Viðskipti innlent

Kauphöllin íhugar að fella niður viðskipti vegna mistaka

Kauphöllin hefur til skoðunar viðskipti með skuldabréf HFF150914 vegna mikilla verðbreytinga. Kauphöllin íhugar niðurfellingar á grundvelli greinar 6.7.3 í aðildarreglum NASDAQ OMX Nordic.

Þetta kemur fram í tilkynningu. Samkvæmt upplýsingum frá kauphöllinni er hér verið að tala um ein einstök viðskipti og svo virðist sem miðlari hafi gert mistök í þeim.

Frekari upplýsingar verða veittar eins fljótt og auðið er.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×