Rætt um að ríkissjóður standi undir bændalífeyri 10. febrúar 2010 10:30 Innan stjórnkerfisins eru nú hugmyndir um að ríkissjóður greiði beint mótframlag sitt til lífeyrisgreiðslna bænda í stað þess að framlagið sé ákveðið á fjárlögum hverju sinni. Málið var rætt á ríkisstjórnarfundi í síðustu viku en þar lagði fjármálaráðherra fram minnisblað um lífeyrissjóð bænda.Í minnisblaðinu kemur fram að í fjárlögum ársins 2010 lækkuðu framlög til lífeyrissjóðsins úr 325 milljónum kr í 178 milljónir kr. og að óbreyttu hefur það í för með sér að sjóðfélagar munu sjálfir þurfa að greiða 8% mótframlag í sjóðinn frá miðju ári. Sjóðsfélagar hingað til eingöngu greitt 4% af reiknuðum launum sínum til sjóðsins. Mun þetta leiða til þess að þeir þurfa að standa undir heildariðgjaldi síðari hluta ársins 2010 þ.e. 12%.Að mati Bændasamtakanna felst í þessu veruleg kjaraskerðing fyrir bændur í erfiðu árferði, en litið hefur verið á framlag ríkisins sem hluta af opinberum stuðningi við íslenskan landbúnað. Samtökin telja greiðslu mótframlagsins úr ríkissjóði heppilega leið til þess að veita slíkan stuðning. Samkvæmt upplýsingum frá fjármálaráðuneytinu er ekki tekin afstaða til þess hvort æskilegt sé til framtíðar að greiðsla mótframlags í lífeyrissjóð bænda komi úr ríkissjóði, ólíkt því sem gerist innan annarra einkarekinna atvinnugreina. Væri heppilegra að kveða með skýrari hætti á um það í lögum eða samningum hvaðan mótframlagið skuli greitt og á hvaða grundvelli það skuli ákvarðað, í stað þess að ákvörðun um hvort og hversu hátt framlag skuli greitt úr ríkissjóði sé tekin árlega í fjárlögum. Bent hefur verið á ýmis önnur atriði er snerta lífeyrissjóðinn sem gefa tilefni til frekari skoðunar. Þannig hefur frá stofnun sjóðsins verið ljóst að iðgjöld sem greidd eru í sjóðinn standa ekki undir jafn háum lífeyrisgreiðslum og greidd eru úr öðrum sjóðum, einkum vegna þess að iðgjaldsstofninn er í flestum tilfellum reiknað endurgjald. Einnig má færa rök með og á móti því að sérstakur lífeyrissjóður skuli starfræktur fyrir bændur á grundvelli sérlaga, en til hliðsjónar voru lög um lífeyrissjóð sjómanna, sem stofnaður var á svipuðum tíma, felld niður árið 2005 og sjóðurinn rann í stærri sjóð.Lagt er til að sett verði af stað vinna við að endurskoða framkvæmd og skipulag Lífeyrissjóðs bænda, þ. á m. aðkomu ríkissjóðs að sjóðnum. Í því skyni verði settur á fót starfshópur með fulltrúum fjármálaráðherra, landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra, Lífeyrissjóðs bænda og Bændasamtaka Íslands, sem skili niðurstöðum og tillögum eigi síðar en 1. apríl nk.Lífeyrissjóður bænda hóf starfsemi 1. janúar 1971 og starfar í dag á grundvelli laga nr. 12/1999, um Lífeyrissjóð bænda. Sjóðsfélagar eru um þrjú þúsund, en skylduaðild er að sjóðnum fyrir alla bændur og maka þeirra sem starfa að búrekstri auk launþega sem starfa við landbúnað. Frá stofnun sjóðsins hefur ríkissjóður greitt mótframlag í sjóðinn, en í 4. gr. laganna segir að iðgjald sjóðsfélaga skuli vera að lágmarki 4% af reiknuðum launum þeirra og að mótframlagið skuli „greitt af sjóðfélaga sé ekki samið um greiðslu þess úr ríkissjóði í búvörusamningi eða með öðrum sambærilegum hætti." Mest lesið Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Viðskipti innlent Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Viðskipti innlent U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Viðskipti innlent SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Sjá meira
Innan stjórnkerfisins eru nú hugmyndir um að ríkissjóður greiði beint mótframlag sitt til lífeyrisgreiðslna bænda í stað þess að framlagið sé ákveðið á fjárlögum hverju sinni. Málið var rætt á ríkisstjórnarfundi í síðustu viku en þar lagði fjármálaráðherra fram minnisblað um lífeyrissjóð bænda.Í minnisblaðinu kemur fram að í fjárlögum ársins 2010 lækkuðu framlög til lífeyrissjóðsins úr 325 milljónum kr í 178 milljónir kr. og að óbreyttu hefur það í för með sér að sjóðfélagar munu sjálfir þurfa að greiða 8% mótframlag í sjóðinn frá miðju ári. Sjóðsfélagar hingað til eingöngu greitt 4% af reiknuðum launum sínum til sjóðsins. Mun þetta leiða til þess að þeir þurfa að standa undir heildariðgjaldi síðari hluta ársins 2010 þ.e. 12%.Að mati Bændasamtakanna felst í þessu veruleg kjaraskerðing fyrir bændur í erfiðu árferði, en litið hefur verið á framlag ríkisins sem hluta af opinberum stuðningi við íslenskan landbúnað. Samtökin telja greiðslu mótframlagsins úr ríkissjóði heppilega leið til þess að veita slíkan stuðning. Samkvæmt upplýsingum frá fjármálaráðuneytinu er ekki tekin afstaða til þess hvort æskilegt sé til framtíðar að greiðsla mótframlags í lífeyrissjóð bænda komi úr ríkissjóði, ólíkt því sem gerist innan annarra einkarekinna atvinnugreina. Væri heppilegra að kveða með skýrari hætti á um það í lögum eða samningum hvaðan mótframlagið skuli greitt og á hvaða grundvelli það skuli ákvarðað, í stað þess að ákvörðun um hvort og hversu hátt framlag skuli greitt úr ríkissjóði sé tekin árlega í fjárlögum. Bent hefur verið á ýmis önnur atriði er snerta lífeyrissjóðinn sem gefa tilefni til frekari skoðunar. Þannig hefur frá stofnun sjóðsins verið ljóst að iðgjöld sem greidd eru í sjóðinn standa ekki undir jafn háum lífeyrisgreiðslum og greidd eru úr öðrum sjóðum, einkum vegna þess að iðgjaldsstofninn er í flestum tilfellum reiknað endurgjald. Einnig má færa rök með og á móti því að sérstakur lífeyrissjóður skuli starfræktur fyrir bændur á grundvelli sérlaga, en til hliðsjónar voru lög um lífeyrissjóð sjómanna, sem stofnaður var á svipuðum tíma, felld niður árið 2005 og sjóðurinn rann í stærri sjóð.Lagt er til að sett verði af stað vinna við að endurskoða framkvæmd og skipulag Lífeyrissjóðs bænda, þ. á m. aðkomu ríkissjóðs að sjóðnum. Í því skyni verði settur á fót starfshópur með fulltrúum fjármálaráðherra, landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra, Lífeyrissjóðs bænda og Bændasamtaka Íslands, sem skili niðurstöðum og tillögum eigi síðar en 1. apríl nk.Lífeyrissjóður bænda hóf starfsemi 1. janúar 1971 og starfar í dag á grundvelli laga nr. 12/1999, um Lífeyrissjóð bænda. Sjóðsfélagar eru um þrjú þúsund, en skylduaðild er að sjóðnum fyrir alla bændur og maka þeirra sem starfa að búrekstri auk launþega sem starfa við landbúnað. Frá stofnun sjóðsins hefur ríkissjóður greitt mótframlag í sjóðinn, en í 4. gr. laganna segir að iðgjald sjóðsfélaga skuli vera að lágmarki 4% af reiknuðum launum þeirra og að mótframlagið skuli „greitt af sjóðfélaga sé ekki samið um greiðslu þess úr ríkissjóði í búvörusamningi eða með öðrum sambærilegum hætti."
Mest lesið Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Viðskipti innlent Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Viðskipti innlent U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Viðskipti innlent SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Sjá meira