Viðskipti innlent

Bakkavör andmælir ákvörðun Kauphallarinnar.

Bakkavör Group hf. telur ákvörðun Kauphallar sem birt var í gær ekki á rökum reista, að því er segir í tilkynningu frá félaginu.

„Bakkavör hefur ávallt lagt mikla áherslu á að veita viðeigandi upplýsingar til markaðarins á hverjum tíma og telur sig hafa uppfyllt öll lög og reglur sem skráð félag í þessu tilviki," segir í tilkynningunni.

Frétt um málið á visir.is í gær hljóðar svo: „Kauphöllinn áminnti í dag Bakkavör og beitti fyrirtækið þriggja milljóna króna sekt fyrir brot á upplýsingaskyldu.

Fram kemur í rökstuðningi sem Kauphöllin birti á vef sínum að málið snúist um frétt sem Fréttastofa Stöðvar 2 og Vísis birti þann 13. janúar síðastliðinn. Í fréttinni var fjallað um fund með kröfuhöfum Bakkavarar, vegna nauðasamninga um félagið, sem haldinn var í London.

Telur Kauphöllin að með því að verðmótandi upplýsingar hafi birst í fjölmiðlum án þess að hafa verið birtar opinberlega í tilkynningu til Kauphallarinnar, hafi Bakkavör brugðist upplýsingaskyldu sinni."








Fleiri fréttir

Sjá meira


×