Viðskipti innlent

Vodafone semur um afnota af ljósleiðara NATO

Samninginn undirrituðu Þórður Ægir Óskarsson, skrifstofustjóri í Utanríkisráðuneytinu, Ellisif Tinna Víðisdóttir, forstjóri Varnarmálastofnunar, og Ómar Svavarsson, forstjóri Vodafone.
Samninginn undirrituðu Þórður Ægir Óskarsson, skrifstofustjóri í Utanríkisráðuneytinu, Ellisif Tinna Víðisdóttir, forstjóri Varnarmálastofnunar, og Ómar Svavarsson, forstjóri Vodafone.
Samningur um afnot Vodafone af ljósleiðarasþræði Varnarmálastofnunar, sem áður var rekinn af NATÓ og kom í hlut íslenska ríkisins við brottför Varnarliðsins frá Íslandi, hefur verið undirritaður.

Í tilkynningu segir að samningurinn var gerður að undangengnu útboði þar sem fjarskiptafyrirtæki kepptust um að fá afnot af ljósleiðaranum. Hann er rúmlega 1.800 kílómetra langur og liggur hringinn í kringum Ísland, þ.m.t. um Vestfirði. Gildistími samningsins er 10 ár.

"Samkeppni í fjarskiptaþjónustu á landsbyggðinni mun harðna til muna vegna samningsins. Hingað til hefur aðeins einn aðili boðið gagnaflutninga um allt land og verðlagt sína þjónustu í samræmi við það. Þeirri einokunarstöðu verður nú aflétt og um leið aukast möguleikarnir á að bjóða betri, fjölbreyttari og hagkvæmari fjarskiptaþjónustu á landsbyggðinni. Þetta er því afar mikilvægur samningur," segir Ómar Svavarsson, forstjóri Vodafone.

Möguleikar smærri fjarskiptafyrirtækja á að veita þjónustu á landsbyggðinni aukast með þessum nýja samningi, því hingað til hafa þau þurft að kaupa gagnaflutningsþjónustu háu verði á einokunarmarkaði . Með samkeppni á þeim markaði mun kostnaður fjarskiptafyrirtækjanna lækka til hagsbóta fyrir neytendur, að því er segir í tilkynningunni.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×