Viðskipti innlent

Sólon lánaði fyrir Landsbanka vegna þrýstings

Sólon Sigurðsson, fyrrverandi bankastjóri Búnaðarbankans, segist hafa veitt lán til kaupa á Landasbankanum undir miklum þrýstingi. Upphaflega hafi hann neitað að lána Björgólfsfeðgum fyrir kaupum í Landsbankanum þegar fyrst var eftir því leitað árið 2003.

„Ég sagði að þetta kæmi mér nú svolítið undarlega fyrir sjónir því að ég hefði haldið að þeir hefðu fengið að kaupa Landsbankann á grundvelli þess að þeir væru að koma með svo mikið af dollurum til landsins að það hálfa væri nóg," sagði Sólon í viðtali við Ríkisútvarpið í gærkvöldi.

Hann hafi síðan látið undan þrýstingi frá Halldóri J. Kristjánssyni, bankastjóra Landsbankans, og lánað 3,4 milljarða kr. - pg








Fleiri fréttir

Sjá meira


×