 einstaklingar í viðbót átt fé í bankanum í formi skuldabréfa eða innistæðna í sjóðum.Skiptaráðendur þrotabús KSFIOM segja að þegar upp er staðið muni um 90% fást upp í kröfur viðskiptavina bankans. Það gæti hinsvegar tekið allt að fimm ár að endurgreiða þessar kröfur. Mest lesið Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Viðskipti innlent Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Viðskipti innlent Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Viðskipti innlent „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðskipti innlent Isavia gefur strandaglópum engin grið Viðskipti innlent Búið að greiða laun og barnabætur Viðskipti innlent Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Viðskipti innlent Gjörbreyttar kröfur og vinna ekki lengur aðeins til að hafa í sig og á Atvinnulíf „Það verður andskoti flókið“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Skattgreiðendur á eyjunni Mön munu þurfa að greiða 60 milljónir punda, eða um 12 milljarða kr., til þess að hægt sé að standa við greiðslur á innlánstryggingum á reikningum hjá dótturfélags Kaupþings á eyjunni.Þetta kemur fram í ítarlegri grein um málið í blaðinu Telegraph. Dótturfélagið, eða Kaupthing Singer & Friedlander Isle of Man (KSFIOM) féll á sama tíma og Kaupþing á Bretlandseyjum. Stjórnvöld á Mön neyddust til að greiða innistæðueigendum KSFIOM 150 milljónir punda í innistæðutryggingu sem sett var á 50.000 pund á hvern reikning.Samkvæmt Telegraph er talið að um 90 milljónir punda náist upp í þessa heildargreiðslu þegar búið verður að gera þrotabú KSFIOM upp. Skaði skattgreiðenda verður sum sé 60 milljónir punda.Fram kemur í blaðinu að þegar hafi þrír af hverjum fjórum innistæðueigendum KSFIOM fengið sínar innistæður greiddar að fullu. Fjöldi innistæðueigenda nam tæpum 6.400 einstaklingum.Sérstök hagsmunasamtök innistæðueigenda (DAG) halda því fram að þessar tölur segi ekki alla söguna. Um 2.500 einstaklingar hafi átt meir en 50.000 pund hver inni hjá KSFIOM. Þar að auki hafi 1.500 einstaklingar í viðbót átt fé í bankanum í formi skuldabréfa eða innistæðna í sjóðum.Skiptaráðendur þrotabús KSFIOM segja að þegar upp er staðið muni um 90% fást upp í kröfur viðskiptavina bankans. Það gæti hinsvegar tekið allt að fimm ár að endurgreiða þessar kröfur.
Mest lesið Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Viðskipti innlent Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Viðskipti innlent Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Viðskipti innlent „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðskipti innlent Isavia gefur strandaglópum engin grið Viðskipti innlent Búið að greiða laun og barnabætur Viðskipti innlent Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Viðskipti innlent Gjörbreyttar kröfur og vinna ekki lengur aðeins til að hafa í sig og á Atvinnulíf „Það verður andskoti flókið“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira