Viðskipti innlent

Landsbanki og Kaupþing áttu megnið af ástarbréfunum

Stærstur hluti þeirra skuldabréfa sem íslenska ríkið situr uppi með vegna veðlánaviðskipta Seðlabanka Íslands voru útgefin af Landsbanka Íslands. Viðskiptin hafa gengið undir nafninu ástarbréfin.

Þetta kemur fram í Viðskiptablaðinu í dag. Þar segir að alls tók ríkið yfir kröfur vegna veðlánaviðskiptanna að upphæð 285 milljarðar króna. Þar af voru bréf að andvirði 127 milljarða króna útgefin af Landsbankanum. Kaupþing gaf út bréf að andvirði 114,4 milljarða króna og Glitnir fyrir 43,4 milljarða króna.

Því rann 85 prósent af fénu sem Seðlabankinn dældi inn í íslensku viðskiptabanka þriggja í gegnum veðlánin til Landsbankans og Kaupþings. Þetta kemur fram í svari Seðlabankans við fyrirspurn Viðskiptablaðsins um málið. Þessar tölur hafa aldrei áður verið gerðar opinberar.

Í Viðskiptablaðinu segir einnig að þegar bókfært tap íslenska ríkisins vegna veðlánaviðskipta Seðlabankans við Landsbankann, Kaupþing og Glitni í aðdraganda hrunsins er sem stendur stærsta einstaka fjárskuldbinding sem íslenska ríkið, og skattgreiðendur þess, hafa tekið á sig í kjölfar bankahrunsins.

Við þetta má svo bæta að upplýsingarnar eru athyglisverðar í ljósi yfirlýsingar Halldórs J. Kristjánssonar fyrrum bankastjóra Landsbankans sem birt var í Morgunblaðinu í gær. Þar segir Halldór að...skal tekið fram að Landsbankinn skuldaði Seðlabanka Íslands ekki neina fjármuni, hvorki í krónum né öðrum gjaldmiðlum þegar leitað var lausafjárstuðnings í erlendri mynt 5. október 2008."








Fleiri fréttir

Sjá meira


×